Fréttir Reiðubúinn að fara burt með herinn Forseti Sýrlands segist reiðubúinn að taka skref í þá átt að fara með her Sýrlendinga burt frá Líbanon á næstunni. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greinir frá því að forsetinn hafi lýst þessu yfir oftar en einu sinni á fundi sínum með yfirmanni Arababandalagsins í gær. Erlent 13.10.2005 18:48 Ákærður fyrir þjóðarmorð Gonzalo Sanchez de Lozada, fyrrum forseti Bólivíu, og tveir samráðherrar hans hafa verið ákærðir fyrir þjóðarmorð. 56 manns létust þegar herinn var látinn kveða niður fjölmenn mótmæli gegn stefnu stjórnvalda um útflutning á gasi. Erlent 13.10.2005 18:49 Símakostnaður hefur þrefaldast Útgjöld heimilanna vegna póst- og símakostnaðar hækkuðu um 70 prósent á innan við áratug eftir farsímavæðingu landsins. Um 255 þúsund GSM-símanúmer eru í notkun í dag. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. Innlent 13.10.2005 18:48 Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna Umræður um skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga eru á lokastigi. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er ósáttur við niðurstöðuna og segir fjármála- og félagsmálaráðherra sýna stöðu sveitarfélaganna skilningsleysi. Sveitarfélög fá ekki hlutdeild í veltusköttum. Innlent 13.10.2005 18:49 Götueftirlit komið til að vera 32 fíkniefnamál hafa komið upp í götueftirliti fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík frá 1. febrúar og hafa 35 verið kærðir í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 18:49 Aurbleyta á Suðurlandi Vegna vætutíðar og hlýinda síðustu daga þarf Vegagerðin að takmarka ásþunga ökutækja á vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu við tíu tonn. Innlent 13.10.2005 18:49 Stúlkunnar enn leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir enn eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur, fjórtán ára af asískum uppruna. Hún er 160 sm á hæð, svarthærð með brún augu. Ekki er vitað hvernig hún er klædd. Innlent 13.10.2005 18:48 Hótaði að myrða bæjarstjóra Maður, sem var ósáttur við að fá ekki að byggja á landi sínu, ógnaði bæjarstjóranum í króatíska hafnarbænum Rijeka með hríðskotariffli og handsprengjum á bæjarstjórnarskrifstofum bæjarins. Erlent 13.10.2005 18:49 Löggur uppteknar við brottflutning Stærstur hluti ísraelska lögregluliðsins verður upptekinn næsta sumar við að halda uppi lögum og reglu í tengslum við brotthvarf landnema frá landtökubyggðum Ísraela á Gaza-svæðinu. Erlent 13.10.2005 18:49 Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. Innlent 13.10.2005 18:49 Borgin hafnar túlkaþjónustu Borgaryfirvöld hafa hafnað beiðni Félags heyrnarlausra um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við niðurstöðuna. Líklega verði farið með málið fyrir dómstóla. Innlent 13.10.2005 18:49 Leita að nýjum yfirmanni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir leitað logandi ljósi að nýjum yfirmanni flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en Hollendingurinn Ruub Lubbers sagði embættinu af sér um helgina vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Erlent 13.10.2005 18:49 Stríðsöxin grafin á NATO-fundinum Evrópuþjóðir og Bandaríkin grófu stríðsöxina á táknrænan hátt í dag þegar samstaða náðist meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins um að NATO-ríkin tækju að sér að þjálfa öryggissveitir í Írak. Framlag Íslands felst í tólf milljóna króna stuðningi. Erlent 13.10.2005 18:49 Óttast um líf sitt í kjölfar morða Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Innlent 13.10.2005 18:49 Heita stuðningi við þjálfun Íraka Leiðtogar allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hétu stuðningi ríkja sinna við þjálfunaráætlun bandalagsins sem miðar að því að gera íraska herforingja reiðubúna til að stýra hersveitum og taka við stjórn baráttunnar gegn vígamönnum. Þau ríki sem hafa verið andvíg áætluninni munu hins vegar takmarka þátttöku sína við aðgerðir utan Íraks. Erlent 13.10.2005 18:49 Flug liggur enn niðri Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til. Innlent 13.10.2005 18:49 Sjíar völdu al-Jaafari Ibrahim al-Jaafari, varaforseti Íraks, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra landsins. Hann var í gær útnefndur forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins eftir að helsti keppinautur hans, Ahmed Chalabi, dró sig í hlé. Erlent 13.10.2005 18:49 Hver á að eiga orkulindirnar? Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Innlent 13.10.2005 18:49 Flutt í sjúkrabíl til Reykjavíkur Kona, sem var ein í bíl sínum, var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hún ók á mannlausan bíl við Austurveg á Selfossi í gærkvöldi. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Við áreksturinn kastaðist mannlausi bíllinn á annan mannlausan bíl og varð mikið eignatjón. Innlent 13.10.2005 18:48 Björgunarstarfi að mestu lokið Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa að mestu lokið störfum á hamfarasvæðunum í Indónesíu en vinnan undanfarnar vikur hefur aðallega snúist um hreinsun og að finna og grafa líkamsleifar þeirra sem létust. Fundist hafa yfir 123 þúsund lík í Indónesíu en yfirvöld segja nú að líklegast verði aldrei vitað nákvæmlega hversu margir fórust. Erlent 13.10.2005 18:48 Geri allt til að bjarga barninu Ung móðir hefur leitað að 14 ára syni sínum síðan í síðustu viku. Hún sá hann í fyrrakvöld og kallaði til hans. Hann lét sig hverfa. Hún frétti af honum á tilteknum stað í gær. Fósturfaðir hans fór þangað í hvelli, - en of seint. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Qureia gerður afturreka Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hét því í gær að leggja nýjan ráðherralista fyrir palestínska þingið. Þetta gerði hann eftir að ljóst varð að andstaða þingmanna við lítt breytta ríkisstjórn hans var svo mikil að vafi lék á því að hún yrði samþykkt á þinginu. Erlent 13.10.2005 18:49 Féllu í sjóinn í samförum Karl og kona sem nutu holdsins lystisemda í bíl niður á fáfarinni bryggju í Ósló í gærkvöldi hugðu ekki að sér og rákust í gírstöngina með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Hann steyptist fram af bryggjunni og sökk i sjóinn en fólkið komst út úr honum og upp á bryggjuna við illan leik. Erlent 13.10.2005 18:48 Tottenham-maður á hafnfirsku fleyi Velski knattspyrnumaðurinn Simon Davies, sem leikur með lundúnska liðinu Tottenham Hotspur, hefur keypt íslenskan bát í félagi við föður sinn og bræður. Verður hann gerður út á humar og krabba og mun Lee, eldri bróðir Simons, stjórna útgerðinni. Innlent 13.10.2005 18:49 Allt í góðu hjá Brynju og Freyju Fréttir af átökum framsóknarkvenna í Kópavogi og stofnun framsóknarkvennafélagsins Brynju til höfuðs Freyju sem starfað hefur um árabil hafa ekki náð eyrum vinkvennanna Brynju og Freyju sem búa í Grafarholti í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49 Mósa - bakteríur af sama stofni Talið er sennilegt að Mósa-bakteríur þær sem greindust á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og Hrafnistu séu af sama stofni, að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur yfirlæknis hjá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Innlent 13.10.2005 18:49 Slapp naumlega undan hnullungi Hann er ekki feigur, hann Snorri Vignisson gröfumaður sem er að vinna við að rífa niður síðustu minjarnar um gömlu bæjarútgerðina í Hafnarfirði. Nú í kvöld var hafist handa við að rífa niður framhlið aðalbyggingarinnar og í hamaganginum datt stór hnullungur á gröfu Snorra þannig að gler splundraðist. Innlent 13.10.2005 18:49 Tenórarnir tveir að koma Stórtenórarnir José Carreras og Placido Domingo syngja báðir á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði, Carreras í Háskólabíói 5. mars og Domingo í Egilshöll 13. mars. Miðar í bestu sætin kosta 30 þúsund krónur. Miðasala gengur vel. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Lóðum þinglýst til varnar braski Borgarráð ákveður á næstunni hvort 30 lóðum við Lambasel verður úthlutað með því að draga úr hatti eða hvort haldið verði útboð eins og í Norðlingaholti. Lóðunum verður síðan þinglýst til að koma í veg fyrir brask.</font /></b /></font /> Innlent 13.10.2005 18:49 « ‹ ›
Reiðubúinn að fara burt með herinn Forseti Sýrlands segist reiðubúinn að taka skref í þá átt að fara með her Sýrlendinga burt frá Líbanon á næstunni. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greinir frá því að forsetinn hafi lýst þessu yfir oftar en einu sinni á fundi sínum með yfirmanni Arababandalagsins í gær. Erlent 13.10.2005 18:48
Ákærður fyrir þjóðarmorð Gonzalo Sanchez de Lozada, fyrrum forseti Bólivíu, og tveir samráðherrar hans hafa verið ákærðir fyrir þjóðarmorð. 56 manns létust þegar herinn var látinn kveða niður fjölmenn mótmæli gegn stefnu stjórnvalda um útflutning á gasi. Erlent 13.10.2005 18:49
Símakostnaður hefur þrefaldast Útgjöld heimilanna vegna póst- og símakostnaðar hækkuðu um 70 prósent á innan við áratug eftir farsímavæðingu landsins. Um 255 þúsund GSM-símanúmer eru í notkun í dag. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. Innlent 13.10.2005 18:48
Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna Umræður um skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga eru á lokastigi. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er ósáttur við niðurstöðuna og segir fjármála- og félagsmálaráðherra sýna stöðu sveitarfélaganna skilningsleysi. Sveitarfélög fá ekki hlutdeild í veltusköttum. Innlent 13.10.2005 18:49
Götueftirlit komið til að vera 32 fíkniefnamál hafa komið upp í götueftirliti fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík frá 1. febrúar og hafa 35 verið kærðir í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 18:49
Aurbleyta á Suðurlandi Vegna vætutíðar og hlýinda síðustu daga þarf Vegagerðin að takmarka ásþunga ökutækja á vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu við tíu tonn. Innlent 13.10.2005 18:49
Stúlkunnar enn leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir enn eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur, fjórtán ára af asískum uppruna. Hún er 160 sm á hæð, svarthærð með brún augu. Ekki er vitað hvernig hún er klædd. Innlent 13.10.2005 18:48
Hótaði að myrða bæjarstjóra Maður, sem var ósáttur við að fá ekki að byggja á landi sínu, ógnaði bæjarstjóranum í króatíska hafnarbænum Rijeka með hríðskotariffli og handsprengjum á bæjarstjórnarskrifstofum bæjarins. Erlent 13.10.2005 18:49
Löggur uppteknar við brottflutning Stærstur hluti ísraelska lögregluliðsins verður upptekinn næsta sumar við að halda uppi lögum og reglu í tengslum við brotthvarf landnema frá landtökubyggðum Ísraela á Gaza-svæðinu. Erlent 13.10.2005 18:49
Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. Innlent 13.10.2005 18:49
Borgin hafnar túlkaþjónustu Borgaryfirvöld hafa hafnað beiðni Félags heyrnarlausra um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við niðurstöðuna. Líklega verði farið með málið fyrir dómstóla. Innlent 13.10.2005 18:49
Leita að nýjum yfirmanni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir leitað logandi ljósi að nýjum yfirmanni flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en Hollendingurinn Ruub Lubbers sagði embættinu af sér um helgina vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Erlent 13.10.2005 18:49
Stríðsöxin grafin á NATO-fundinum Evrópuþjóðir og Bandaríkin grófu stríðsöxina á táknrænan hátt í dag þegar samstaða náðist meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins um að NATO-ríkin tækju að sér að þjálfa öryggissveitir í Írak. Framlag Íslands felst í tólf milljóna króna stuðningi. Erlent 13.10.2005 18:49
Óttast um líf sitt í kjölfar morða Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Innlent 13.10.2005 18:49
Heita stuðningi við þjálfun Íraka Leiðtogar allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hétu stuðningi ríkja sinna við þjálfunaráætlun bandalagsins sem miðar að því að gera íraska herforingja reiðubúna til að stýra hersveitum og taka við stjórn baráttunnar gegn vígamönnum. Þau ríki sem hafa verið andvíg áætluninni munu hins vegar takmarka þátttöku sína við aðgerðir utan Íraks. Erlent 13.10.2005 18:49
Flug liggur enn niðri Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til. Innlent 13.10.2005 18:49
Sjíar völdu al-Jaafari Ibrahim al-Jaafari, varaforseti Íraks, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra landsins. Hann var í gær útnefndur forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins eftir að helsti keppinautur hans, Ahmed Chalabi, dró sig í hlé. Erlent 13.10.2005 18:49
Hver á að eiga orkulindirnar? Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Innlent 13.10.2005 18:49
Flutt í sjúkrabíl til Reykjavíkur Kona, sem var ein í bíl sínum, var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hún ók á mannlausan bíl við Austurveg á Selfossi í gærkvöldi. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Við áreksturinn kastaðist mannlausi bíllinn á annan mannlausan bíl og varð mikið eignatjón. Innlent 13.10.2005 18:48
Björgunarstarfi að mestu lokið Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa að mestu lokið störfum á hamfarasvæðunum í Indónesíu en vinnan undanfarnar vikur hefur aðallega snúist um hreinsun og að finna og grafa líkamsleifar þeirra sem létust. Fundist hafa yfir 123 þúsund lík í Indónesíu en yfirvöld segja nú að líklegast verði aldrei vitað nákvæmlega hversu margir fórust. Erlent 13.10.2005 18:48
Geri allt til að bjarga barninu Ung móðir hefur leitað að 14 ára syni sínum síðan í síðustu viku. Hún sá hann í fyrrakvöld og kallaði til hans. Hann lét sig hverfa. Hún frétti af honum á tilteknum stað í gær. Fósturfaðir hans fór þangað í hvelli, - en of seint. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Qureia gerður afturreka Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hét því í gær að leggja nýjan ráðherralista fyrir palestínska þingið. Þetta gerði hann eftir að ljóst varð að andstaða þingmanna við lítt breytta ríkisstjórn hans var svo mikil að vafi lék á því að hún yrði samþykkt á þinginu. Erlent 13.10.2005 18:49
Féllu í sjóinn í samförum Karl og kona sem nutu holdsins lystisemda í bíl niður á fáfarinni bryggju í Ósló í gærkvöldi hugðu ekki að sér og rákust í gírstöngina með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Hann steyptist fram af bryggjunni og sökk i sjóinn en fólkið komst út úr honum og upp á bryggjuna við illan leik. Erlent 13.10.2005 18:48
Tottenham-maður á hafnfirsku fleyi Velski knattspyrnumaðurinn Simon Davies, sem leikur með lundúnska liðinu Tottenham Hotspur, hefur keypt íslenskan bát í félagi við föður sinn og bræður. Verður hann gerður út á humar og krabba og mun Lee, eldri bróðir Simons, stjórna útgerðinni. Innlent 13.10.2005 18:49
Allt í góðu hjá Brynju og Freyju Fréttir af átökum framsóknarkvenna í Kópavogi og stofnun framsóknarkvennafélagsins Brynju til höfuðs Freyju sem starfað hefur um árabil hafa ekki náð eyrum vinkvennanna Brynju og Freyju sem búa í Grafarholti í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49
Mósa - bakteríur af sama stofni Talið er sennilegt að Mósa-bakteríur þær sem greindust á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og Hrafnistu séu af sama stofni, að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur yfirlæknis hjá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Innlent 13.10.2005 18:49
Slapp naumlega undan hnullungi Hann er ekki feigur, hann Snorri Vignisson gröfumaður sem er að vinna við að rífa niður síðustu minjarnar um gömlu bæjarútgerðina í Hafnarfirði. Nú í kvöld var hafist handa við að rífa niður framhlið aðalbyggingarinnar og í hamaganginum datt stór hnullungur á gröfu Snorra þannig að gler splundraðist. Innlent 13.10.2005 18:49
Tenórarnir tveir að koma Stórtenórarnir José Carreras og Placido Domingo syngja báðir á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði, Carreras í Háskólabíói 5. mars og Domingo í Egilshöll 13. mars. Miðar í bestu sætin kosta 30 þúsund krónur. Miðasala gengur vel. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Lóðum þinglýst til varnar braski Borgarráð ákveður á næstunni hvort 30 lóðum við Lambasel verður úthlutað með því að draga úr hatti eða hvort haldið verði útboð eins og í Norðlingaholti. Lóðunum verður síðan þinglýst til að koma í veg fyrir brask.</font /></b /></font /> Innlent 13.10.2005 18:49