Fréttir

Fréttamynd

Ferðaþjónusta bænda verðlaunuð

Ferðaþjónusta bænda fékk fyrstu verðlaun Skandinavísku ferðaverðlaunanna 2005  á ITB-ferðakaupstefnunni í Berlín í vikunni. Samtökin fengu verðlaunin í flokknum „Besta söluvaran í ferðaþjónustu í Norðri“ en verðlaunin eru afhent af Nordis – Das Nordeuropamagazin í samstarfi við ferðamálaráðin á öllum Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Prófkvíðanámskeið í skólum

Að hugsa jákvætt, slaka á og brosa er meðal þess sem kennt er á sérstökum prófkvíðanámskeiðum í grunn- og framhaldsskólum. Fjöldi nemenda hefur sótt námskeiðin, enda hefur komið í ljós að vanlíðan og streita hrjáir marga fyrir prófin.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti kýs sameiginlega forsjá

Hlutfall foreldra sem nýta sér sameiginlega forsjá yfir börnum sínum eftir skilnað hefur margfaldast síðasta áratug. Þetta kemur fram í grein Ingólfs V. Gíslasonar, Dómar í forsjármálum, sem birt var nýverið í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum.

Innlent
Fréttamynd

Afsögn Perssons ekki á dagskrá

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísar því á bug að hann hyggist segja af sér embætti. Vinsældir Persons hafa dalað mjög samkvæmt skoðanakönnunum og í dagblaðinu <em>Expressen</em> í dag eru settar fram getgátur um afsögn hans á flokksþingi sósíaldemókrata síðar á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Börn vöruð við ljósabekkjum

Íslensk og erlend heilbrigðisyfirvöld vara mjög við því að börn yngri en 18 ára noti ljósabekki. Landlæknisembættið, geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra húðlækna hafa sent foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna póstkort þar sem bent er á hætturnar sem fylgja því að ungt fólk fari í ljósabekki.

Innlent
Fréttamynd

Siglingaleiðin enn lokuð

Siglingaleiðin fyrir Horn, sem er nyrst á Vestfjarðakjálkanum, er alveg lokuð vegna hafíss. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær kom glöggt í ljós að þéttur ís er orðinn alveg landfastur og einnig utar þannig að engin leið er að sigla þarna um.

Innlent
Fréttamynd

Rice ræddi um eiturlyf

Eiturlyf en ekki hryðjuverkamenn voru umræðuefnið þegar Condoleezza Rice kom til Afganistans í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Lyfjanotkun drengja fjórfalt meiri

Á annað þúsund barna á aldrinum eins til fjórtán ára er á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Notkun drengja er fjórfalt meiri en stúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Margrét í borgarmálin

Margrét Sverrisdóttir gefur kost á sér í annað sætið á lista Frjálslynda flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2006. Frjálslyndi flokkurinn hóf kosningabaráttu sína í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kvikmyndafyrirtæki fari á hausinn

Forstjóri Saga Film óttast að sjálfstæð fyrirtæki á sviði kvikmynda- og auglýsingaframleiðslu neyðist til þess að leggja upp laupana, verði frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið óbreytt að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Segja RÚV styrkt í samkeppninni

Ríkisútvarpinu eru ekki lagðar meiri skyldur á herðar en einkafjölmiðlunum í nýju frumvarpi þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð í styrk frá ríkinu segja forsvarsmenn einkafjölmiðlanna. Það sé eins og ef Landspítalinn þyrfti ekki að sinna sjúkum. Ríkisútvarpið tapi í raun að keppa á auglýsingamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Útsendingar NASN hjá Símanum

Síminn hóf í dag útsendingu á íþróttastöðinni NASN. NASN, eða North American Sports Network, sýnir eingöngu frá bandarískum íþróttagreinum allan sólarhringinn og er eina stafræna sjónvarpsstöðin í Evrópu sem gerir slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Kristjánsson ritstjóri DV

Jónas Kristjánsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Starfsmönnum var kynnt ráðning Jónasar fyrir stundu. Jónas hefur störf um miðjan apríl og mun starfa við hlið Mikaels Torfasonar. Mikael hefur ritstýrt DV einn frá því Illugi Jökulsson hætti og tók við útvarpsstjórn  á Talstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingar ýta undir átraskanir

Sterk ímynd auglýsingaiðnaðarins stuðlar að því skelfilega og vaxandi vandamáli sem átröskun er, að mati landlæknis. Hann leggur áherslu á að nýta beri það sóknarfæri sem opnun nýrrar göngudeildar á Landspítala býður upp á. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Lyfjaverksmiðja reist á Húsavík

Norskir iðjuhöldar ætla að reisa verksmiðju á Húsavík í sumar. Hún á að framleiða hráefni til lyfjagerðar úr sjávarfangi. Sótt hefur verið um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er ætlunin að koma lyfinu á markað víða í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld lækka um fjórðung

Leikskólagjöld á Akureyri munu lækka um allt að fjórðung, ef bæjarráð fer að tillögum skólanefndar bæjarins um einföldun og samræmingu gjaldskrárinnar. Verði þetta samþykkt munu leikskólagjöld vegna 650 barna af þeim þúsund sem eru á leikskólum bæjarins lækka um fjórðung, eða um 5700 krónur á mánuði á hvert barn.

Innlent
Fréttamynd

Vill fullvissu fyrir frelsi

Stuðningsmenn Fischers telja sig hafa sterkar vísbendingar um að Fischer verði leyft að fara til Íslands hafi hann íslenskt ríkisfang. Formaður Allsherjarnefndar vill fullvissu fyrir því að þessar upplýsingar standist.

Innlent
Fréttamynd

Rasmussen óvænt til Íraks

Danir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða ríkisstjórn Íraks í öryggismálum. Þetta sagði Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag.

Erlent
Fréttamynd

Breytingar leikskólagjalda boðaðar

Leikskólagjöld á Akureyri munu á næstunni lækka um allt að fjórðung og borgarstjórinn í Reykjavík ætlar að kynna breytingar á leikskólagjöldum í dag. Þær breytingar hljóta að vera til lækkunar því borgaryfirvöld boða ekki til blaðamannafundar til að kynna hækkanir á þjónustugjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn slasaðist alvarlega

Karlmaður slasaðist lítillega en enginn alvarlega í árekstrinum á Hellisheiði nú síðdegis. Færð á Hellisheiði var mjög slæm þegar slysið að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. Þar var bæði snjóbylur og mikil hálka. Tíu bílar lentu í árekstrinum í Hveradalabrekku.

Innlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar reyna bankarán

Breska lögreglan kom upp um tilraun tölvuþrjóta til að stela andvirði mörg hundruð milljóna króna af reikningum japansks banka í Lundúnum, að því er greint var frá á fimmtudag. Aðferðin sem beitt var við þjófnaðartilraunina var að sögn sú, að þrjótarnir brutust inn í tölvukerfi bankans og söfnuðu þannig upplýsingum um lykilorð og annað.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi að draga í land?

Silvio Berlusconi virðist eitthvað vera að draga í land með þá ákvörðun sína að fara með herlið Ítala burt frá Írak í september. Í gær sagði Berlusconi að ekki væri búið að ákveða hvenær herinn færi og það yrði að gerast í góðri sátt við bandamenn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Sjúkrabílnum snúið við

Bróðir ungs karlmanns sem lést af ofneyslu lyfja telur að Neyðarlínan hafi brugðist skyldu sinni þegar hætt var við að senda sjúkrabíl eftir honum, eftir að hann hafði afþakkað aðstoð. Hann lést nokkrum klukkustundum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Leitar réttar síns

"Ég þarf nauðsynlega á vitnum að halda sem sáu atvikið og eru reiðubúin að koma fram þó að langt sé um liðið," segir Kjartan Lilliendahl byggingatæknifræðingur. Hann slasaðist illa í árekstri við ungan mann í Skautahöllinni í Laugardal í mars árið 2000 með þeim afleiðingum að hann hrygg- og rifbeinsbrotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um takmörkun eignarhalds

Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra hefur ekki komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja á eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Hugmyndir eru frá því að setja ekkert bann til þess að hafa sömu takmarkanir og í fjölmiðlafrumvarpinu á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert mannfall eftir sprengingu

Um tuttugu manns eru ýmist látnir eða illa særðir eftir sprengjuárás í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Sprengingin varð í miðborginni en ekki er vitað hverjir stóðu að árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Úrbætur gerðar á Hegningarhúsinu

Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í kjölfar athugasemda heilbrigðisyfirvalda og evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabaráttan hafin

Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir í gær að hún sækist eftir öðru sæti á lista Frjálslyndra fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Á sama tíma lýsti hún yfir stuðningi við Ólaf F. Magnússon í fyrsta sætið og sagði það fagnaðarefni að hafa jafn reyndan mann í fyrsta sæti. Þau skipa nú fyrsta og annað sæti F-listans.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd

Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti og óljósa skilgreiningu á hryðjuverkum, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma.

Innlent
Fréttamynd

Geta leitað til foreldraþjálfara

Foreldrar sem vita ekki hvernig þeir eiga að ala börnin sín upp geta nú leitað til sérstakra „foreldraþjálfara“. Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri segir foreldra eiga að leita aðstoðar alls staðar þar sem þeim dettur í hug en að þeir geri sér grein fyrir því hver veiti hjálpina.

Innlent