Fréttir Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:47 Verðsamráð loðnuútgerða? Ýmsir sjómenn á loðnuflotanum telja að loðnubræðslurnar og útgerðin hafi með sér verðsamráð um greiðslur til sjómanna og séu þannig að skammta sér hagnað á kostnað sjómanna. Við upphaf vertíðar voru greiddar um sjö þúsund krónur fyrir tonnið í bræðslu en nú er verðið komið niður fyrir sex þúsund krónur. Innlent 13.10.2005 18:47 Líklegar til að fá lungnakrabba Íslenskar konur eru næstlíklegastar allra kvenna í Evrópu til þess að fá krabbamein í lungu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið <em>Telegraph</em> greinir frá í dag. Innlent 13.10.2005 18:47 Lögreglustjóri átalinn harðlega Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Innlent 13.10.2005 18:48 Sharon líklega ekki ákærður Dómsmálaráðherra Ísraels mun líklega ekki ákæra Ariel Sharon vegna meintrar fjármálaspillingar frá árinu 1999. Þetta sögðu heimildarmenn innan dómsmálaráðuneytis Ísraela í morgun. Erlent 13.10.2005 18:47 Meðlimir ETA handteknir Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum. Erlent 13.10.2005 18:47 16 milljónir í bætur vegna slyss Hæstiréttur hefur dæmt Útgerðarfélag Akureyringa til að greiða fyrrum háseta á Hólmadrangi sextán milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð um borð í skipinu haustið 1999. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 18:48 Vilja algert reykingabann Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Það sama á við þjónustusvæði utanhúss, séu þau undir föstu eða færanlegu þaki. Innlent 13.10.2005 18:47 Fengu hundaæðissýkt líffæri Þrír sjúklingar berjast fyrir lífi sínu í Þýskalandi eftir að í þá voru grædd líffæri úr konu sem reyndist hafa verið með hundaæði. Líffæragjafin lést eftir hjartaáfall á síðasta ári og við rannsókn virtist allt í lagi með líffæri hennar. Erlent 13.10.2005 18:48 Sharon ekki ákærður Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans. Erlent 13.10.2005 18:47 Þjóðhagsspáin röng segir LÍÚ Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sé beinlínis röng þegar kemur að þætti sjávarútvegsins. Þar sé gengið út frá mun lægra gengi krónunnar en það er í raun og veru til að fegra afkomu sjávarútvegsins Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:47 Bankarán IRA talið upplýst Írskir lögreglumenn hafa handtekið sjö einstaklinga sem grunaðir eru um bankarán í Belfast og lagt hald á andvirði um 260 milljóna króna. Írska lýðveldishernum hefur verið kennt um bankaránið og það staðið í vegi fyrir friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi. Erlent 13.10.2005 18:47 Fellur portúgalska ríkisstjórnin? Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú. Erlent 13.10.2005 18:47 Ekki forstjóri Icelandair Bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður hafa gaman af að vera ruglað saman við nafna sinn, hinn nýráðna forstjóra Icelandair. Sá er hins vegar Ólafsson en ekki Helgason eins og þeir. Skammdegisþreytu er kennt um ruglinginn. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47 Sprenging í Sómalíu fellir tvo Tveir féllu í valinn og sex særðust í sprengingu sem varð í höfuðborg Sómalíu í morgun. Embættismenn frá grannríkinu Kenýa segja að flest bendi til þess að hryðjuverkamenn hafi staðið að sprengingunni. Erlent 13.10.2005 18:47 Þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Írak er orðið að þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn sem geta beitt reynslu sinni þaðan til árása annars staðar. Þetta kom fram í máli Porter Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þegar hann svaraði bandarískum þingmönnum. Erlent 13.10.2005 18:47 Áfengisgjald lækkað um 30% Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp um að áfengisgjald á léttvín og bjór verði lækkað um þrjátíu prósent sem myndi þýða mikla lækkun vegna þess hversu áfengisgjaldið vegur þungt í útsöluverði áfengis. Innlent 13.10.2005 18:47 Viðsnúningur á leigumarkaði Spurn eftir leiguhúsnæði er mun minni en framboðið af því. Þessu valda bætt kjör á fasteignalánamarkaði þannig að fleiri geta keypt sér íbúð en áður. Leiga hefur lítið sem ekkert hækkað síðustu misseri. Innlent 13.10.2005 18:47 Ríkið kaupir Landsvirkjun Ríkið mun kaupa hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun en bæjarfélögin eiga helming í félaginu á móti ríkinu. Frá því var greint á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47 Stöndum okkur verr en Írakar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á það í umræðum um kosningarnar í Írak á Alþingi í fyrradag að hlutfall kvenna á íraska þinginu væri hærra en á Alþingi Íslendinga. Innlent 13.10.2005 18:48 Í einangrun á Hrafnistu Íbúi á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði er nú í einangrun, þar sem mosa - skýkingabaktería hefur ræktast í honum. Þetta er annað tilfellið á fáeinum dögum sem bakterían finnst hér á landi. Hún getur valdið alvarlegum sýkingum ef hún nær sér á strik. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47 Svíi biður umhjálp Sænskur ríkisborgari, sem haldið er í gíslingu í Írak, bað Karl Gústaf Svíakonung og Jóhannes Pál II páfa um hjálp við að losna lifandi úr gíslingu sinni. Gíslatökumenn tóku hjálparbeiðni mannsins upp á myndband og sendu það til fjölmiðla. Erlent 13.10.2005 18:47 Krefjast brottreksturs forsetans Foreldrar barna sem létu lífið þegar rússneskir hermenn réðust gegn gíslatökumönnum í skóla í Beslan krefjast þess að forseti Norður-Ossetíu verði rekinn. Þau skrifuðu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf og báðu hann um að reka Alexander Dzasokhov úr embætti forseta Norður-Ossetíu. Erlent 13.10.2005 18:47 Ræða þarf stöðu trúarlegra skóla Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur viðrað ugmyndir um hvernig breyta megi einkareknum skólum í borginni. Sagði hann meðal annars um Suðurhlíðarskóla, sem rekinn er af aðventistum, að hann væri rekinn á trúarlegum forsendum og ræða þyrfti stöðu borgarinnar gagnvart slíkum skólum. Innlent 13.10.2005 18:48 Fischer fær ekki ríkisborgararétt Á fundi allsherjarnefndar í gærmorgun var ákveðið að mæla ekki með því við Alþingi að bandaríska skákmanninum Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 18:48 20-50 þúsund fyrir yfirbókun Farþegar sem komast ekki í flug vegna þess að flugvél hefur verið yfirbókuð einhvers staðar í Evrópusambandinu eiga nú rétt á 20-50 þúsund krónum í skaðabætur. Upphæðin er um það bil helmingi hærri en hingað til hefur tíðkast að farþegar fái greidda. Innlent 13.10.2005 18:47 Dýrt spaug ef flug tefst Það getur verið þreytandi að bíða tímunum saman á flugvöllum eða jafnvel í flugvélum vegna tafa, en framvegis verður það líka dýrt spaug - fyrir flugfélögin. Nýjar Evrópureglur tóku í dag gildi sem gera ráð fyrir mun hærri greiðslum til farþega sem verða fyrir töfum. Erlent 13.10.2005 18:48 Ekki vitað um 30 kíló af plútóníum Stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi geta ekki gert grein fyrir því hvað varð af 30 kílóum af plútóníum sem koma ekki fram í tölum um birgðahald. Umhverfisráðherra hefur óskað upplýsinga frá breskum stjórnvöldum. Erlent 13.10.2005 18:47 Bið eftir stjórnarmyndun Íraska kjörstjórnin kynnti í gær staðfest úrslit í þingkosningunum en talið er að nokkrar vikur líði áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Ástæðan er sú að flokkarnir sem sæti eiga á þingi hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forsætisráðherra. Erlent 13.10.2005 18:47 « ‹ ›
Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:47
Verðsamráð loðnuútgerða? Ýmsir sjómenn á loðnuflotanum telja að loðnubræðslurnar og útgerðin hafi með sér verðsamráð um greiðslur til sjómanna og séu þannig að skammta sér hagnað á kostnað sjómanna. Við upphaf vertíðar voru greiddar um sjö þúsund krónur fyrir tonnið í bræðslu en nú er verðið komið niður fyrir sex þúsund krónur. Innlent 13.10.2005 18:47
Líklegar til að fá lungnakrabba Íslenskar konur eru næstlíklegastar allra kvenna í Evrópu til þess að fá krabbamein í lungu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið <em>Telegraph</em> greinir frá í dag. Innlent 13.10.2005 18:47
Lögreglustjóri átalinn harðlega Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Innlent 13.10.2005 18:48
Sharon líklega ekki ákærður Dómsmálaráðherra Ísraels mun líklega ekki ákæra Ariel Sharon vegna meintrar fjármálaspillingar frá árinu 1999. Þetta sögðu heimildarmenn innan dómsmálaráðuneytis Ísraela í morgun. Erlent 13.10.2005 18:47
Meðlimir ETA handteknir Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum. Erlent 13.10.2005 18:47
16 milljónir í bætur vegna slyss Hæstiréttur hefur dæmt Útgerðarfélag Akureyringa til að greiða fyrrum háseta á Hólmadrangi sextán milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð um borð í skipinu haustið 1999. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 18:48
Vilja algert reykingabann Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Það sama á við þjónustusvæði utanhúss, séu þau undir föstu eða færanlegu þaki. Innlent 13.10.2005 18:47
Fengu hundaæðissýkt líffæri Þrír sjúklingar berjast fyrir lífi sínu í Þýskalandi eftir að í þá voru grædd líffæri úr konu sem reyndist hafa verið með hundaæði. Líffæragjafin lést eftir hjartaáfall á síðasta ári og við rannsókn virtist allt í lagi með líffæri hennar. Erlent 13.10.2005 18:48
Sharon ekki ákærður Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans. Erlent 13.10.2005 18:47
Þjóðhagsspáin röng segir LÍÚ Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sé beinlínis röng þegar kemur að þætti sjávarútvegsins. Þar sé gengið út frá mun lægra gengi krónunnar en það er í raun og veru til að fegra afkomu sjávarútvegsins Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:47
Bankarán IRA talið upplýst Írskir lögreglumenn hafa handtekið sjö einstaklinga sem grunaðir eru um bankarán í Belfast og lagt hald á andvirði um 260 milljóna króna. Írska lýðveldishernum hefur verið kennt um bankaránið og það staðið í vegi fyrir friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi. Erlent 13.10.2005 18:47
Fellur portúgalska ríkisstjórnin? Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú. Erlent 13.10.2005 18:47
Ekki forstjóri Icelandair Bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður hafa gaman af að vera ruglað saman við nafna sinn, hinn nýráðna forstjóra Icelandair. Sá er hins vegar Ólafsson en ekki Helgason eins og þeir. Skammdegisþreytu er kennt um ruglinginn. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47
Sprenging í Sómalíu fellir tvo Tveir féllu í valinn og sex særðust í sprengingu sem varð í höfuðborg Sómalíu í morgun. Embættismenn frá grannríkinu Kenýa segja að flest bendi til þess að hryðjuverkamenn hafi staðið að sprengingunni. Erlent 13.10.2005 18:47
Þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Írak er orðið að þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn sem geta beitt reynslu sinni þaðan til árása annars staðar. Þetta kom fram í máli Porter Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þegar hann svaraði bandarískum þingmönnum. Erlent 13.10.2005 18:47
Áfengisgjald lækkað um 30% Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp um að áfengisgjald á léttvín og bjór verði lækkað um þrjátíu prósent sem myndi þýða mikla lækkun vegna þess hversu áfengisgjaldið vegur þungt í útsöluverði áfengis. Innlent 13.10.2005 18:47
Viðsnúningur á leigumarkaði Spurn eftir leiguhúsnæði er mun minni en framboðið af því. Þessu valda bætt kjör á fasteignalánamarkaði þannig að fleiri geta keypt sér íbúð en áður. Leiga hefur lítið sem ekkert hækkað síðustu misseri. Innlent 13.10.2005 18:47
Ríkið kaupir Landsvirkjun Ríkið mun kaupa hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun en bæjarfélögin eiga helming í félaginu á móti ríkinu. Frá því var greint á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:47
Stöndum okkur verr en Írakar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á það í umræðum um kosningarnar í Írak á Alþingi í fyrradag að hlutfall kvenna á íraska þinginu væri hærra en á Alþingi Íslendinga. Innlent 13.10.2005 18:48
Í einangrun á Hrafnistu Íbúi á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði er nú í einangrun, þar sem mosa - skýkingabaktería hefur ræktast í honum. Þetta er annað tilfellið á fáeinum dögum sem bakterían finnst hér á landi. Hún getur valdið alvarlegum sýkingum ef hún nær sér á strik. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:47
Svíi biður umhjálp Sænskur ríkisborgari, sem haldið er í gíslingu í Írak, bað Karl Gústaf Svíakonung og Jóhannes Pál II páfa um hjálp við að losna lifandi úr gíslingu sinni. Gíslatökumenn tóku hjálparbeiðni mannsins upp á myndband og sendu það til fjölmiðla. Erlent 13.10.2005 18:47
Krefjast brottreksturs forsetans Foreldrar barna sem létu lífið þegar rússneskir hermenn réðust gegn gíslatökumönnum í skóla í Beslan krefjast þess að forseti Norður-Ossetíu verði rekinn. Þau skrifuðu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf og báðu hann um að reka Alexander Dzasokhov úr embætti forseta Norður-Ossetíu. Erlent 13.10.2005 18:47
Ræða þarf stöðu trúarlegra skóla Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur viðrað ugmyndir um hvernig breyta megi einkareknum skólum í borginni. Sagði hann meðal annars um Suðurhlíðarskóla, sem rekinn er af aðventistum, að hann væri rekinn á trúarlegum forsendum og ræða þyrfti stöðu borgarinnar gagnvart slíkum skólum. Innlent 13.10.2005 18:48
Fischer fær ekki ríkisborgararétt Á fundi allsherjarnefndar í gærmorgun var ákveðið að mæla ekki með því við Alþingi að bandaríska skákmanninum Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 18:48
20-50 þúsund fyrir yfirbókun Farþegar sem komast ekki í flug vegna þess að flugvél hefur verið yfirbókuð einhvers staðar í Evrópusambandinu eiga nú rétt á 20-50 þúsund krónum í skaðabætur. Upphæðin er um það bil helmingi hærri en hingað til hefur tíðkast að farþegar fái greidda. Innlent 13.10.2005 18:47
Dýrt spaug ef flug tefst Það getur verið þreytandi að bíða tímunum saman á flugvöllum eða jafnvel í flugvélum vegna tafa, en framvegis verður það líka dýrt spaug - fyrir flugfélögin. Nýjar Evrópureglur tóku í dag gildi sem gera ráð fyrir mun hærri greiðslum til farþega sem verða fyrir töfum. Erlent 13.10.2005 18:48
Ekki vitað um 30 kíló af plútóníum Stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi geta ekki gert grein fyrir því hvað varð af 30 kílóum af plútóníum sem koma ekki fram í tölum um birgðahald. Umhverfisráðherra hefur óskað upplýsinga frá breskum stjórnvöldum. Erlent 13.10.2005 18:47
Bið eftir stjórnarmyndun Íraska kjörstjórnin kynnti í gær staðfest úrslit í þingkosningunum en talið er að nokkrar vikur líði áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Ástæðan er sú að flokkarnir sem sæti eiga á þingi hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forsætisráðherra. Erlent 13.10.2005 18:47