Fréttir Lyf í rúgbrauði Nú eru allar líkur á því að Danir og aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins geti sótt sér lyf í bakarí í stað apóteks. Það einskorðast þó eingöngu við lyf sem lækna eiga háa blóðfitu. Ástæðan er sú að í gær töpuðu Danir kosningu á Evrópusambandsþinginu þar sem önnur ríki kusu með því að leyfa slík lyf í tveimur gerðum af rúgbrauði. Innlent 25.10.2005 07:34 Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. Innlent 25.10.2005 07:27 Akureyringar fá nýjan slökkvibíl Slökkvilið Akureyrar hefur tekið í notkun nýjan slökkviliðsbíl sem er sagður einn sá öflugasti á landinu. Bíllinn er með þrjú þúsund lítra vatntank og dælu sem getur dælt fimm þúsund lítrum á mínútu. Dælan er því svo öflug að hún getur tæmt vatntankinn á þrjátíu og sex sekúndum. Innlent 25.10.2005 07:20 Fuglaflensa greinist aftur í Kína Fuglaflensu hefur aftur orðið vart í Kína, í þetta sinn á meðal aligæsa í Anhui-héraði í austurhluta landsins. Talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að tvö þúsund og eitt hundrað fuglar hefðu sýkst af veirunni, 550 hefðu drepist og að 45 þúsund fuglum hefði verið slátrað. Erlent 25.10.2005 07:19 Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 25.10.2005 07:15 Sex látnir eftir yfirreið Wilmu Að minnsta kosti sex manns létust þegar fellibylurinn Wilma fór yfir Flórída í gær. Wilma er nú farin aftur út á haf, en enginn fellibylur hefur valdið jafn miklu eignatjóni á Fort Lauderdale svæðinu í meira en fimmtíu ár. Erlent 25.10.2005 07:10 Tvö í haldi vegna dópsmygls Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti. Innlent 25.10.2005 06:55 Flautukarfa Payton tryggði Miami sigur Fjórir æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Gary Payton tryggði Miami Heat eins stigs sigur á Atlanta Hawks með körfu á síðustu sekúndu leiksins. Sport 25.10.2005 05:47 ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16 Karlar í störf kvenna Þar sem konur gengu út af vinnustöðum í dag, þurftu karlmennirnir að taka við. Félagsmálaráðherra, yfirmaður jafnréttismála, stóð símavaktina í ráðuneytinu. Ekki voru þó öll fyrirtæki á því að leyfa kvenkynsstarfsmönnum að sækja fundinn á Ingólfstorgi. Innlent 24.10.2005 22:07 Þúsundir bíða enn eftir læknishjálp Þúsundir manna í fjallahéruðum Pakistans bíða enn eftir að komast undir læknishendur, tveimur vikum eftir jarðskjálftann mikla sem varð meira en 50 þúsund manns að bana. Erlent 24.10.2005 21:28 Fjölmenni á hátíðarhöldum Um fjörutíu og fimm þúsund konur komu saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að knýja á um jafnan rétt kynjanna. Það er töluvert meira en var á kvennafrídaginn fyrir þrjátíu árum. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, er greinilega langt í land enn þá. Innlent 24.10.2005 21:21 Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi eru meðal umræðuefna á fundi Norðurlandaráðs næstu daga. Um 900 manns eru komin til landsins í tengslum við fundahöldin. Innlent 24.10.2005 21:14 Viðræður um myndun nýrrar stjórnar hófust í Póllandi í dag Íhaldsmaðurinn Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands. Stjórnarmyndunarviðræður hófust í dag og gert er ráð fyrir að samningar náist um myndun hægristjórnar. Erlent 24.10.2005 19:25 Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Innlent 24.10.2005 19:48 Óljóst hvort launaleynd eigi sér stoð í lögum Ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum, sem fjölmörg fyrirtæki láta starfsmenn sína skrifa undir, vinnur gegn því að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Óljóst er þó hvort launaleynd á sér stoð í lögum og á það hefur enn ekki reynt hér á landi. Innlent 24.10.2005 19:08 Fulham er ekki til sölu Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að ekkert sé til í sögusögnum þess efnis að Mohamed al Fayed hafi rætt við annan auðjöfur um helgina með það fyrir augum að selja félagið. Sport 24.10.2005 19:04 Wilma fer yfir Flórída Fellibylurinn Wilma fer nú yfir Flórída í Bandaríkjunum og skilur eftir sig slóð eyðileggingar í Mexíkó og á Kúbu. Þetta er áttundi fellibylurinn sem íbúar Flórída fá yfir sig á fjórtán mánuðum. Erlent 24.10.2005 18:41 Flugvél flaug á hús í Barcelona Fjórir létust þegar lítil flugvél flaug á fjögurra hæða hús í Barcelona á Spáni síðdegis. Allir sem létust voru um borð í vélinni. Erlent 24.10.2005 18:34 Um 40 þúsund manns í miðbænum Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. Innlent 24.10.2005 17:10 Róttækar breytingar á tímatökum Alþjóða bílasambandið samþykkti í gær að gera róttækar breytingar á tímatökum fyrir keppnir á næsta ári, þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Nokkur lið eru vera mikið á móti þessum breytingum, sem eru gerðar með það fyrir augum að auka spennu og sjónvarpsáhorf. Sport 24.10.2005 17:01 Uppreisnarmenn skutu flugskeytum Palestínskir uppreisnarmenn skutu flugskeytum frá Gaza yfir landamærin í dag. Erlent 24.10.2005 16:52 Önnur kæra lögð fram á Val Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ hefur staðfest að sambandinu hafi borist kæra frá forráðamönnum Víkings á hendur Knattspyrnufélaginu Val fyrir að eiga ólöglegar viðræður við tvo af leikmönnum félagsins. Sport 24.10.2005 16:46 Óslitin mannmergð Miðbær Reykjavíkur er sneisafullur af fólki sem tekur nú þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Mannmergðin er þvílík að ef horft er frá horni Skólavörðustígs og Bankastrætis, bæði upp að Hallgrímskirkju og niður að Lækjartorgi, er mannmergðin algjörlega óslitin. Innlent 24.10.2005 16:14 Sprengingar við hótel fréttamanna í Bagdad Að minnsta kosti tólf manns létu lífið þegar þrjár sprengjur sprungu við tvö hótel erlendra fréttamanna í Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við Sheraton-hótelið og Palestínska-hótelið, sem standa hlið við hlið í miðri borginni. Erlent 24.10.2005 16:06 Fimmtíu starfsmenn til skoðunar Verkalýðshreyfingin rannsakar nú kjör á milli 40 og 50 iðnaðar- og verkamanna sem eru víða hér á landi við störf á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Margt bendir til þess að sama sé uppi á teningnum hjá þeim starfsmönnum og hjá starfsmönnum fyrirtækisins við Kárahnjúka. ASÍ hyggst höfða mál á hendur starfsmannaleigunni. Innlent 24.10.2005 15:26 Þurfum að breyta hugarfarinu Knattspyrnustjóri Liverpool gaf leikmönnum sínum litla hvíld eftir tapið gegn Fulham um helgina og skipaði þeim á erfiða æfingu innan við sólarhring eftir leikinn. Hann segir að þeir þurfi að temja sér ný viðhorf ef þeir ætli sér að ná árangri og ætlar að tefla fram nánast sama liði gegn Crystal Palace annað kvöld til að reyna að slípa leik liðsins betur saman. Sport 24.10.2005 15:22 Miðbærinn að fyllast Ljóst er að tugir þúsunda kvenna og karla ætla að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Miðbærinn er að fyllast af fólki og nú er hafin baráttuganga frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg. Innlent 24.10.2005 15:16 Vilja gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun Vinstri grænir vilja að sálfræðiþjónusta og sjúkraþjálfun verði gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðsmál sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna í gær. Flokkurinn hafnar einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og segist ætla að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda um frekari einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 24.10.2005 15:09 Þung umferð niður í miðbæ Umferð niður í miðbæ er mjög þung þessar mínúturnar enda streyma konur þangað að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Innlent 24.10.2005 14:40 « ‹ ›
Lyf í rúgbrauði Nú eru allar líkur á því að Danir og aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins geti sótt sér lyf í bakarí í stað apóteks. Það einskorðast þó eingöngu við lyf sem lækna eiga háa blóðfitu. Ástæðan er sú að í gær töpuðu Danir kosningu á Evrópusambandsþinginu þar sem önnur ríki kusu með því að leyfa slík lyf í tveimur gerðum af rúgbrauði. Innlent 25.10.2005 07:34
Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. Innlent 25.10.2005 07:27
Akureyringar fá nýjan slökkvibíl Slökkvilið Akureyrar hefur tekið í notkun nýjan slökkviliðsbíl sem er sagður einn sá öflugasti á landinu. Bíllinn er með þrjú þúsund lítra vatntank og dælu sem getur dælt fimm þúsund lítrum á mínútu. Dælan er því svo öflug að hún getur tæmt vatntankinn á þrjátíu og sex sekúndum. Innlent 25.10.2005 07:20
Fuglaflensa greinist aftur í Kína Fuglaflensu hefur aftur orðið vart í Kína, í þetta sinn á meðal aligæsa í Anhui-héraði í austurhluta landsins. Talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að tvö þúsund og eitt hundrað fuglar hefðu sýkst af veirunni, 550 hefðu drepist og að 45 þúsund fuglum hefði verið slátrað. Erlent 25.10.2005 07:19
Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 25.10.2005 07:15
Sex látnir eftir yfirreið Wilmu Að minnsta kosti sex manns létust þegar fellibylurinn Wilma fór yfir Flórída í gær. Wilma er nú farin aftur út á haf, en enginn fellibylur hefur valdið jafn miklu eignatjóni á Fort Lauderdale svæðinu í meira en fimmtíu ár. Erlent 25.10.2005 07:10
Tvö í haldi vegna dópsmygls Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti. Innlent 25.10.2005 06:55
Flautukarfa Payton tryggði Miami sigur Fjórir æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Gary Payton tryggði Miami Heat eins stigs sigur á Atlanta Hawks með körfu á síðustu sekúndu leiksins. Sport 25.10.2005 05:47
ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16
Karlar í störf kvenna Þar sem konur gengu út af vinnustöðum í dag, þurftu karlmennirnir að taka við. Félagsmálaráðherra, yfirmaður jafnréttismála, stóð símavaktina í ráðuneytinu. Ekki voru þó öll fyrirtæki á því að leyfa kvenkynsstarfsmönnum að sækja fundinn á Ingólfstorgi. Innlent 24.10.2005 22:07
Þúsundir bíða enn eftir læknishjálp Þúsundir manna í fjallahéruðum Pakistans bíða enn eftir að komast undir læknishendur, tveimur vikum eftir jarðskjálftann mikla sem varð meira en 50 þúsund manns að bana. Erlent 24.10.2005 21:28
Fjölmenni á hátíðarhöldum Um fjörutíu og fimm þúsund konur komu saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að knýja á um jafnan rétt kynjanna. Það er töluvert meira en var á kvennafrídaginn fyrir þrjátíu árum. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, er greinilega langt í land enn þá. Innlent 24.10.2005 21:21
Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi Niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi eru meðal umræðuefna á fundi Norðurlandaráðs næstu daga. Um 900 manns eru komin til landsins í tengslum við fundahöldin. Innlent 24.10.2005 21:14
Viðræður um myndun nýrrar stjórnar hófust í Póllandi í dag Íhaldsmaðurinn Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands. Stjórnarmyndunarviðræður hófust í dag og gert er ráð fyrir að samningar náist um myndun hægristjórnar. Erlent 24.10.2005 19:25
Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Innlent 24.10.2005 19:48
Óljóst hvort launaleynd eigi sér stoð í lögum Ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum, sem fjölmörg fyrirtæki láta starfsmenn sína skrifa undir, vinnur gegn því að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Óljóst er þó hvort launaleynd á sér stoð í lögum og á það hefur enn ekki reynt hér á landi. Innlent 24.10.2005 19:08
Fulham er ekki til sölu Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að ekkert sé til í sögusögnum þess efnis að Mohamed al Fayed hafi rætt við annan auðjöfur um helgina með það fyrir augum að selja félagið. Sport 24.10.2005 19:04
Wilma fer yfir Flórída Fellibylurinn Wilma fer nú yfir Flórída í Bandaríkjunum og skilur eftir sig slóð eyðileggingar í Mexíkó og á Kúbu. Þetta er áttundi fellibylurinn sem íbúar Flórída fá yfir sig á fjórtán mánuðum. Erlent 24.10.2005 18:41
Flugvél flaug á hús í Barcelona Fjórir létust þegar lítil flugvél flaug á fjögurra hæða hús í Barcelona á Spáni síðdegis. Allir sem létust voru um borð í vélinni. Erlent 24.10.2005 18:34
Um 40 þúsund manns í miðbænum Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. Innlent 24.10.2005 17:10
Róttækar breytingar á tímatökum Alþjóða bílasambandið samþykkti í gær að gera róttækar breytingar á tímatökum fyrir keppnir á næsta ári, þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Nokkur lið eru vera mikið á móti þessum breytingum, sem eru gerðar með það fyrir augum að auka spennu og sjónvarpsáhorf. Sport 24.10.2005 17:01
Uppreisnarmenn skutu flugskeytum Palestínskir uppreisnarmenn skutu flugskeytum frá Gaza yfir landamærin í dag. Erlent 24.10.2005 16:52
Önnur kæra lögð fram á Val Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ hefur staðfest að sambandinu hafi borist kæra frá forráðamönnum Víkings á hendur Knattspyrnufélaginu Val fyrir að eiga ólöglegar viðræður við tvo af leikmönnum félagsins. Sport 24.10.2005 16:46
Óslitin mannmergð Miðbær Reykjavíkur er sneisafullur af fólki sem tekur nú þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Mannmergðin er þvílík að ef horft er frá horni Skólavörðustígs og Bankastrætis, bæði upp að Hallgrímskirkju og niður að Lækjartorgi, er mannmergðin algjörlega óslitin. Innlent 24.10.2005 16:14
Sprengingar við hótel fréttamanna í Bagdad Að minnsta kosti tólf manns létu lífið þegar þrjár sprengjur sprungu við tvö hótel erlendra fréttamanna í Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við Sheraton-hótelið og Palestínska-hótelið, sem standa hlið við hlið í miðri borginni. Erlent 24.10.2005 16:06
Fimmtíu starfsmenn til skoðunar Verkalýðshreyfingin rannsakar nú kjör á milli 40 og 50 iðnaðar- og verkamanna sem eru víða hér á landi við störf á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Margt bendir til þess að sama sé uppi á teningnum hjá þeim starfsmönnum og hjá starfsmönnum fyrirtækisins við Kárahnjúka. ASÍ hyggst höfða mál á hendur starfsmannaleigunni. Innlent 24.10.2005 15:26
Þurfum að breyta hugarfarinu Knattspyrnustjóri Liverpool gaf leikmönnum sínum litla hvíld eftir tapið gegn Fulham um helgina og skipaði þeim á erfiða æfingu innan við sólarhring eftir leikinn. Hann segir að þeir þurfi að temja sér ný viðhorf ef þeir ætli sér að ná árangri og ætlar að tefla fram nánast sama liði gegn Crystal Palace annað kvöld til að reyna að slípa leik liðsins betur saman. Sport 24.10.2005 15:22
Miðbærinn að fyllast Ljóst er að tugir þúsunda kvenna og karla ætla að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Miðbærinn er að fyllast af fólki og nú er hafin baráttuganga frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg. Innlent 24.10.2005 15:16
Vilja gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun Vinstri grænir vilja að sálfræðiþjónusta og sjúkraþjálfun verði gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðsmál sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna í gær. Flokkurinn hafnar einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og segist ætla að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda um frekari einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 24.10.2005 15:09
Þung umferð niður í miðbæ Umferð niður í miðbæ er mjög þung þessar mínúturnar enda streyma konur þangað að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Innlent 24.10.2005 14:40