Fréttir Fundu 20 grömm af kókaíni Lögreglumenn fundu að minnstakosti tuttugu grömm af efni, sem talið er vera kókaín, þegar hún var að hreinsa út úr fíkniefnagreni í Austurborignni seint í nótt. Eigandi efnisins var meðal gesta í húsinu og er hann í haldi lögreglu. Hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnið, enda eru menn víst ekki að rúnta með svona mikið efni í einu í bílumn sínum, ef þeir ætla þau til eigin nota. Innlent 30.1.2006 07:31 Stjórnskipulegur vandi blasir við Stjórnskipulegur vandi blasir við ef einhver dómari höfðar mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar kjaradóms um laun dómara segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Innlent 30.1.2006 06:49 Herra Ísland segist ekki hafa brotið samninginn Ólafur Geir Jónsson, fyrrum Herra Ísland, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að hann hafi verið sviptur titlinum. Innlent 29.1.2006 17:39 Íslendingar ljúki háskólagráðum á svipuðum tíma og aðrir Prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands segir það ekki alls kostar rétt að íslenskir nemendur ljúki námi seinna og skili sér seinna út á vinnumarkaðinn en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum, eins og haldið hefur verið fram. Íslensk ungmenni ljúki almennt stúdentsprófi seinna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum en ef menn skoði sambærilegar gráður á háskólastigi þá ljúki Íslendingar þeim gráðum á svipuðum tíma. Innlent 29.1.2006 16:19 Danski fáninn brenndur í Palestínu Danski fáninn var brenndur í Palestínu í dag í mótmælaskyni við skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Vopnaðir menn í Nablus á Vesturbakkanum stóðu fyrir uppátækinu en mikil reiði ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna sem birtar voru í haust. Erlent 29.1.2006 15:07 Björn Ingi gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. Björn Ingi Hrafnsson gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. Gunnarsson, þingmanns Framsóknarflokksins, um að hópur forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Innlent 29.1.2006 13:13 Opið í Hlíðarfjalli í dag Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá klukkan 10-17 samkvæmt tilkynningu frá staðarhöldurum. Klukkan 8 var 7 stiga hiti og nánast logn. Í tilkynningunni segir að það sé sannkallað vorfæri í brekkunum og snjórinn því orðinn töluvert blautur. Innlent 29.1.2006 10:51 Síðari umferð forsetakosninga í Finnlandi í dag Síðari umferð finnsku forsetakosninganna fara fram í dag en Törju Halonen tókst ekki að fá hreinan meirihluta í fyrri umferðinni sem fram fór fyrir tveimur vikum. Kosið verður á milli hennar og hægri mannsins Sauli Ninistoo en ekki er marktækur munur á fylgi þeirra samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Erlent 29.1.2006 10:02 Enn vandræði við réttarhöldin yfir Saddam Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust að nýju í morgun eftir stutt hlé. En gamanið stóð stutt að þessu sinni, því Hussein yfirgaf réttarsalinn í mótmælaskyni stuttu eftir að réttur var settur, í kjölfar þess að verjendur hans höfðu stormað út úr salnum. Erlent 29.1.2006 09:57 Baldvin hlutskarpastur í forvali VG á Akureyri Baldvin H. Sigurðsson sigraði í forvali Vinstri - grænna fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri í gær. Hann fékk 60 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi varð í öðru sæti en hún sóttist eins og Baldvin eftir að leiða listann. Innlent 29.1.2006 09:53 Sameining samþykkt nyrðra Yfirgnæfandi meirihluti Siglfirðinga og Ólafsfirðing samþykkti í gær að sameina sveitarfélögin. 86 prósent Siglfirðinga sögðu já í sameiningarkosningunum og 77 prósent Ólafsfirðinga. Kjörsókn á Siglufirði var rúmlega 60 prósent og um 70 prósent á Ólafsfirði. Innlent 29.1.2006 09:56 Björn Ingi leiðir framsóknarmenn í Reykjavík Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Innlent 29.1.2006 09:49 Sextíu látnir eftir að þak sýningarhallar hrundi í Póllandi Sextíu lík hafa fundist í rústum sýningarhallarinnar í Katowice í Póllandi en þak hennar hrundi í gær. Grimmdargaddur er á þessum slóðum og því er lítil von til að fleiri finnst þar á lífi. Erlent 29.1.2006 09:45 Eldfimt ástand í Palestínu Ástandið í Palestínu er eldfimt í kjölfar þingkosninga í síðustu viku. Slegið hefur í brýnu milli Hamas-liða, sem sigruðu, og stuðningsmanna Fatah. Íslenskur lektor segir hættu á að almenningur missi tiltrú á Hamas-samtökunum. Erlent 28.1.2006 18:37 50 slösuðust þegar þak sýningarhallar hrundi í Póllandi Að minnsta kosti 50 manns slösuðust þegar þak á sýningarhöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver hafi látið lífið í slysinu og ekki hefur verið staðfest hve margir voru í bygginguni þegar þakið hrundi, en fregnir herma að á bilinu 500 til 1000 manns hafi verið þar. Erlent 28.1.2006 18:32 Kjörsókn ívið meiri á Ólafsfirði en Siglufirði Kjörsókn er ívíð meiri á Ólafsfirði en Siglufirði í sameiningarkosningum sem fram fara þar í dag. Að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði, var kjörsókn um 50 prósent á Siglufirði rétt fyrir sex en á Ólafsfirði var hún 63 prósent. 1711 manns eru á kjörskrá og verði af sameiningu verður til um 2.300 manna sveitarfélag. Innlent 28.1.2006 18:06 30 hið minnsta slasaðir Þakið á Kauphöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag. Um 500 manns eru sagðir hafa verið í húsinu og greinir Sky-fréttastöðin frá því að að minnsta kosti þrjátíu séu slasaðir. Erlent 28.1.2006 18:04 Samþykkt að hækka einnig laun hinna lægst launuðu Launanefnd sveitarfélaga hefur samþykkt að heimila sveitarfélögum að hækka laun þeirra starfsmanna sveitarfélaganna sem lægst hafa launin. Þær hækkanir ná aðeins til þeirra starfsmanna sveitarfélaganna sem eru með undir 140 þúsund krónur í strípuð byrjunarlaun. Þá er átt við starfsmenn þar sem launamyndunarþættir eins og aldurstengdar launahækkanir hafa ekki tekið gildi. Innlent 28.1.2006 17:53 Þakið á Kauphöllinni í Póllandi hrundi Þakið á Kauphöllinni í Póllandi hrundi nú fyrir stundu. Um 500 manns eru sagðir hafa verið í húsinu. Sky-fréttastöðin greinir frá þessu. Erlent 28.1.2006 17:05 Um tvö þúsund hafa kosið í prófkjöri Framsóknar Um tvö þúsund manns höfðu klukkan fjögur greitt atkvæði í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, samkvæmt upplýsingum Ragnars Þorgeirssonar, formanns kjörnefndar. Kosið er í anddyri Laugardalshallarinnar og stendur kjörfundur til klukkan sex, en fljótlega eftir það er von á fyrstu tölum. Innlent 28.1.2006 16:33 98,5% kvenna í Fjarðabyggð finnst álversstörf eftirsóknarverð Nánast hverri einustu konu í Fjarðabyggð finnst eftisóknarvert að vinna við álverið sem verið er að reisa fyrir austan. Þetta segir, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Innlent 28.1.2006 16:08 Laun leikskólakennara hækka um 12 prósent að meðaltali Laun leikskólakennara hækka að meðaltali um 12 prósent samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi Launanefndar sveitarfélaganna í morgun. Kjör leikskólakennara verða þau sömu og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn fengu í kjarasamningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og Stafsmannafélag Reykjavíkurborgar í desember en launahækkununum verður náð með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Innlent 28.1.2006 15:50 5 létu lífið í rútuslysi í Alicante Að minnsta kosti 5 létu lífið og 30 slösuðust, þar af 7 alvarlega, þegar rúta með hóp eldri kvenna um borð valt á suð-austur Spáni í dag. Slysið var í Alicante-héraði. Konurnar voru á ferðalagi til bæjarins Alcantarilla. Erlent 28.1.2006 15:48 Kjörsókn þokkaleg fyrir norðan Kjörsókn í sameiningarkosningum á Siglufirði og Ólafsfirði hefur verið með þokkalegasta móti það sem af er degi, að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði. Hann áætlar að um þriðjungur kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn frá því að kjörstaðir voru opnaðir klukkan tíu í morgun en kjörstöðum verður lokað klukkan átta. Innlent 28.1.2006 15:01 Fjórum gíslum hótað lífláti Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband sem sýnir 4 starfsmenn kristilegar samtaka sem eru í haldi mannræningja í Írak. Þeim er hótað lífláti ef bandarískar hersveitir láti ekki íraska fanga lausa. Erlent 28.1.2006 14:10 Lögðu þinghús undir sig Byssumenn á vegum Fatah-hreyfingarinnar og palestínskar lögreglusveitir tóku völdin í byggingum þings Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gasaströndinni um hádegisbilið í dag. Það varði þó í skamma stund. Vildu þeir vekja athylgi á andúð sinni á Hamas-samtökunum, sem unnu stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í vikunni. Erlent 28.1.2006 14:04 Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Innlent 28.1.2006 14:00 14 lið í snjóskurðarkeppni 14 lið víðsvegar að úr heiminum komu saman í Colorado í Bandaríkjunum í vikunni til að taka þátt í snjóskurðarkeppni sem þar er haldin. Hvert keppnislið fékk 65 klukkustundir til að ljúka við listaverk sem er skorið úr 20 tonna snjóklumpi. Erlent 28.1.2006 14:00 LN heimilar sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara Launanefnd sveitarfélaganna ákvað á fundi sínum í morgun að heimila sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Gildistími launaviðbótanna er frá upphafi þessa árs til 30. september þegar kjarasamningur Félags leikskólakennara við launanefndina rennur út. Það er því á herðum sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvort og þá hve mikið laun leikskólakennara hækka. Innlent 28.1.2006 13:37 130 einbýlishúsalóðir runnu út 130 einbýlishúsalóðir sem Reykjanesbær auglýsti í vikunni eingöngu til einstaklinga runnu út á tveimur dögum. Mikill uppgangur er í bæjarfélaginu og hefur lóðum fyrir vel á annað þúsund íbúðir verið úthlutað að undanförnu. Innlent 28.1.2006 12:49 « ‹ ›
Fundu 20 grömm af kókaíni Lögreglumenn fundu að minnstakosti tuttugu grömm af efni, sem talið er vera kókaín, þegar hún var að hreinsa út úr fíkniefnagreni í Austurborignni seint í nótt. Eigandi efnisins var meðal gesta í húsinu og er hann í haldi lögreglu. Hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnið, enda eru menn víst ekki að rúnta með svona mikið efni í einu í bílumn sínum, ef þeir ætla þau til eigin nota. Innlent 30.1.2006 07:31
Stjórnskipulegur vandi blasir við Stjórnskipulegur vandi blasir við ef einhver dómari höfðar mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar kjaradóms um laun dómara segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Innlent 30.1.2006 06:49
Herra Ísland segist ekki hafa brotið samninginn Ólafur Geir Jónsson, fyrrum Herra Ísland, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að hann hafi verið sviptur titlinum. Innlent 29.1.2006 17:39
Íslendingar ljúki háskólagráðum á svipuðum tíma og aðrir Prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands segir það ekki alls kostar rétt að íslenskir nemendur ljúki námi seinna og skili sér seinna út á vinnumarkaðinn en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum, eins og haldið hefur verið fram. Íslensk ungmenni ljúki almennt stúdentsprófi seinna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum en ef menn skoði sambærilegar gráður á háskólastigi þá ljúki Íslendingar þeim gráðum á svipuðum tíma. Innlent 29.1.2006 16:19
Danski fáninn brenndur í Palestínu Danski fáninn var brenndur í Palestínu í dag í mótmælaskyni við skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Vopnaðir menn í Nablus á Vesturbakkanum stóðu fyrir uppátækinu en mikil reiði ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna sem birtar voru í haust. Erlent 29.1.2006 15:07
Björn Ingi gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. Björn Ingi Hrafnsson gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. Gunnarsson, þingmanns Framsóknarflokksins, um að hópur forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Innlent 29.1.2006 13:13
Opið í Hlíðarfjalli í dag Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá klukkan 10-17 samkvæmt tilkynningu frá staðarhöldurum. Klukkan 8 var 7 stiga hiti og nánast logn. Í tilkynningunni segir að það sé sannkallað vorfæri í brekkunum og snjórinn því orðinn töluvert blautur. Innlent 29.1.2006 10:51
Síðari umferð forsetakosninga í Finnlandi í dag Síðari umferð finnsku forsetakosninganna fara fram í dag en Törju Halonen tókst ekki að fá hreinan meirihluta í fyrri umferðinni sem fram fór fyrir tveimur vikum. Kosið verður á milli hennar og hægri mannsins Sauli Ninistoo en ekki er marktækur munur á fylgi þeirra samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Erlent 29.1.2006 10:02
Enn vandræði við réttarhöldin yfir Saddam Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust að nýju í morgun eftir stutt hlé. En gamanið stóð stutt að þessu sinni, því Hussein yfirgaf réttarsalinn í mótmælaskyni stuttu eftir að réttur var settur, í kjölfar þess að verjendur hans höfðu stormað út úr salnum. Erlent 29.1.2006 09:57
Baldvin hlutskarpastur í forvali VG á Akureyri Baldvin H. Sigurðsson sigraði í forvali Vinstri - grænna fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri í gær. Hann fékk 60 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi varð í öðru sæti en hún sóttist eins og Baldvin eftir að leiða listann. Innlent 29.1.2006 09:53
Sameining samþykkt nyrðra Yfirgnæfandi meirihluti Siglfirðinga og Ólafsfirðing samþykkti í gær að sameina sveitarfélögin. 86 prósent Siglfirðinga sögðu já í sameiningarkosningunum og 77 prósent Ólafsfirðinga. Kjörsókn á Siglufirði var rúmlega 60 prósent og um 70 prósent á Ólafsfirði. Innlent 29.1.2006 09:56
Björn Ingi leiðir framsóknarmenn í Reykjavík Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Innlent 29.1.2006 09:49
Sextíu látnir eftir að þak sýningarhallar hrundi í Póllandi Sextíu lík hafa fundist í rústum sýningarhallarinnar í Katowice í Póllandi en þak hennar hrundi í gær. Grimmdargaddur er á þessum slóðum og því er lítil von til að fleiri finnst þar á lífi. Erlent 29.1.2006 09:45
Eldfimt ástand í Palestínu Ástandið í Palestínu er eldfimt í kjölfar þingkosninga í síðustu viku. Slegið hefur í brýnu milli Hamas-liða, sem sigruðu, og stuðningsmanna Fatah. Íslenskur lektor segir hættu á að almenningur missi tiltrú á Hamas-samtökunum. Erlent 28.1.2006 18:37
50 slösuðust þegar þak sýningarhallar hrundi í Póllandi Að minnsta kosti 50 manns slösuðust þegar þak á sýningarhöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver hafi látið lífið í slysinu og ekki hefur verið staðfest hve margir voru í bygginguni þegar þakið hrundi, en fregnir herma að á bilinu 500 til 1000 manns hafi verið þar. Erlent 28.1.2006 18:32
Kjörsókn ívið meiri á Ólafsfirði en Siglufirði Kjörsókn er ívíð meiri á Ólafsfirði en Siglufirði í sameiningarkosningum sem fram fara þar í dag. Að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði, var kjörsókn um 50 prósent á Siglufirði rétt fyrir sex en á Ólafsfirði var hún 63 prósent. 1711 manns eru á kjörskrá og verði af sameiningu verður til um 2.300 manna sveitarfélag. Innlent 28.1.2006 18:06
30 hið minnsta slasaðir Þakið á Kauphöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag. Um 500 manns eru sagðir hafa verið í húsinu og greinir Sky-fréttastöðin frá því að að minnsta kosti þrjátíu séu slasaðir. Erlent 28.1.2006 18:04
Samþykkt að hækka einnig laun hinna lægst launuðu Launanefnd sveitarfélaga hefur samþykkt að heimila sveitarfélögum að hækka laun þeirra starfsmanna sveitarfélaganna sem lægst hafa launin. Þær hækkanir ná aðeins til þeirra starfsmanna sveitarfélaganna sem eru með undir 140 þúsund krónur í strípuð byrjunarlaun. Þá er átt við starfsmenn þar sem launamyndunarþættir eins og aldurstengdar launahækkanir hafa ekki tekið gildi. Innlent 28.1.2006 17:53
Þakið á Kauphöllinni í Póllandi hrundi Þakið á Kauphöllinni í Póllandi hrundi nú fyrir stundu. Um 500 manns eru sagðir hafa verið í húsinu. Sky-fréttastöðin greinir frá þessu. Erlent 28.1.2006 17:05
Um tvö þúsund hafa kosið í prófkjöri Framsóknar Um tvö þúsund manns höfðu klukkan fjögur greitt atkvæði í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, samkvæmt upplýsingum Ragnars Þorgeirssonar, formanns kjörnefndar. Kosið er í anddyri Laugardalshallarinnar og stendur kjörfundur til klukkan sex, en fljótlega eftir það er von á fyrstu tölum. Innlent 28.1.2006 16:33
98,5% kvenna í Fjarðabyggð finnst álversstörf eftirsóknarverð Nánast hverri einustu konu í Fjarðabyggð finnst eftisóknarvert að vinna við álverið sem verið er að reisa fyrir austan. Þetta segir, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Innlent 28.1.2006 16:08
Laun leikskólakennara hækka um 12 prósent að meðaltali Laun leikskólakennara hækka að meðaltali um 12 prósent samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi Launanefndar sveitarfélaganna í morgun. Kjör leikskólakennara verða þau sömu og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn fengu í kjarasamningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og Stafsmannafélag Reykjavíkurborgar í desember en launahækkununum verður náð með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Innlent 28.1.2006 15:50
5 létu lífið í rútuslysi í Alicante Að minnsta kosti 5 létu lífið og 30 slösuðust, þar af 7 alvarlega, þegar rúta með hóp eldri kvenna um borð valt á suð-austur Spáni í dag. Slysið var í Alicante-héraði. Konurnar voru á ferðalagi til bæjarins Alcantarilla. Erlent 28.1.2006 15:48
Kjörsókn þokkaleg fyrir norðan Kjörsókn í sameiningarkosningum á Siglufirði og Ólafsfirði hefur verið með þokkalegasta móti það sem af er degi, að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði. Hann áætlar að um þriðjungur kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn frá því að kjörstaðir voru opnaðir klukkan tíu í morgun en kjörstöðum verður lokað klukkan átta. Innlent 28.1.2006 15:01
Fjórum gíslum hótað lífláti Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband sem sýnir 4 starfsmenn kristilegar samtaka sem eru í haldi mannræningja í Írak. Þeim er hótað lífláti ef bandarískar hersveitir láti ekki íraska fanga lausa. Erlent 28.1.2006 14:10
Lögðu þinghús undir sig Byssumenn á vegum Fatah-hreyfingarinnar og palestínskar lögreglusveitir tóku völdin í byggingum þings Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gasaströndinni um hádegisbilið í dag. Það varði þó í skamma stund. Vildu þeir vekja athylgi á andúð sinni á Hamas-samtökunum, sem unnu stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í vikunni. Erlent 28.1.2006 14:04
Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Innlent 28.1.2006 14:00
14 lið í snjóskurðarkeppni 14 lið víðsvegar að úr heiminum komu saman í Colorado í Bandaríkjunum í vikunni til að taka þátt í snjóskurðarkeppni sem þar er haldin. Hvert keppnislið fékk 65 klukkustundir til að ljúka við listaverk sem er skorið úr 20 tonna snjóklumpi. Erlent 28.1.2006 14:00
LN heimilar sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara Launanefnd sveitarfélaganna ákvað á fundi sínum í morgun að heimila sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Gildistími launaviðbótanna er frá upphafi þessa árs til 30. september þegar kjarasamningur Félags leikskólakennara við launanefndina rennur út. Það er því á herðum sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvort og þá hve mikið laun leikskólakennara hækka. Innlent 28.1.2006 13:37
130 einbýlishúsalóðir runnu út 130 einbýlishúsalóðir sem Reykjanesbær auglýsti í vikunni eingöngu til einstaklinga runnu út á tveimur dögum. Mikill uppgangur er í bæjarfélaginu og hefur lóðum fyrir vel á annað þúsund íbúðir verið úthlutað að undanförnu. Innlent 28.1.2006 12:49