Fréttir Sjávarútvegsháskóli hefur störf Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni. Innlent 13.10.2005 18:52 Heildarvelta Bakkavarar tífaldast Starfsmönnum Bakkavarar fjölgar úr 2500 í þrettán þúsund og heildarvelta samstæðunnar tífaldast með kaupum Bakkavarar á breska framleiðslufyrirtækinu Geest Plc. Kaupverðið nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 Tímamótasamkomulag um frítíma Sjómenn og Samherji skrifuðu undir tímamótasamkomulag um frítíma áhafna. Samningsundirritunin varð til þess að forstjóri Samherja komst ekki til London til að sjá leik Chelsea og Barcelona, en sjómannaforystan veitti honum sárabót. Innlent 13.10.2005 18:53 Í samkeppni við sjálfa sig Samkeppnin á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er farin að hafa veruleg áhrif víða um land. Á Húsavík eru tvær matvöruverslanir, Samkaup-Úrval og Kaskó, en báðar eru í eigu Samkaupa. Innlent 13.10.2005 18:53 Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. Innlent 13.10.2005 18:52 Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. Innlent 13.10.2005 18:53 Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. Erlent 13.10.2005 18:52 Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. Innlent 13.10.2005 18:53 Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Fjörutíu á biðlista Múlalundar Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni. Innlent 13.10.2005 18:53 Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. Erlent 13.10.2005 18:52 Stígamót rekin með tapi Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir. Innlent 13.10.2005 18:53 Eitt verka Munch stórskemmt Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt. Erlent 13.10.2005 18:53 Hálf milljón mótmælir í Beirút Um hálf milljón manna safnaðist saman í miðborg Beirút í gær og mótmælti afskiptum Bandaríkjamanna af Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:53 Konur kæra múslimaleiðtoga Hópur 37 innflytjendakvenna í Danmörku hefur kært bænaformanninn Raed Hleihel og trúarsamtök múslima fyrir niðrandi ummæli og hótyrði í garð kvenna. Kæran var lögð fram á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær. Erlent 13.10.2005 18:53 Styrkja flóttamenn í Króatíu Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum. Innlent 13.10.2005 18:52 Æfingaflug flutt á Sandskeið Æfinga- og kennsluflug verður flutt á Sandskeið. Fjárveiting liggur fyrir til að leggja þar þúsund metra langa flugbraut með bundnu slitlagi. Innlent 13.10.2005 18:53 Samið um frið Verkalýðshreyfingin og Impregilo hafa komist að samkomulagi um að koma á fót fastanefnd verkalýðsfélaganna og Impregilo. Nefndin er viðræðuvettvangur um aðstæður við Kárahnjúkavirkjun. Innlent 13.10.2005 18:53 Fyrsti kvenformaður samtakanna Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Innlent 13.10.2005 18:53 Undarleg vinnubrögð við frumvarp "Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins Innlent 13.10.2005 18:53 Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:52 Varð vitni að misnotkuninni Yngri bróðir Gavins Arvizo, sem Michael Jackson er sakaður um að hafa misnotað, segist tvisvar hafa séð popparann strjúka eldri bróður sínum á kynferðislegan hátt. Erlent 13.10.2005 18:53 Fimm spænskir lögreglumenn létust Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid. Erlent 13.10.2005 18:52 Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52 Maskhadov drepinn? Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov. Erlent 13.10.2005 18:53 Kvartað yfir slæmri umgengni Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa fengið kvartanir vegna athafnasvæðis BM Vallár á Reyðarfirði. Einkum hefur verið kvartað yfir bleytu og for á svæðinu en einnig frágangi mannvirkja. Málið hefur ítrekað komið á borð bæjaryfirvalda og var Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, kallaður á fund umhverfismálanefndar. Innlent 13.10.2005 18:53 Vændismálum fækkaði hjá Stígamótum Vændi mældist minna hjá Stígamótum í fyrra en árið 2003. Tíu nýir einstaklingar nýttu sér viðtalsþjónustu Stígamóta vegna vændis í fyrra, þar af einn karlmaður. Innlent 13.10.2005 18:53 Færri leita til Stígamóta Færri leituðu til Stígamóta á síðasta ári en undanfarin ár. Nam fækkunin 9,2 prósentum. Nauðgunarmálum fækkaði úr 155 árið 2003 í 113 árið eftir. Innlent 13.10.2005 18:52 Óttast hefndaraðgerðir Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins. Innlent 13.10.2005 18:52 « ‹ ›
Sjávarútvegsháskóli hefur störf Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni. Innlent 13.10.2005 18:52
Heildarvelta Bakkavarar tífaldast Starfsmönnum Bakkavarar fjölgar úr 2500 í þrettán þúsund og heildarvelta samstæðunnar tífaldast með kaupum Bakkavarar á breska framleiðslufyrirtækinu Geest Plc. Kaupverðið nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52
Tímamótasamkomulag um frítíma Sjómenn og Samherji skrifuðu undir tímamótasamkomulag um frítíma áhafna. Samningsundirritunin varð til þess að forstjóri Samherja komst ekki til London til að sjá leik Chelsea og Barcelona, en sjómannaforystan veitti honum sárabót. Innlent 13.10.2005 18:53
Í samkeppni við sjálfa sig Samkeppnin á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er farin að hafa veruleg áhrif víða um land. Á Húsavík eru tvær matvöruverslanir, Samkaup-Úrval og Kaskó, en báðar eru í eigu Samkaupa. Innlent 13.10.2005 18:53
Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. Innlent 13.10.2005 18:52
Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. Innlent 13.10.2005 18:53
Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. Erlent 13.10.2005 18:52
Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. Innlent 13.10.2005 18:53
Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Fjörutíu á biðlista Múlalundar Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni. Innlent 13.10.2005 18:53
Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. Erlent 13.10.2005 18:52
Stígamót rekin með tapi Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir. Innlent 13.10.2005 18:53
Eitt verka Munch stórskemmt Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt. Erlent 13.10.2005 18:53
Hálf milljón mótmælir í Beirút Um hálf milljón manna safnaðist saman í miðborg Beirút í gær og mótmælti afskiptum Bandaríkjamanna af Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:53
Konur kæra múslimaleiðtoga Hópur 37 innflytjendakvenna í Danmörku hefur kært bænaformanninn Raed Hleihel og trúarsamtök múslima fyrir niðrandi ummæli og hótyrði í garð kvenna. Kæran var lögð fram á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær. Erlent 13.10.2005 18:53
Styrkja flóttamenn í Króatíu Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum. Innlent 13.10.2005 18:52
Æfingaflug flutt á Sandskeið Æfinga- og kennsluflug verður flutt á Sandskeið. Fjárveiting liggur fyrir til að leggja þar þúsund metra langa flugbraut með bundnu slitlagi. Innlent 13.10.2005 18:53
Samið um frið Verkalýðshreyfingin og Impregilo hafa komist að samkomulagi um að koma á fót fastanefnd verkalýðsfélaganna og Impregilo. Nefndin er viðræðuvettvangur um aðstæður við Kárahnjúkavirkjun. Innlent 13.10.2005 18:53
Fyrsti kvenformaður samtakanna Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Innlent 13.10.2005 18:53
Undarleg vinnubrögð við frumvarp "Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins Innlent 13.10.2005 18:53
Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:52
Varð vitni að misnotkuninni Yngri bróðir Gavins Arvizo, sem Michael Jackson er sakaður um að hafa misnotað, segist tvisvar hafa séð popparann strjúka eldri bróður sínum á kynferðislegan hátt. Erlent 13.10.2005 18:53
Fimm spænskir lögreglumenn létust Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid. Erlent 13.10.2005 18:52
Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52
Maskhadov drepinn? Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov. Erlent 13.10.2005 18:53
Kvartað yfir slæmri umgengni Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa fengið kvartanir vegna athafnasvæðis BM Vallár á Reyðarfirði. Einkum hefur verið kvartað yfir bleytu og for á svæðinu en einnig frágangi mannvirkja. Málið hefur ítrekað komið á borð bæjaryfirvalda og var Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, kallaður á fund umhverfismálanefndar. Innlent 13.10.2005 18:53
Vændismálum fækkaði hjá Stígamótum Vændi mældist minna hjá Stígamótum í fyrra en árið 2003. Tíu nýir einstaklingar nýttu sér viðtalsþjónustu Stígamóta vegna vændis í fyrra, þar af einn karlmaður. Innlent 13.10.2005 18:53
Færri leita til Stígamóta Færri leituðu til Stígamóta á síðasta ári en undanfarin ár. Nam fækkunin 9,2 prósentum. Nauðgunarmálum fækkaði úr 155 árið 2003 í 113 árið eftir. Innlent 13.10.2005 18:52
Óttast hefndaraðgerðir Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins. Innlent 13.10.2005 18:52