Fréttir

Fréttamynd

Dræm sala á íbúðum í blokk

Sala á íbúðum í sjö hæða fjölbýlishúsi á Egilsstöðum er dræmari en búist var við. Íbúðirnar voru tilbúnar í haust og eru níu af 21 óseldar.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað á Alþingi

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið fundið heilt á húfi

Seinni bílinn sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann um klukkan 19.35 við Mikluöldu. Um borð voru allir þrír sem saknað var og voru allir heilir á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bátar urðu vélarvana

Vélarbilun varð í tveimur trillubátum út af Reykjanesi í gærdag og óskuðu bátsverjar eftir aðstoð. Í báðum tilvikum komu nálægir bátar þeim til aðstoðar og drógu bátana til lands.

Innlent
Fréttamynd

800 manns á leið til Ísafjarðar

Það stefnir í góða þátttöku á Skíðaviku Ísfirðinga sem fram fer um páskana en skíðavikan fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. Á milli 700 og 800 farþegar eru bókaðir með Flugfélagi Íslands til Ísafjarðar um páskahelgina og hefur verið bætt við aukavélum til að anna fólksflutningum, að því er fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta.

Innlent
Fréttamynd

Í átthagafjötrum á Laugaveginum

Stærri verslanir vantar við Laugaveginn til að draga að sér viðskiptavini. Það mun bjarga minni kaupmönnum við götuna, en rekstur verslana þeirra hefur verið í járnum. Þetta er álit kaupmannanna, eins og fram kom á borgarafundi um verndun og uppbyggingu við Laugaveginn.

Innlent
Fréttamynd

Eins og fangabúðir nasista

Sjálfsstjórnarsvæði Palestínumanna eru eins og fangabúðir og meðferðin minnir helst á meðferð nasista á gyðingum, segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður sem er á ferð í Miðausturlöndum. 

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherrann segir af sér

Forsætisráðherra Eistlands, Juhan Parts, lýsti því yfir í dag að hann hygðist segja af sér í kjölfar þess að eistneska þingið samþykkti vantrauststillögu á hann. Að sögn talsmanns ráðherrans mun hann afhenda uppsagnarbréf sitt síðar í vik</font />unni.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán afbrot á einum degi

Þrítugur karlmaður var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir tugi afbrota af ýmsum toga sem hann hefur framið upp á síðkastið. Einn daginn náði hann að fremja þrettán afbrot.

Innlent
Fréttamynd

Fundarstjórn Halldórs gagnrýnd

Fundarstjórn Halldórs Blöndal forseta Alþingis og skipulag óundirbúinna fyrirspurna var harðlega gagnrýnd í gær. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði algjörlega óþolandi að Frjálslyndir skyldu ekki hafa fengið að koma með óundirbúna fyrirspurn um lífeyrissjóðina á þinginu. "Mér er misboðið," sagði Sigurjón. 

Innlent
Fréttamynd

900 lóðir undir Úlfarsfelli

Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að með úthlutun um 900 lóða undir Úlfarsfelli verði vonandi slegið á hina miklu eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið skaðabótaskylt

Íslenska ríkið var í gær dæmt til greiðslu tæpra sjö milljóna króna í skaðabætur vegna læknamistaka við meðferð á karlmanni á Sjúkrahúsi Akraness árið 1997.

Innlent
Fréttamynd

Mildaði kynferðisbrotadóm

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir kynferðisbrotamanni vegna mótsagnakennds framburðar eins fórnarlamba hans. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf og alvarleg kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum og þriðju stúlkunni og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Stúlkurnar voru 11-14 ára þegar brotin áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Skilafrestur framtala framlengdur

Skilafrestur skattframtala hefur verið framlengdur fram á miðvikudag. Áður auglýstur almennur framtalsfrestur rennur út í dag, 21. mars.

Innlent
Fréttamynd

Stríðið orsök eða afleiðing?

Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn.

Erlent
Fréttamynd

Sveitarfélögum klesst upp við vegg

Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. 

Innlent
Fréttamynd

Lægri sektir fyrir fyrsta brot

Sektir við brotum gegn fjórum lagabálkum um fiskveiðar geta lækkað verulega eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um að fella niður lágmarkssektir fyrir fyrsta brot gegn lögum um fiskveiðar.

Innlent
Fréttamynd

Tugir látnir - 10.000 heimilislaus

Tugir eru látnir og mörg hundruð manns eru slasaðir eftir að hitabeltisstormur reið yfir Bangladess í nótt. Stormurinn gekk á land í norðurhluta landsins og lagði nokkur þorp í rúst; braut og bramlaði hús, reif tré upp með rótum og eyðilagði uppskeru íbúa. Tíu þúsund manns eru heimilislaus.

Erlent
Fréttamynd

Refsing þyngd í Skeljungsráninu

Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Framlengja líf konunnar

Bandaríkjaþing samþykkti í morgun lög sem framlengja líf heilaskaddaðrar konu. Terri Schiavo er alvarlega heilasködduð eftir hjartaáfall fyrir nærri fimmtán árum. Eiginmaður hennar vill að hætt verði að gefa henni næringu og halda á lífi og dómstóll féllst á það.

Erlent
Fréttamynd

Annar jeppinn fundinn

Rétt fyrir klukkan sjö fann björgunarþyrla annan jeppann sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Bíllinn var mannlaus en hann fannst vestan við Kerlingarfjöll.

Innlent
Fréttamynd

Hallgrímur aftur til Kabúl

Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust.

Innlent
Fréttamynd

Frekari landnemabyggðir boðaðar

Stjórnvöld í Jerúsalem tilkynntu í gær að á næstunni yrðu 3.500 hús reist fyrir landnema á Vesturbakkanum. Allar líkur eru á að ákvörðunin spilli fyrir friðarumleitunum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar samþykkja Wolfowitz

Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir því að Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði ráðinn bankastjóri Alþjóðabankans. Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, greindi frá þessu síðdegis. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Wolfowitz sem bankastjóraefni en tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg.

Erlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni um nauðgun

Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Danir á móti skattalækkun

Þrátt fyrir að skattprósentan í Danmörku sé 49,7 prósent, og þar með einhver sú hæsta í heiminum, sýna nýjar skoðanakannanir að meirihluti Dana vill frekar sætta sig við skatthlutfallið en að skattalækkanir bitni á opinberri þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Dómarar lífs og dauða

Vandamenn Terri Schiavo bíða nú milli vonar og ótta eftir að alríkisdómari skeri úr um hvort fjarlægja megi næringarslöngur sem halda lífinu í þessari 41 árs heilaskemmdu konu.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan sveimar yfir Hveravöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú komin að Hveravöllum og sveimar þar yfir svæðið í leit að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Lögreglan og landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, hófu leit í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ásókn í Lambaselslóðir

Alls bárust 136 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli í Breiðholti á fyrsta umsóknardegi sem var í gær. Vagnbjörg Magnúsdóttir, deildarfulltrúi á skrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir aðsókn í lóðirnar rétt eins og um síðasta dag úthlutunar væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

2000 hafa skrifað undir

Um 2000 manns á Suðurnesjum hafa skráð sig á lista í undirskriftasöfnun vegna kröfu um sólarhringsvakt á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Innlent