Fréttir

Fréttamynd

Fischer orðinn Íslendingur

Bobby Fischer er orðinn Íslendingur eftir að umsókn hans um ríkisborgararétt fékk sérstaka flýtimeðferð í þinginu. Aukafundur var haldinn í allsherjarnefnd síðdegis vegna athugasemda sem bárust frá bandarískum stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt fyrir lágar launagreiðslur

Danski vinnumáladómstóllinn hefur dæmt pólskt fyrirtæki, sem er í eigu Dana, í fjársektir fyrir að hafa greitt fjórum pólskum byggingaverkamönnunum sínum í Danmörku allt of lág laun. Það var fyrirtæki í danska byggingariðnaðinum sem kærði málið, m.a. á grundvelli þess að pólsku starfsmennirnir hefðu ekki heldur rétt fagréttindi.

Erlent
Fréttamynd

Sást til bílanna við Dúfunefsfell

Staðfest hefur verið að sést hefur til bílanna sem saknað er við Dúfunefsfell um klukkan 17 í gær. Þá var ætlunin að halda niður á Hveravelli. Öll áhersla er nú að kanna þetta svæði til hlítar. Lögreglan og Landsbjörg hófu leit í hádeginu að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem voru á leið frá Dalvík til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni fyrir dómi

Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að tvær stúlkur væru sekar um að bera mann röngum sakargiftum og dæmdi þær til samtals fimmtán mánaða fangelsisdóms. Fékk önnur þeirra níu mánaða dóm, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, en hin sex mánaða dóm sem að öllu leyti var bundinn skilorði.

Innlent
Fréttamynd

Róttækar tillögur í smíðum

Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni.

Erlent
Fréttamynd

Róttækustu breytingar í sögu SÞ

Róttækar á skipulagi og starfi Sameinuðu þjóðanna voru formlega kynntar á Allsherjarþingi samtakanna í gær. Meðal annars er búist við að sætum í öryggisráðinu verði fjölgað umtalsvert.

Erlent
Fréttamynd

Slippstöðin fær Pólverja í vinnu

Slippstöðin á Akureyri á von á tíu til fimmtán Pólverjum til starfa. Anton Benjamínsson, verkefnastjóri hjá Slippstöðinni, segir að auglýst hafi verið eftir mönnum til að sjá um suðu á stáli austur í Fljótsdal vegna Kárahnjúkavirkjunnar en nægilega margar umsóknir hafi ekki borist.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra hnýtir í VG

Það er engu líkara en að vinstri grænir hafi tekið að sér fjármálin í borginni, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Þannig lauk gagnrýni hans á þá ákvörðun R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Dræm sala á íbúðum í blokk

Sala á íbúðum í sjö hæða fjölbýlishúsi á Egilsstöðum er dræmari en búist var við. Íbúðirnar voru tilbúnar í haust og eru níu af 21 óseldar.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað á Alþingi

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum.

Innlent
Fréttamynd

Annar jeppinn fundinn

Rétt fyrir klukkan sjö fann björgunarþyrla annan jeppann sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Bíllinn var mannlaus en hann fannst vestan við Kerlingarfjöll.

Innlent
Fréttamynd

Hallgrímur aftur til Kabúl

Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust.

Innlent
Fréttamynd

Frekari landnemabyggðir boðaðar

Stjórnvöld í Jerúsalem tilkynntu í gær að á næstunni yrðu 3.500 hús reist fyrir landnema á Vesturbakkanum. Allar líkur eru á að ákvörðunin spilli fyrir friðarumleitunum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar samþykkja Wolfowitz

Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir því að Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði ráðinn bankastjóri Alþjóðabankans. Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, greindi frá þessu síðdegis. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Wolfowitz sem bankastjóraefni en tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg.

Erlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni um nauðgun

Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Danir á móti skattalækkun

Þrátt fyrir að skattprósentan í Danmörku sé 49,7 prósent, og þar með einhver sú hæsta í heiminum, sýna nýjar skoðanakannanir að meirihluti Dana vill frekar sætta sig við skatthlutfallið en að skattalækkanir bitni á opinberri þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Dómarar lífs og dauða

Vandamenn Terri Schiavo bíða nú milli vonar og ótta eftir að alríkisdómari skeri úr um hvort fjarlægja megi næringarslöngur sem halda lífinu í þessari 41 árs heilaskemmdu konu.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan sveimar yfir Hveravöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú komin að Hveravöllum og sveimar þar yfir svæðið í leit að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Lögreglan og landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, hófu leit í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ásókn í Lambaselslóðir

Alls bárust 136 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli í Breiðholti á fyrsta umsóknardegi sem var í gær. Vagnbjörg Magnúsdóttir, deildarfulltrúi á skrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir aðsókn í lóðirnar rétt eins og um síðasta dag úthlutunar væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

2000 hafa skrifað undir

Um 2000 manns á Suðurnesjum hafa skráð sig á lista í undirskriftasöfnun vegna kröfu um sólarhringsvakt á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði segir viðskiptaráðherra

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það mikil vonbrigði að kona skyldi ekki ná kjöri til setu í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

1500 ný heimili á Vesturbakkanum

Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“.

Erlent
Fréttamynd

Dómur í Skeljungsráninu þyngdur

Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Stefán fékk tveggja ára dóm í héraði en ránið framdi hann ásamt tveimur öðrum við Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995.

Innlent
Fréttamynd

Ósamræmi í vinnubrögðum sýslumanna

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að yfirvöld hafi ekki haft ráðrúm til að hugsa til enda viðbrögð við að útlendingar starfi hér á landi án leyfis. Sýslumenn hafa sinn háttinn á eftir því hvort þeir starfa á Vestur- eða Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaárás í undirbúningi?

Miklar líkur eru á að írskur hryðjuverkahópur hyggi á stórfellda hryðjuverkaárás á meginlandi Bretlands, samkvæmt <em>Observer</em>. Klofningshópar úr írska lýðveldishernum eru sagðir á kreiki og sendi breska rannsóknarlögreglan frá sér viðvörun til a.m.k. þrjátíu fyrirtækja fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast alþjóðlegs karladags

Karlmenn í Mexíkó og stuðningskonur þeirra flykktust út á götur borga og bæja í gær til að krefjast þess að tuttugasti mars verði framvegis alþjóðlegi karladagurinn. Fólkið segir tilgang kröfugangna sinna í gær vera þann að svara femínistum fullum hálsi en þær láti eins og allt illt sé frá körlum sprottið.

Erlent
Fréttamynd

90 manns leita fólksins

Um níutíu manna björgunarlið í 23 hópum leitar nú tveggja Toyota Hi-Lux jeppa sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær en lögreglan og Landsbjörg hófu leit í hádeginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað á svæðinu frá því um hádegi og mun halda því áfram fram eftir degi.

Innlent
Fréttamynd

Hvalaskoðunarsamtök mótmæla

Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri fullyrðingu að hvalveiðar Íslendinga árið 2003 hafi ekki haft áhrif á ímynd Íslands á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar, en því er haldið fram í niðurstöðu skýrslu samgönguráðherra um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Essó og Olís hækka einnig

Olíufélögin Essó og Olís hafa fylgt í kjölfar Skeljungs og hækkað bensínlítrann um 2,70 og kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu nú víða um hundrað krónur. Hann er enn nokkrum krónum ódýrari hjá dótturfélögum stóru olíufélaganna og Atlantsolíu.

Innlent
Fréttamynd

Á veiðum vestur af Skotlandi

Nokkur íslensk fiskiskip sem voru á loðnuveiðum þar til vertíðinni lauk í síðustu viku eru nú komin á kolmunnaveiðar á Hatton Rockall svæðinu vestur af Skotlandi. Þar hafa meðal annars norsk skip verið að fá all góðann afla upp á síðkastið og hafa nokkur þeirra landað hér á landi þar sem talsvert styttra er hingað af miðunum en til Noregs.

Innlent