Fréttir Girti niður um ungan dreng Lögreglan í Reykjavík leitar nú að snyrtilegum sólbrúnum karlmanni , líklega um fimmtugt, sem tældi 11 ára dreng inn í port á Seltjarnarnesi og reyndi þar að girða niður um hann. Drengnum tókst að slíta sig lausan og komast undan á hlaupum. Hann telur að maðurinn hafi verið á blálaeitum station bíl. Í fyrstu uggði drengurinn ekki að sér þar sem maðurinn sagðist þekkja móður hans og afa. Innlent 27.1.2006 07:23 Saka Ísraela, Beta og BNA-menn um að skapa óöryggi í Íran Írönsk stjórnvöld segjast hafa upplýsingar um að Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar hafi átt hlut að máli þegar tvær íranskar herflugvélar fórust og með þeim fjöldi manns á dögunum. Erlent 27.1.2006 07:19 1.200 metra neðanjarðargöng fundust milli BNA og Mexíkó Bandarísk yfirvöld fundu á miðvikudag yfir tólf hundruð metra löng neðanjarðargöng sem eru undir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Í göngunum fundust um tvo tonn af maríjúana að sögn fíkniefnalögreglunnar og má því ætla að göngin hafi verið nýtt til innflutnings á fíkniefnum til Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2006 07:13 Lítill áhugi fyrir samstarfi við Hamas flokkinn Mikil fagnaðarlæti brutust út í Palestínu í gær þegar ljóst var að Hamas-samtökin höfðu unnið sigur í þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudag. Hamas fékk 76 þingsæti en Fatah-hreyfingin, sem situr í ríkisstjórn, 43 þingsæti. Erlent 27.1.2006 07:12 Kannabisræktun í nágrenni við aðalstöðvar lögreglunnar Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um einhverja umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa, í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Auk þess hefur töluvert af fíkniefnum fundist við húsleitir í tengslum við rannsóknina og er að minnstakosti tvennt í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar. Innlent 27.1.2006 07:07 Reyndi að tæla ellefu ára dreng Maður á sextugsaldri reyndi að tæla ellefu ára dreng inn í húsasund við bæjarskrifstofur Seltjarnarness rétt fyrir klukkan 18.00 í dag. Maðurinn var byrjaður að hafa sig í frammi við drenginn þegar honum tókst að komast undan. Foreldrar drengsins gerðu lögreglu viðvart og er málið í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum. Innlent 26.1.2006 22:44 Íslandsmet í skattpíningu Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag um breytingar á skattbyrði, að þrír síðustu fjármálaráðherrar Íslands ættu Íslandsmet í skattpíningu á almenningi. Þá vísaði hún í grein Stefáns Ólafssonar prófessors þess efnis að skattbyrði hefði aukist hjá heimilum með lágar og meðaltekjur eða hjá 90 prósentum heimila. Innlent 26.1.2006 22:22 Marsvín rak á land Tveggja metra langt marsvín rak á land við Vík í Mýrdal í morgun. Sandur og grynningar eru út af ströndinni á þessum slóðum en dýpi á einum stað og þar koma gjarnan hvalir til að leita ætis. Marsvínið lokaðist þar inni og drapst. Innlent 26.1.2006 22:17 Fatah vill ekki vinna með Hamas Fulltrúar Fatah-fylkingarinnar lýstu því yfir í kvöld að þingmenn hennar ætluðu ekki að taka sæti í ríkisstjórn Hamas-samtakanna. Hamas hlaut hreinan meirihluta í þingkosningum Palestínumanna í gær og vilja þegar hefja viðræður við Fatah og aðra flokka sem fengu sæti á þingi í gær. Erlent 26.1.2006 22:15 Hams og Fatah takast á Til átaka kom milli stuðningsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-flokks Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fyrir utan þinghús heimastjórnarinnar í dag. Hamas-liðar vildu flagga fána sínum á þinghúsinu en það mislíkaði stuðningsmönnum Fatah. Erlent 26.1.2006 22:10 Ráðamenn kallðir fyrir þingnefnd Svo gæti farið að Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra, verði kallaðir fyrir nefnd Evrópuþingsins sem rannsakar ásakanir um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi starfrækt leynifangelsi í ríkjum Evrópusambandsins. Erlent 26.1.2006 22:06 Sex hundruð ábendingar á ári um barnaklám Á síðasta ári bárust Barnaheillum hátt í sex hundruð ábendingar um barnaklám á netinu. Fjöldi mála sem borist hafa lögreglu vegna vörslu á barnaklámi hefur aukist á síðustu árum. Innlent 26.1.2006 22:00 Ásdís Halla fær FKA-viðurkenningu Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, fékk í dag afhenta FKA-viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt fyrir athyglisvert framlag konu til atvinnulífsins á Íslandi. Innlent 26.1.2006 21:53 Horfa þarf til annarra meðferðarúrræða Margir geðfatlaðir telja að tími sé kominn til að horfa til annarra meðferðarúrræða en bara lyfjameðferðar. Þeir telja of lítið tillit tekið til skoðana þeirra á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Innlent 26.1.2006 21:07 Geta fullnýtt kortaheimildir á örskotsstundu Glæpamenn sem stela krítarkortaupplýsingum úr hraðbönkum geta fullnýtt kortaheimildir á örskömmum tíma. Örgjörvi verður kominn á íslensk krítarkort innan nokkurra vikna til að hindra að hægt sé að stela upplýsingum af kortunum við hraðbankanotkun. 500 þúsund kort eru í notkun hér á landi. Innlent 26.1.2006 20:59 Þrjú trúfélög fá vonir um lóðir Rússneska rétttrúnaðarkirkjan gæti fengið að reisa guðshús við Landakotskirkju, ásatrúarmenn gætu reist hof í Öskjuhlíðinni og múslímar mosku í Elliðaárdalnum ef hugmyndir skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ná fram að ganga. Innlent 26.1.2006 20:47 Lífskjör á Íslandi heldur lakari en á Norðurlöndum Efnahagsleg lífskjör á Íslandi eru sambærileg við eða heldur lakari en á Norðurlöndum, vinnutími mun lengri og opinber þjónusta dýrari. Íslendinga þurfa því að hafa þeim mun meira fyrir því að viðhalda sambærilegum kjörum og gerist á Norðurlöndum. Innlent 26.1.2006 20:42 Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Innlent 26.1.2006 20:36 Meiri lán og hærri viðskiptahalli Íslendingar taka lán sem aldrei fyrr, viðskiptahallinn er í sögulegu hámarki og launin hækka og hækka. Þetta má lesa út úr orðum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem kynnti 0,25 prósentustiga vaxtahækkun í morgun. Stýrivextirnir 10,75 prósent eftir hækkunina. Innlent 26.1.2006 20:26 Högnuðust um 80 milljarða samanlagt Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Innlent 26.1.2006 20:07 Farmur féll af flutningabíl Nokkur hætta skapaðist þegar timburfarmur féll af flutningabíl þegar hann fór um hringtorgið við Norðlingaholt og Rauðavatn síðdegis í dag. Engin slys urðu þó á fólki. Innlent 26.1.2006 19:43 Eyðileggja raddbönd hundanna Þótt hundar séu á hverju strái í kínversku borginni Gvansú heyrist þar varla lengur gelt. Borgaryfirvöld hafa nefnilega ákveðið að rukka hundaeigendur um tugi þúsunda króna fyrir að taka að sér þennan besta vin mannsins. Erlent 26.1.2006 19:13 Laun leikskólakennara að hækka? Gert er ráð fyrir að laun leikskólakennara hækki um rúmlega tólf og hálft prósent og deildarstjóra á leikskólum um fjórtán komma þrjú prósent í tillögu sem lögð verður fyrir launanefnd sveitarfélaganna á laugardaginn. Miklar líkur eru taldar á að tillagan verði samþykkt. Innlent 26.1.2006 18:58 Bauhaus vill verslun í Reykjavík Stærsta byggingavöruverslun landsins verður opnuð sumarið 2007. Það er byggingavörurisinn Bauhaus sem hyggst keppa við erkifjendurna Húsasmiðjuna og Byko sem lengi vel hafa ráðið markaðinum hér á landi. Innlent 26.1.2006 18:56 Friðarhorfur í algjörri óvissu Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Erlent 26.1.2006 18:50 Dómarar fresta ákvörðun um málsókn Félagar í Dómarafélagi Íslands ákváðu í dag að fresta ákvörðun um hvort þeir höfði mál á hendur stjórnvöldum vegna lagasetningar þar sem launahækkanir samkvæmt kjaradómi voru felldar úr gildi. Þess í stað verður óskað viðræðna við stjórnvöld. Innlent 26.1.2006 17:55 Dæmdar 30 milljónir í björgunarlaun Útgerðin Íslenskur skelfiskur verður að greiða Langanesi þrjátíu milljónir króna í björgunarlaun. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að ekki þyrfti að greiða þau björgunarlaun sem deilt var um. Innlent 26.1.2006 17:47 100 frá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 100 ár eru í dag liðin frá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem leiddi réttindabaráttu verkafólks langt fram eftir síðustu öld. Innlent 26.1.2006 17:46 Stórsigur Hamas-fylkingarinnar Hamas-fylkingin vann stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í gær og hlaut 76 þingsæti. Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta, fékk aðeins 43 sæti. Þetta sýna fyrstu tölur frá kjörstjórn sem birtar voru nú síðdegis. Stjórnmálaskýrendur segja þessa niðurstöðu veikja vonir um að hægt verði að hefja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs að nýju á næstunni. Erlent 26.1.2006 17:35 Þuklaði á tíu ára stúlku Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins. Innlent 26.1.2006 17:33 « ‹ ›
Girti niður um ungan dreng Lögreglan í Reykjavík leitar nú að snyrtilegum sólbrúnum karlmanni , líklega um fimmtugt, sem tældi 11 ára dreng inn í port á Seltjarnarnesi og reyndi þar að girða niður um hann. Drengnum tókst að slíta sig lausan og komast undan á hlaupum. Hann telur að maðurinn hafi verið á blálaeitum station bíl. Í fyrstu uggði drengurinn ekki að sér þar sem maðurinn sagðist þekkja móður hans og afa. Innlent 27.1.2006 07:23
Saka Ísraela, Beta og BNA-menn um að skapa óöryggi í Íran Írönsk stjórnvöld segjast hafa upplýsingar um að Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar hafi átt hlut að máli þegar tvær íranskar herflugvélar fórust og með þeim fjöldi manns á dögunum. Erlent 27.1.2006 07:19
1.200 metra neðanjarðargöng fundust milli BNA og Mexíkó Bandarísk yfirvöld fundu á miðvikudag yfir tólf hundruð metra löng neðanjarðargöng sem eru undir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Í göngunum fundust um tvo tonn af maríjúana að sögn fíkniefnalögreglunnar og má því ætla að göngin hafi verið nýtt til innflutnings á fíkniefnum til Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2006 07:13
Lítill áhugi fyrir samstarfi við Hamas flokkinn Mikil fagnaðarlæti brutust út í Palestínu í gær þegar ljóst var að Hamas-samtökin höfðu unnið sigur í þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudag. Hamas fékk 76 þingsæti en Fatah-hreyfingin, sem situr í ríkisstjórn, 43 þingsæti. Erlent 27.1.2006 07:12
Kannabisræktun í nágrenni við aðalstöðvar lögreglunnar Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um einhverja umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa, í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Auk þess hefur töluvert af fíkniefnum fundist við húsleitir í tengslum við rannsóknina og er að minnstakosti tvennt í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar. Innlent 27.1.2006 07:07
Reyndi að tæla ellefu ára dreng Maður á sextugsaldri reyndi að tæla ellefu ára dreng inn í húsasund við bæjarskrifstofur Seltjarnarness rétt fyrir klukkan 18.00 í dag. Maðurinn var byrjaður að hafa sig í frammi við drenginn þegar honum tókst að komast undan. Foreldrar drengsins gerðu lögreglu viðvart og er málið í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum. Innlent 26.1.2006 22:44
Íslandsmet í skattpíningu Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag um breytingar á skattbyrði, að þrír síðustu fjármálaráðherrar Íslands ættu Íslandsmet í skattpíningu á almenningi. Þá vísaði hún í grein Stefáns Ólafssonar prófessors þess efnis að skattbyrði hefði aukist hjá heimilum með lágar og meðaltekjur eða hjá 90 prósentum heimila. Innlent 26.1.2006 22:22
Marsvín rak á land Tveggja metra langt marsvín rak á land við Vík í Mýrdal í morgun. Sandur og grynningar eru út af ströndinni á þessum slóðum en dýpi á einum stað og þar koma gjarnan hvalir til að leita ætis. Marsvínið lokaðist þar inni og drapst. Innlent 26.1.2006 22:17
Fatah vill ekki vinna með Hamas Fulltrúar Fatah-fylkingarinnar lýstu því yfir í kvöld að þingmenn hennar ætluðu ekki að taka sæti í ríkisstjórn Hamas-samtakanna. Hamas hlaut hreinan meirihluta í þingkosningum Palestínumanna í gær og vilja þegar hefja viðræður við Fatah og aðra flokka sem fengu sæti á þingi í gær. Erlent 26.1.2006 22:15
Hams og Fatah takast á Til átaka kom milli stuðningsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-flokks Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fyrir utan þinghús heimastjórnarinnar í dag. Hamas-liðar vildu flagga fána sínum á þinghúsinu en það mislíkaði stuðningsmönnum Fatah. Erlent 26.1.2006 22:10
Ráðamenn kallðir fyrir þingnefnd Svo gæti farið að Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra, verði kallaðir fyrir nefnd Evrópuþingsins sem rannsakar ásakanir um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi starfrækt leynifangelsi í ríkjum Evrópusambandsins. Erlent 26.1.2006 22:06
Sex hundruð ábendingar á ári um barnaklám Á síðasta ári bárust Barnaheillum hátt í sex hundruð ábendingar um barnaklám á netinu. Fjöldi mála sem borist hafa lögreglu vegna vörslu á barnaklámi hefur aukist á síðustu árum. Innlent 26.1.2006 22:00
Ásdís Halla fær FKA-viðurkenningu Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, fékk í dag afhenta FKA-viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt fyrir athyglisvert framlag konu til atvinnulífsins á Íslandi. Innlent 26.1.2006 21:53
Horfa þarf til annarra meðferðarúrræða Margir geðfatlaðir telja að tími sé kominn til að horfa til annarra meðferðarúrræða en bara lyfjameðferðar. Þeir telja of lítið tillit tekið til skoðana þeirra á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Innlent 26.1.2006 21:07
Geta fullnýtt kortaheimildir á örskotsstundu Glæpamenn sem stela krítarkortaupplýsingum úr hraðbönkum geta fullnýtt kortaheimildir á örskömmum tíma. Örgjörvi verður kominn á íslensk krítarkort innan nokkurra vikna til að hindra að hægt sé að stela upplýsingum af kortunum við hraðbankanotkun. 500 þúsund kort eru í notkun hér á landi. Innlent 26.1.2006 20:59
Þrjú trúfélög fá vonir um lóðir Rússneska rétttrúnaðarkirkjan gæti fengið að reisa guðshús við Landakotskirkju, ásatrúarmenn gætu reist hof í Öskjuhlíðinni og múslímar mosku í Elliðaárdalnum ef hugmyndir skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ná fram að ganga. Innlent 26.1.2006 20:47
Lífskjör á Íslandi heldur lakari en á Norðurlöndum Efnahagsleg lífskjör á Íslandi eru sambærileg við eða heldur lakari en á Norðurlöndum, vinnutími mun lengri og opinber þjónusta dýrari. Íslendinga þurfa því að hafa þeim mun meira fyrir því að viðhalda sambærilegum kjörum og gerist á Norðurlöndum. Innlent 26.1.2006 20:42
Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Innlent 26.1.2006 20:36
Meiri lán og hærri viðskiptahalli Íslendingar taka lán sem aldrei fyrr, viðskiptahallinn er í sögulegu hámarki og launin hækka og hækka. Þetta má lesa út úr orðum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem kynnti 0,25 prósentustiga vaxtahækkun í morgun. Stýrivextirnir 10,75 prósent eftir hækkunina. Innlent 26.1.2006 20:26
Högnuðust um 80 milljarða samanlagt Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Innlent 26.1.2006 20:07
Farmur féll af flutningabíl Nokkur hætta skapaðist þegar timburfarmur féll af flutningabíl þegar hann fór um hringtorgið við Norðlingaholt og Rauðavatn síðdegis í dag. Engin slys urðu þó á fólki. Innlent 26.1.2006 19:43
Eyðileggja raddbönd hundanna Þótt hundar séu á hverju strái í kínversku borginni Gvansú heyrist þar varla lengur gelt. Borgaryfirvöld hafa nefnilega ákveðið að rukka hundaeigendur um tugi þúsunda króna fyrir að taka að sér þennan besta vin mannsins. Erlent 26.1.2006 19:13
Laun leikskólakennara að hækka? Gert er ráð fyrir að laun leikskólakennara hækki um rúmlega tólf og hálft prósent og deildarstjóra á leikskólum um fjórtán komma þrjú prósent í tillögu sem lögð verður fyrir launanefnd sveitarfélaganna á laugardaginn. Miklar líkur eru taldar á að tillagan verði samþykkt. Innlent 26.1.2006 18:58
Bauhaus vill verslun í Reykjavík Stærsta byggingavöruverslun landsins verður opnuð sumarið 2007. Það er byggingavörurisinn Bauhaus sem hyggst keppa við erkifjendurna Húsasmiðjuna og Byko sem lengi vel hafa ráðið markaðinum hér á landi. Innlent 26.1.2006 18:56
Friðarhorfur í algjörri óvissu Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Erlent 26.1.2006 18:50
Dómarar fresta ákvörðun um málsókn Félagar í Dómarafélagi Íslands ákváðu í dag að fresta ákvörðun um hvort þeir höfði mál á hendur stjórnvöldum vegna lagasetningar þar sem launahækkanir samkvæmt kjaradómi voru felldar úr gildi. Þess í stað verður óskað viðræðna við stjórnvöld. Innlent 26.1.2006 17:55
Dæmdar 30 milljónir í björgunarlaun Útgerðin Íslenskur skelfiskur verður að greiða Langanesi þrjátíu milljónir króna í björgunarlaun. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að ekki þyrfti að greiða þau björgunarlaun sem deilt var um. Innlent 26.1.2006 17:47
100 frá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 100 ár eru í dag liðin frá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem leiddi réttindabaráttu verkafólks langt fram eftir síðustu öld. Innlent 26.1.2006 17:46
Stórsigur Hamas-fylkingarinnar Hamas-fylkingin vann stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í gær og hlaut 76 þingsæti. Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta, fékk aðeins 43 sæti. Þetta sýna fyrstu tölur frá kjörstjórn sem birtar voru nú síðdegis. Stjórnmálaskýrendur segja þessa niðurstöðu veikja vonir um að hægt verði að hefja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs að nýju á næstunni. Erlent 26.1.2006 17:35
Þuklaði á tíu ára stúlku Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins. Innlent 26.1.2006 17:33