Fréttir

Fréttamynd

Björn segir verið að reyna að koma höggi á sig

Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig.

Innlent
Fréttamynd

Meintir sjóræningjar handteknir

Bandaríski sjóherinn handtók hóp meintra sjóræningja á skipi á Vestur-Indlandshafi í gær. Talið er að þeir hafi rænt ýmsum verðmætum af nokkrum flutningaskipum á hafsvæðinu undan ströndum Sómalíu undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Ástralíu

Fjölmörg heimili og byggingar hafa eyðilagst í skógareldum í Ástralíu undanfarna daga. Tveir hafa látist en lögreglan rannsakar hvort dauðsföllin megi rekja til skógareldanna eða vegna annarra orsaka en fólkið fannst látið í bíl.

Erlent
Fréttamynd

Fá útköll vegna ölvunar

Helgin var róleg í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og í Hafnarfirði. Ekki var mikið um útköll vegna ölvunar í heimahúsum og rólegt var á skemmtistöðum. Alls voru fimmtán umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en engin slys urðu á fólki. Þó varð nokkuð eignatjón í nokkrum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

137 verkefni hjá lögreglunni á Akranesi

Lögreglan á Akranesi sinnti alls 137 verkefnum í síðustu viku en þar af voru um 80 sem tengdust umferðinni. Ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Nokkur hálka var á vegum og því voru ökumenn ekki að keyra eftir aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Kennsla hefst í kínverskum fræðum í dag

Kennsla hefst í kínversku og kínverskum fræðum hjá Símenntun Háskólans á Akureyri í dag. Alls verða kennd þrjú námskeið á þessu misseri, Kínverska I, Kínversk nútímamenning og Viðskipti við Kína. Aðsókn á námskeiðin fór fram úr björtustu vonum og þurfti að vísa nemendum frá. Gert er ráð fyrir að auka námsframboð í framtíðinni en frá og með hausti 2006 munu Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða upp á sameiginlegt B.A nám í Austur-Asíufræðum.

Innlent
Fréttamynd

Gassprengja sprakk í Aþenu

Gassprengja sprakk fyrir utan skrifstofu íhaldsflokksins og pósthúss í Aþenu í morgun en enginn slasaðist. Líttþekktur hópur stjórnleysingjar hefur lýst ábyrgð á sprengjunni. Í síðustu viku var sprakk sprengja fyrir utan aðrar skrifstofu íhaldsflokksins og fyrir utan banka í Aþenu en enginn hefur lýst ábyrgð á því ódæði.

Erlent
Fréttamynd

Þrír hafa slasast alvarlega á nautahátíð í Kólumbíu

Þrír hafa slasast alvarlega á Nautahátíðinni í Kólumbíu, sem haldin er árlega í fjölda bæja í norðurhluta landsins, eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skepnunum sem hátíðin er kennd við. Níu til viðbótar hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna minniháttar áverka.

Erlent
Fréttamynd

Bændur ná háum aldri í Danmörku

Bændur verða karla elstir í Danmörku, meðal þeirra stétta, þar sem fólk, vinnur sjálfstætt. Dánartíðnin er aftur á móti hæst meðal leigubílstjóra. Danska hagstofan kann enga örugga skýringu á þessu en getur sér þess til, að engin leggi út í búskap nema að vera fíl hraustur.

Erlent
Fréttamynd

Allri áhöfn Víkings AK 100 sagt upp störfum

Allri áhöfn á Víkingi AK 100 var sagt upp störfum síðastliðinn laugardag. Skipið mun þó klára þessa loðnuvertíð ef veiðanleg loðna finnst. Skipinu verður lagt eftir loðnuvertíð fram í janúar á næsta ári. Ástæða uppsagnarinnar er verkefnaskortur segir í uppsagnabréfi til starfsmanna sem undirritað var af Vilhjálmi Vilhjálmssyni deildarstjóri HB Granda.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískur styrkur mismikill meðal stuðningsmanna

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur innan flokksins sé búinn að setja stuðningsmenn Önnu Kristinsdóttur og Óskars Bergssonar í prófkjöri flokksins í Reykjavík í þá aðstöðu, að ganga gegn vilja valdamikilla manna í flokknum á landsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Verið að opna vegi á Vestfjörðum

Nokkur hálka er á Vesturlandi, í Árnesi og Rangárvallasýslum. Á Vestfjörðum er verið að opna veginn til Patreksfjarðar um Klettsháls og Kleifarheiði og þaðan til Bíldudals um Háldfán. Þá er einnig verið að moka frá Ísafirði um Djúp yfir Steingrímsfjarðarheiði og suður fyrir. Á Öxnadalsheiði er skafrenningur, og hálka eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sjóræningjar handsamaðir undan ströndum Sómalíu

Bandaríski sjóherinn handtók hóp meintra sjóræningja á skipi á Vestur-Indlandshafi í gær. Talið er að þeir hafi rænt ýmsum verðmætum af nokkrum flutningaskipum á hafsvæðinu undan ströndum Sómalíu undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Flugdólgur reyndi að opna hurð á fljúgandi ferð

39 ára gömul bandarísk kona olli nokkurri hræðslu meðal farþega um borð í SAS flugvél þegar hún reyndi að opna hurð á flugvélinni sem var í 10 kílómetra hæð. Flugvélin var á leið frá Zurich til Kaupmannahafnar. Konan var mjög óróleg en flugáhöfnin kom í veg fyrir að henni tækist ætlunarverk sitt. Þegar vélin lenti á Kastrup flugvelli var lögreglan kölluð á staðinn sem flutti hana á geðdeild. Talið er að konan hafi ætlað að fremja sjálfsmorð.

Erlent
Fréttamynd

Hafnaði upp á vegriði

Drukkinn ökumaður misti stjórn á bíl sínum í nótt með þeim afleiðingum að hann hafnaði upp á vegriði og komst hvorki lönd né strönd. Þetta gerðist rétti við Skeiðarvogsbrúnna yfir Miklubraut og sat ökumaðurinn enn í bílnum, þegar lögregla kom á vettvang. Hún fjarlægði ökumanninn og kranabíll bílinn hans, sem skemmdist nokkuð.

Innlent
Fréttamynd

Engar áætlunarferðir um sunnanvert Snæfellsnes

Engar áætlunarferðir eru lengur um sunnanvert Snæfellsnes eftir að Sæmundur í Borgarnesi hætti sérleyfisakstri um síðustu mánaðamót og nýr aðilli tók við rekstirnum. Þannig geta stut ferðalög á Vesturlandi breyst í langferðir eins og til dæmis ef einhver úr Staðarsveit á sunnanverðu nesinu þarf að komast til Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Skólahald með eðlilegum hætti

Skólahald verður með eðlilegum hætti í Fellaskóla í Reykjavík í dag eftir mikla herferð gegn músagangi í skólanum um helgina. Umhverfissvið borgarinnar hafði í vikunni gert skólayfirvöldum að koma í veg fyrir músaganginn, ella yrði ekkert skólahald í dag eða næstu daga. Við úttekt umhverfissviðs á skólanum í gærkvöldi kom í ljós að árngur hafði orðið af alls herjar hreingerningu og holufyllingum í skólanum um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hækkandi raforkuverð ekki ástæðan

Landsvirkjun mótmælir þeirri skýringu, sem stjórnendur Sæsilfurs gáfu nýverið, þess eðlis að hækkandi raforkuverð sé önnur aðal ástæða þess fyrirtækið ætli að hætta öllu laxeldi í Mjóafirði, en þar er meira en helmingur alls laxeldis í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor

Japanska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor í nágrenni Tokyo í morgun. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið að selja ólöglegar þyrlur til Kína, fjarstýrðar þyrlur til að nota í hernaðarlegum tilgangi. Þyrlurnar hafa ekki verið samþykktar til sölu af efnahags-, viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu.

Erlent
Fréttamynd

Stefni á að spila næsta sumar

"Ég er að hjóla og lyfta mikið og svo má ég byrja að skokka í næsta mánuði," Það er talað um að menn geti æft sex mánuðum eftir þessi meiðsli og sá tími er í byrjun júní hjá mér. Ég næ því vonandi nokkrum leikjum í sumar." sagði Sigurður Ragnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Eiður skoraði

Eiður Smári Guðjohnsen var á skotskónnum fyrir Chelsea en hann gerði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Charlton. Hermann Hreiðarsson gat ekkert gert í því þegar Eiður Smári potaði boltanum yfir línuna af stuttu færi og tók þar með foystuna fyrir Englandsmeistarana. Marcus Bent jafnaði fyrir Charlton í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið og liðin skiptust því á sættan hlut.

Sport
Fréttamynd

Jóhann Birnir á heimleið?

Fótboltakappinn Jóhann Birnir Guðmundsson er á leiðinni frá Örgryte í Svíþjóð og gæti snúið heim til Íslands. Jóhann sagði við Fréttablaðið í gær að ef ekkert erlent lið sýndi honum áhuga fljótlega væri líklegast að hann kæmi heim og spilaði hér næsta sumar. Hans gamla félag Keflavík hefur mikinn áhuga á því að fá hann til sín auk þess sem Íslandsmeistarar FH hafa hug á að krækja í Jóhann.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand afgreiddi Liverpool

Rio Ferdinand skoraði eina markið á Old Trafford í stórslag helgarinnar í enska boltanum. United er þar með komið með fjögurra stiga forskot á Liverpool. yan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp.

Sport
Fréttamynd

Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri

Leikurinn Stjörnunnar og FH í Ásgarði í DHL deild kvenna í handbolta var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leikurinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum handboltans. Staðan í Hálfleik var 11-10, Stjörnunni í vil.

Sport
Fréttamynd

Roddick úr leik í Ástralíu

Andy Roddick var sleginn út af Opna Ástralska mótinu í tennis en hann tapaði í fjórum settum fyrir lítt þekktum Kýpurbúa. Marcos Baghdatis lék við hvern sinn fingur og vann Roddick sem er í öðru sæi heimslistans í tennis en Baghdatis er aðeins tvítugur að aldri.

Sport
Fréttamynd

Arnar beint í byrjunarliðið

Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn fyrir Twente sem tapaði 3-2 fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Arnar gekk til liðs við félagið frá Lokeren í vikunni en mistök hans urðu til þess að Ajax jafnaði á lokamínútunum áður en þeir hirtu öll stigin.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sló KR út

8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar Njaðvíkur komust áfram í undanúrslitin með því að sigra Snæfell á útivelli, 94-98 og Keflvíkingar gjörsigruðu KR á útivelli, 74-98.

Sport
Fréttamynd

Barcelona vinnur 18. leikinn í röð

Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna í 2. sætið.

Sport
Fréttamynd

Við vorum betri síðustu 20 mínúturnar

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd er í skýjunum með sigur sinna manna á Liverpool í stórleik helgarinnar í enska fótboltanum. Rio Ferdinand skoraði sigurmark heimamanna á 90. mínútu á Old Trafford í dag. Hann segir sigurinn verðskuldaðan.

Sport