Fréttir

Fréttamynd

Skortur á lagaramma um eldri námur

Skortur á lagaramma um eldri námur, eins og Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, varð til þess að bæjarstjórn Ölfus ákvað að leyfa efnistöku á brún Ingólfsfjalls. Bæjarstjóri Ölfuss kallar eftir lagasetningu um námurnar.

Innlent
Fréttamynd

Fátæk börn í boltagerð

Alþjóðleg barnaverndarsamtök reyna nú að beina athygli heimsbyggðarinnar frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta og að fátækum börnum í Indlandi sem strita við að handsauma boltana við hörmuleg vinnuskilyrði.

Innlent
Fréttamynd

Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra

Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins munu taka gildi á morgun. Af því tilefni munu samtökin ' 78 efna til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kennsla á skyndihjálp bjargar

Átta ára drengur bjargaði móður sinni með snarræði þegar hann sprautaði hana meðvitundarlausa með adrenalíni á örlagastundu. Fræðsla í skyndihjálp skipti sköpum um líf eða dauða.

Innlent
Fréttamynd

Mona Lisa fær rödd

Síðustu fimm hundruð árin hefur Móna Lísa brosað sínu leyndardómsfulla brosi án þess að mæla orð af munni. Þangað til nú.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjan var ekta

Norðmaðurinn, sem fannst gyrtur sprengjubelti á bílastæði í einu af úthverfum Stokkhólms í gær, kom til Svíþjóðar fyrir helgi til að innheimta fíkniefnaskuld.

Erlent
Fréttamynd

Tap vegna Straumsvíkur hálfur milljarður

Landsvirkjun verður að líkindum af um hálfum milljarði króna í sölutekjum frá álverinu í Straumsvík vegna óhappsins á dögunum. Stjórn fyrirtækisins felldi í dag tillögur um að svipta leyndinni af orkusölusamningunum til Alcoa.

Innlent
Fréttamynd

Rússneski flotinn kemur í haust

Rússneski flotinn verður með umfangsmikla flotaæfingu rétt við strönd Íslands í haust, skömmu eftir að bandaríski herinn fer af landinu. Hér á landi hafa menn áhyggjur á mengunarhættu kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta flotans sem ekki eru talin vera í sem bestu ástandi. Verið er að ganga frá samningum um leigu á fjórðu þyrlunni í þyrlubjörgunarsveit Gæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra

Nýju lögin um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins munu taka gildi á morgun. Af því tilefni munu samtökin ' 78 efna til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skæruliðarnir setja fram kröfur

Ísraelsk stjórnvöld undirbúa víðtækar hernaðaraðgerðir gegn palestínskum skæruliðum sem í gær tóku ísraelskan hermann í gíslingu. Þeir segja að engar upplýsingar verði gefnar um afdrif hans fyrr en palestínskar konur og börn verði látin laus úr fangelsum Ísraela

Erlent
Fréttamynd

Flugmaður í átökum

Persónuvernd hefur úrskurðað að sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli hafi verið óheimilt að senda yfirmanni flugmanns hjá Icelandair skýrslu um meint átök hans og starfsmanns IGS síðast liðið sumar.

Innlent
Fréttamynd

20.000 undirskriftir safnast í undirskriftarsöfnun

Yfir 20 þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftarsöfnun samtakanna Blátt áfram þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústsonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um afnám fyrningarfresta í kynferðisbrotum gegn börnum.

Innlent
Fréttamynd

Reykhólahreppur dæmdur til greiðslu bóta

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að ekki sé leyfilegt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar og eða hjúkrunarstarfa nema að undangengin auglýsing hafi ekki borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Raforkuverð Alcoa ekki gert opinbert

Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í dag að það raforkuverð sem Alcoa greiðir til Landsvirkjunar verði ekki gert opinbert. Helgi Hjörvar, stjórnarmaður í stjórn Landsvirkjunar, lagði tillöguna fram eftir að forstjóri Alcoa sagði fyrirtækið greiða helmingi hærra verð fyrir raforku til álvers í Brasilíu. Hann hefur síðan sagt að hann hafi farið með rangt mál.

Innlent
Fréttamynd

GPS-tæki fræðir farþegana

Avis-bílaleigan á Íslandi býður nú upp á nýja tækni sem hefur verið þróuð þar sem rödd fararstjóra hefur verið tengd við GPS-tæki. Tækið virkar þannig að þegar bíllinn er við sögufrægan stað hefur tækið upp raust sína og segir farþegum allt það helsta frá viðkomandi stað

Innlent
Fréttamynd

Tveir drengir særðust í sprengjuárás

Tveir drengir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bílalest nálægt bandrískri herstöð í Bagram, norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Að sögn afganskra stjórnvalda var um sjálfsvígssprengjuárás að ræða og árásarmaðurinn sá eini sem lést.

Erlent
Fréttamynd

Alkatiri segir af sér

Miri Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, hefur sagt af sér embætti svo hægt verði að tryggja frið í landinu. Þetta tilkynnti hann óvænt á blaðamannafundi í höfuðborginni Dili í morgun. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur verið gerður ábyrgur fyrir mannskæðum átökum í landinu síðustu vikur.

Erlent
Fréttamynd

Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað

Ísraelsk stjórnvöld hóta grimmilegum hefndaraðgerðum verði ungur ísraelskur hermaður, sem herskáir Palestínumenn rændu í gær, ekki látinn laus þegar í stað. Spenna hefur magnast við landamærin að Gaza-svæðinu síðasta sólahringinn vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Þróa nýtt lyf við astma

Allt útlit er fyrir að nýtt lyf við astma komi á markað innan fárra ára. Þróun lyfsins er komin langt á veg en lyfið hefur jákvæð áhrif á bólguþátt sem tengist astma en er þó ekki steralyf. Íslensk erfðagreining hóf lyfjaprófanir á tilraunalyfi við astma í maí 2005 í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnendur Baugs vildu semja við Jón Gerald

Stjórnendur Baugs vildu semja við Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga sinn, um uppgjör á öllum skuldum og skuldbindingum við hann eftir að Baugur höfðaði mál á hendur Jóni Gerald í Flórída á sínum tíma. Þetta kemur fram í viðtali við Jón í Morgunblaðinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ósamið við alla ríkisstarfsmenn

Ósamið er við alla ríkisstarfsmenn eftir að samkomulag náðist á hinum almenna vinnumarkaði um að framlengja kjarasamninga. Starfsmannafélag ríkisstarfsmanna hefur óskað eftir launaviðræðum við fjármálaráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að bæta viðskiptavinum sínum upp álagninguna

Eigandi Bæjarins bestu hyggst bæta viðskiptavinum sínum upp óvænta og stórfellda verðhækkun á pylsu og kók aðfaranótt sunnudags. Starfsmaður í afleysingum ákvað upp á sitt einsdæmi að setja næturálagningu á þennan þjóðarrétt Íslendinga umrædda nótt.

Innlent
Fréttamynd

Álverð lækkaði um 23 prósent

Verð á flestum málmum hefur lækkað stöðugt síðan það náði hámarki um miðjan maí. Álverð er þar engin undantekning. Tonnið kostaði um 3.185 dali, jafnvirði tæpra 242.000 íslenskra króna, um miðjan mánuðinn en er nú komið í 2.450 dali, eða 186.000 krónur. Lækkunin nemur 23 prósentum. Verðið er engu að síður hátt miðað við verðþróun undanfarinna ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri karlar í atvinnuleit

Heldur fleiri karlar en konur voru að leita sér að starfi hér á landi í apríl og maí sl., eða 12% karla og 8% kvenna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Jafnréttisráð. Ekki er marktækur munur milli kynja á því hvort skipt hafi verið um vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

22 fórust í flóðum á Indónesíu

Að minnsta kosti tuttugu og tveir fórust í flóðum á Indónesíu um liðna helgi en þar hefur rignt töluvert að undanförnu. Rigningartímabil stendur nú yfir og verða þá oft aurskriður og flóð á Indónesíu.

Erlent
Fréttamynd

Gefur 2.800 milljarða til góðgerðarmála

Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett, annar ríkasti maður í heimi, hefur ákveðið að gefa jafnvirði rúmlega 2.800 milljarða íslenskra króna til góðgerðarmála. Buffett hefur áður sagt að stærstum hluta auðæfa sinna yrði varið til góðra verka eftir dauða sinn.

Erlent