Fréttir Dauðsföllum fækkar mjög Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um 40 prósent á síðustu fimm árum. Takmark Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að fækka dauðsföllum vegna mislinga um helming fyrir árslok 2005. Allar líkur eru á að það takist. Erlent 13.10.2005 18:52 Fini dregur skýringarnar í efa Gianfranco Fini, utanríkisráðherra Ítalíu, dregur í efa skýringar bandarískra yfirvalda um tildrög skotárásarinnar á bíl blaðakonunnar Giuliana Sgrena. Erlent 13.10.2005 18:53 140 fangar létust í eldsvoða Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 13.10.2005 18:52 Fréttamenn RÚV gapandi hlessa Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Innlent 8.3.2005 00:01 Styrkja flóttamenn í Króatíu Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum. Innlent 13.10.2005 18:52 Æfingaflug flutt á Sandskeið Æfinga- og kennsluflug verður flutt á Sandskeið. Fjárveiting liggur fyrir til að leggja þar þúsund metra langa flugbraut með bundnu slitlagi. Innlent 13.10.2005 18:53 Samið um frið Verkalýðshreyfingin og Impregilo hafa komist að samkomulagi um að koma á fót fastanefnd verkalýðsfélaganna og Impregilo. Nefndin er viðræðuvettvangur um aðstæður við Kárahnjúkavirkjun. Innlent 13.10.2005 18:53 Fyrsti kvenformaður samtakanna Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Innlent 13.10.2005 18:53 Undarleg vinnubrögð við frumvarp "Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins Innlent 13.10.2005 18:53 Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:52 Varð vitni að misnotkuninni Yngri bróðir Gavins Arvizo, sem Michael Jackson er sakaður um að hafa misnotað, segist tvisvar hafa séð popparann strjúka eldri bróður sínum á kynferðislegan hátt. Erlent 13.10.2005 18:53 Fimm spænskir lögreglumenn létust Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid. Erlent 13.10.2005 18:52 Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52 Maskhadov drepinn? Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov. Erlent 13.10.2005 18:53 Kvartað yfir slæmri umgengni Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa fengið kvartanir vegna athafnasvæðis BM Vallár á Reyðarfirði. Einkum hefur verið kvartað yfir bleytu og for á svæðinu en einnig frágangi mannvirkja. Málið hefur ítrekað komið á borð bæjaryfirvalda og var Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, kallaður á fund umhverfismálanefndar. Innlent 13.10.2005 18:53 Forsætisráðherra með ráðherraræði Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Nýjar starfsreglur um eftirlit Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur. Innlent 13.10.2005 18:53 Framhaldsskólanemendur stjórna Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum. Innlent 13.10.2005 18:53 Ráðherra vill lengja fæðingarorlof Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að þegar jafnvægi hafi náðst í fæðingarorlofskerfinu sé hugsanlegt að fæðingarorlofið verði lengt í ár. Innlent 13.10.2005 18:53 HÍ setur 1,6 milljarð í hús Háskóli Íslands ætlar að reisa 8.500 fermetra byggingar fyrir 1,6 milljarða króna. Ingjaldur Hannibalsson, formaður byggingarnefndar Háskólatorgs, segir húsin kölluð Háskólatorg eitt og tvö. Þau eigi að vera tilbúin í desember 2007. Framkvæmdir hefjist í apríl 2006. Innlent 13.10.2005 18:53 Fischer: Yfirvöldum verður stefnt Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Innlent 13.10.2005 18:52 3 Frökkum sleppt frá Guantanamó Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Erlent 13.10.2005 18:52 Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram. Erlent 13.10.2005 18:52 Gæti skaðað ímynd Íslands Þróun og ræktun erfðabreyttra lífvera eða matvæla hér á landi gæti haft neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis að sögn verkefnastjóra hjá Bændasamtökunum. Framkvæmdastjóri ORF-Líftækni fullyrðir að engin hætta sé fyrir hendi hvað byggplöntuna varðar. Innlent 13.10.2005 18:53 Borgin kaupir lítið af Múlalundi Framkvæmdastjóri Múlalundar er ósáttur við hversu lítið Reykjavíkurborg kaupir af fyrirtækinu sem stytti biðlista á vegum borgarinnar eftir verndaðri vinnu. Hann segir að auk bættra lífsgæða megi spara tugi milljóna króna í lægri lyfjakostnaði með því að þjálfa fólk til vinnu. Innlent 13.10.2005 18:53 Nefskatturinn skerðir kjör öryrkja Kjör öryrkja með uppkomin börn á heimili sínu skerðast hugsanlega ef nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Innlent 13.10.2005 18:53 Verðstríð hjá Bónus og Krónunni Mjólkurlítrinn fékkst fyrir minna en eina krónu í Bónus í dag og í Krónunni mátti sjá fólk hamstra gos fyrir fermingarveislurnar. Þá hefur sjaldan verið hagkvæmara að neyta grænmetis á Íslandi. Innlent 13.10.2005 18:53 Fagleg ráðning fréttastjóra Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps. Innlent 8.3.2005 00:01 Vændismálum fækkaði hjá Stígamótum Vændi mældist minna hjá Stígamótum í fyrra en árið 2003. Tíu nýir einstaklingar nýttu sér viðtalsþjónustu Stígamóta vegna vændis í fyrra, þar af einn karlmaður. Innlent 13.10.2005 18:53 « ‹ ›
Dauðsföllum fækkar mjög Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um 40 prósent á síðustu fimm árum. Takmark Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að fækka dauðsföllum vegna mislinga um helming fyrir árslok 2005. Allar líkur eru á að það takist. Erlent 13.10.2005 18:52
Fini dregur skýringarnar í efa Gianfranco Fini, utanríkisráðherra Ítalíu, dregur í efa skýringar bandarískra yfirvalda um tildrög skotárásarinnar á bíl blaðakonunnar Giuliana Sgrena. Erlent 13.10.2005 18:53
140 fangar létust í eldsvoða Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 13.10.2005 18:52
Fréttamenn RÚV gapandi hlessa Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Innlent 8.3.2005 00:01
Styrkja flóttamenn í Króatíu Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum. Innlent 13.10.2005 18:52
Æfingaflug flutt á Sandskeið Æfinga- og kennsluflug verður flutt á Sandskeið. Fjárveiting liggur fyrir til að leggja þar þúsund metra langa flugbraut með bundnu slitlagi. Innlent 13.10.2005 18:53
Samið um frið Verkalýðshreyfingin og Impregilo hafa komist að samkomulagi um að koma á fót fastanefnd verkalýðsfélaganna og Impregilo. Nefndin er viðræðuvettvangur um aðstæður við Kárahnjúkavirkjun. Innlent 13.10.2005 18:53
Fyrsti kvenformaður samtakanna Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Innlent 13.10.2005 18:53
Undarleg vinnubrögð við frumvarp "Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins Innlent 13.10.2005 18:53
Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:52
Varð vitni að misnotkuninni Yngri bróðir Gavins Arvizo, sem Michael Jackson er sakaður um að hafa misnotað, segist tvisvar hafa séð popparann strjúka eldri bróður sínum á kynferðislegan hátt. Erlent 13.10.2005 18:53
Fimm spænskir lögreglumenn létust Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid. Erlent 13.10.2005 18:52
Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52
Maskhadov drepinn? Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov. Erlent 13.10.2005 18:53
Kvartað yfir slæmri umgengni Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa fengið kvartanir vegna athafnasvæðis BM Vallár á Reyðarfirði. Einkum hefur verið kvartað yfir bleytu og for á svæðinu en einnig frágangi mannvirkja. Málið hefur ítrekað komið á borð bæjaryfirvalda og var Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, kallaður á fund umhverfismálanefndar. Innlent 13.10.2005 18:53
Forsætisráðherra með ráðherraræði Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Nýjar starfsreglur um eftirlit Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur. Innlent 13.10.2005 18:53
Framhaldsskólanemendur stjórna Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum. Innlent 13.10.2005 18:53
Ráðherra vill lengja fæðingarorlof Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að þegar jafnvægi hafi náðst í fæðingarorlofskerfinu sé hugsanlegt að fæðingarorlofið verði lengt í ár. Innlent 13.10.2005 18:53
HÍ setur 1,6 milljarð í hús Háskóli Íslands ætlar að reisa 8.500 fermetra byggingar fyrir 1,6 milljarða króna. Ingjaldur Hannibalsson, formaður byggingarnefndar Háskólatorgs, segir húsin kölluð Háskólatorg eitt og tvö. Þau eigi að vera tilbúin í desember 2007. Framkvæmdir hefjist í apríl 2006. Innlent 13.10.2005 18:53
Fischer: Yfirvöldum verður stefnt Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Innlent 13.10.2005 18:52
3 Frökkum sleppt frá Guantanamó Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Erlent 13.10.2005 18:52
Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram. Erlent 13.10.2005 18:52
Gæti skaðað ímynd Íslands Þróun og ræktun erfðabreyttra lífvera eða matvæla hér á landi gæti haft neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis að sögn verkefnastjóra hjá Bændasamtökunum. Framkvæmdastjóri ORF-Líftækni fullyrðir að engin hætta sé fyrir hendi hvað byggplöntuna varðar. Innlent 13.10.2005 18:53
Borgin kaupir lítið af Múlalundi Framkvæmdastjóri Múlalundar er ósáttur við hversu lítið Reykjavíkurborg kaupir af fyrirtækinu sem stytti biðlista á vegum borgarinnar eftir verndaðri vinnu. Hann segir að auk bættra lífsgæða megi spara tugi milljóna króna í lægri lyfjakostnaði með því að þjálfa fólk til vinnu. Innlent 13.10.2005 18:53
Nefskatturinn skerðir kjör öryrkja Kjör öryrkja með uppkomin börn á heimili sínu skerðast hugsanlega ef nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Innlent 13.10.2005 18:53
Verðstríð hjá Bónus og Krónunni Mjólkurlítrinn fékkst fyrir minna en eina krónu í Bónus í dag og í Krónunni mátti sjá fólk hamstra gos fyrir fermingarveislurnar. Þá hefur sjaldan verið hagkvæmara að neyta grænmetis á Íslandi. Innlent 13.10.2005 18:53
Fagleg ráðning fréttastjóra Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps. Innlent 8.3.2005 00:01
Vændismálum fækkaði hjá Stígamótum Vændi mældist minna hjá Stígamótum í fyrra en árið 2003. Tíu nýir einstaklingar nýttu sér viðtalsþjónustu Stígamóta vegna vændis í fyrra, þar af einn karlmaður. Innlent 13.10.2005 18:53