Fréttir

Fréttamynd

Krytur við upphaf viðræðna

Tveir stærstu stjórnmálaflokkar Ísraels hafa sett sér tveggja vikna tímamörk fyrir því að ná samkomulagi um aðkomu Verkamannaflokksins að ríkisstjórn. Frammámenn í báðum flokkum ítrekuðu þó í gær að mörg ljón væru í veginum fyrir samkomulagi.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður um lyfjaverð

Nú standa yfir viðræður á milli félags íslenskra stórkaupmanna og heilbriðgðisráðuneytisins um lækkun á lyfjaverði. Félag íslenskra stórkaupmanna vill afnema svokallað viðmiðunarverð á lyfjum og koma nýju kerfi á laggirnar.

Innlent
Fréttamynd

Filippseyingar heim á morgun

Filippseysk stjórnvöld segja að hermenn þeirra yfirgefi Írak á morgun til að lífi filippseyska gíslsins sem er í haldi írakskra mannræningja verði þyrmt. Ræningjarnar hafa hótað að afhöfða manninn verði hermennirnir ekki kvaddir heim fyrir 20. júlí.  

Erlent
Fréttamynd

Bílvelta á Hellisheiði í morgun

Fólksbifreið valt út af veginum í Hveradalabrekku á Hellisheiði um klukkan hálfsjö í morgun. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaðurinn, eldri karlmaður, hafi misst stjórn á bifreiðinni og endaði hún á hvolfi utan vegar.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur heimsbikarmeistari

Haraldur Pétursson varð heimsbikarmeistari í torfæruakstri í gær en hann sigraði með glæsibrag í keppni sem fram fór við Stapafell á Reykjanesi. Haraldur er með fullt hús stiga í keppninni og enginn getur náð honum að stigum þegar fjórða og síðasta umferð heimsbikarsins fer fram á Hellu.

Innlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bifreið

Umferðaróhapp varð við Fornahvamm í gærmorgun. Ökumaður bifreiðar missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi og lenti í Norðurá.

Innlent
Fréttamynd

Náttúruhamfarir víða um heim

Manntjón hefur orðið í náttúruhamförum víðs vegar um veröldina undanfarna daga. Slökkviliðsmenn hafa barist við skógarelda í Bandaríkjunum, fimmtán hafa látist í flóðum í Japan og að minnsta kosti sex hafa týnt lífi í ofsaveðri í Síberíu.

Erlent
Fréttamynd

Rússneskur ritstjóri myrtur

Ritstjóri rússnesks menningartímarits fannst myrtur í miðborg Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í gær. Maðurinn, <span class="frettatexti">Pail Peloyan að nafni,</span> hafði verið stunginn nokkrum sinnum í brjóstið og bar þess merki að hafa verið sleginn ítrekað í andlitið.

Erlent
Fréttamynd

Kveikt í skrifstofum á Gasa

Liðsmenn Fatah-hreyfingar Jassers Arafats, forseta Palestínu, kveiktu í skrifstofum heimastjórnar Palestínumanna á Gasasvæðinu í dag.Mikil reiði er meðal Palestínumanna vegna þeirra breytinga sem Arafat gerði á öryggissveitum heimastjórnarinnar. Stjórnarkreppa er í landinu og neyðarástand ríkir í Gasaborg. 

Erlent
Fréttamynd

Aflífaður fyrir nauðgunartilraun

Maður sem sekur var um tilraun til að nauðga konu var hálshöggvinn í borginni Ríad í Sádi Arabíu í dag. Maðurinn hafði brotist ölvaður inn á heimili konunnar, stungið hana hnífi í hálsinn og hótað að myrða börnin hennar. Konan veitti manninum mótþróa og tókst honum ekki að koma fram vilja sínum við hana.

Erlent
Fréttamynd

Treysta Blair ekki í annað stríð

Meirihluti breskra kjósenda treystir Tony Blair forsætisráðherra ekki lengur til að leiða land sitt í stríð samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtist í Sunday Times. 57 prósent segjast ekki myndu treysta Blair ef kæmi til annars stríðs og aðeins 31 prósent sagðist treysta honum til að leiða landið í öðru stríði.

Erlent
Fréttamynd

Kvartað yfir vef Morgunblaðsins

Fasteignabankinn Habil.is hefur kvartað við Samkeppnisstofnun yfir fasteignavef Morgunblaðsins og krefst þess að rekstur hans verði aðgreindur frá rekstri blaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Kafarar fengnir til leitar

Kafarar verða að öllum líkindum fengnir í dag til þess að leita að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í rúmar tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu átt að vita betur

Fyrrum vopnaeftirlitssérfræðingur Bandaríkjanna, David Kay, segir að George W. Bush og Tony Blair hefðu átt að gera sér grein fyrir því áður en þeir hófu stríðið í Írak að upplýsingar um gjöreyðingavopn Íraka hefðu verið byggðar á veikum grunni og að ekkert benti til að Saddam Hussein ógnaði öryggi Vesturlanda.

Erlent
Fréttamynd

Myrti a.m.k. 19 manns

Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið 34 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa myrt a.m.k. 19 manns og yrði, ef rétt reynist, mesti raðmorðingi í sögu landsins. Lögreglan segir rökstuddan grun um að hann hafi myrt 15 manns á innan við ári, aðallega konur, en einnig roskið fólk í hverfi velstæðs fólks í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Danir vilja hvalveiðar að nýju

Danir ætla að leggja fram tillögu í Alþjóða hvalveiðiráðinu sem á að liðka fyrir því að hvalveiðar í viðskiptaskyni geti hafist að nýju eftir tæplega tveggja áratuga hvalveiðibann. Samkvæmt fréttum á vefsíðu Politiken í Danmörku hefur tillögu þar að lútandi verið dreift til aðildarríkja ráðsins fyrir fund þess sem fram fer síðar í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla málsmeðferð

Mannréttindahópar hafa lýst áhyggjum af því hver verður framgangur réttarhalda yfir írönskum fangaverði sem er sakaður um að hafa myrt íransk-kanadískan ljósmyndara.

Erlent
Fréttamynd

Baldur stofnar hreyfingu

Baldur Ágústsson, sem freistaði þess að verða forseti íslensku þjóðarinnar fyrir tæpum mánuði, hefur stofnað hreyfingu einstaklinga sem vilja bæta íslenskt samfélag. Hann segist hafa fundið mikinn hljómgrunn á meðal fólks um baráttumál sín í kosningabaráttunni, t.a.m. skuldasöfnun ungmenna, aðbúnað aldraðra, fátækt og fíkniefnavandann.

Innlent
Fréttamynd

Gistihús fái ekki rekstrarleyfi

Framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda vill taka upp þá reglu að þau gistihús sem ekki uppfylli kröfur um brunavarnir fái ekki rekstrarleyfi. Þetta er mun harðari afstaða en sú sem Brunamálastofnun hefur. 

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður áratugsvinnu

Formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins leggur til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á nýjan leik eftir tæplega tveggja áratuga hvalveiðibann á ársfundi ráðsins sem hefst í Sorrento á Ítalíu á morgun. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar í Alþjóða hvalveiðiráðinu, segir tillögurnar í raun vera niðurstöðu áratugsvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Auðlindir á afsláttarverði

"Mér líst auðvitað ekkert á þessar framkvæmdir. Þetta eru ferleg vinnubrögð og Landsvirkjun hefur yfirleitt komist upp með svona lagað í gegnum tíðina," segir Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði í Skriðdal.

Innlent
Fréttamynd

Hart sótt að Arafat

Staða Jasser Arafats, leiðtoga Palestínumanna, er erfiðari en hún hefur verið um margra ára skeið. Mikillar óánægju gætir með spillingu sem þykir hafa vaðið uppi innan heimastjórnarinnar auk þess sem hópar Palestínumanna keppast nú um að tryggja sér áhrif í aðdraganda þess að Ísraelar draga sig á brott frá Gazasvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

11 látast í árás Bandaríkjamanna

Bandaríkjaher felldi ellefu Íraka í loftárás á hús í Fallúja í morgun. Upplýsingar um tölu fallinna komu frá lækni á aðalsjúkrahúsi borgarinnar og Bandaríkjaher hefur staðfest að hafa staðið fyrir loftárásinni. 

Erlent
Fréttamynd

Hvalveiðar verði leyfðar á ný

Formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins ætlar að leggja til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný á ársfundi ráðsins sem hefst á morgun. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir þetta stærsta skrefið í baráttunni fyrir hvalveiðum í áratug. Samtök ferðaþjónustunnar fagna því ef sátt næst um hvalveiðar.

Innlent
Fréttamynd

6 látnir og 40 slasaðir í bílslysi

Að minnsta kosti sex létust og um 40 slösuðust í tuttugu bíla árekstri fyrir sunnan Róm á Ítalíu í dag. Ekki er vitað um tildrög slyssins en getgátur eru uppi um að hraðakstur eigi hlut að máli, ellegar að reykur vegna bruna nálægt hraðbrautinni hafi truflað einhverja ökumenn.

Erlent
Fréttamynd

Sundgarpur í borginni

Rétt fyrir sjö í gærmorgun var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um mann sem hafði hent sér í sjóinn við Reykjavíkurhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Dregið í opnunarleik Vísis

Búið er að draga úr skráningum sem bárust í opnunarleik Vísis sem efnt var til vegna opnunar nýs og glæsilegs vefs, www.visir.is 16. júní síðastliðinn. Samtals skráðu sig rúmlega 11.000 manns og voru fimm heppnir þátttakendur dregnir út.

Innlent
Fréttamynd

Neikvæð þróun

"Almennt séð finnst mér þetta vera neikvæð þróun," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Það verður auðvitað erfitt að halda landinu í byggð ef yngra fólkið flyst þaðan."

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun þvingar ekki bændur

Landsvirkjun mótmælir því að fyrirtækið neyði bændur á Austurlandi til samninga þrátt fyrir að til standi að óska eftir eignarnámi á jörðum þeirra. Talsmaður fyrirtækisins segir eðlilega staðið að málum.

Innlent
Fréttamynd

"Ég ætlaði ekki að drepa hann"

25 ára gömul kona sem stakk félaga sinn í kviðinn aðfararnótt laugardags segist ekki hafa ætlað að drepa vin sinn. "Ég ætlaði ekki að drepa hann. Vildi bara hefna mín. Ég læt ekki brjóta á mér höndina og brosi," segir konan í viðtali við DV í dag.

Innlent