Fréttir

Fréttamynd

Skrúfa af kanadískum tundurspilli

Landhelgisgæslan kom með skrúfu af kanadíska tundurspillinum Skeenu að Reykjavíkurhöfn í dag. Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar í nóvember árið 1944.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn

Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn.

Innlent
Fréttamynd

Sjö friðargæsluliðar særðust

Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

20-25 þúsund borgarar látnir

Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Börnin gætu ráðið ferðinni

Menntamálaráðuneytið býður nú nemendum í 10. bekk í fyrsta skipti upp á að sækja um framhaldsskóla rafrænt á netinu. Öllum útskriftarnemum úr grunnskólunum er sendur heim veflykill og leiðbeiningar sem þeir geta notað til að skrá sig inn á þar til gerða vefsíðu og þar sótt um þann framhaldsskóla sem þeim hugnast.

Innlent
Fréttamynd

Kann að hafa látist

Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir.

Erlent
Fréttamynd

Vara Írana við

Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Í olíuviðskiptum við Saddam?

„Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun.

Erlent
Fréttamynd

Persónuupplýsingar gegn greiðslu

Smartkort hf. hefur fengið einkaleyfi á tækjum og ferlum sem gera möguleg skipti á persónuupplýsingum gegn greiðslu, hvort sem hún er í formi fjármuna, afsláttar, bónuspunkta eða annarra fríðinda.

Innlent
Fréttamynd

Róstur í Írak í gær

Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum.

Erlent
Fréttamynd

Mærir Íslendingasögur í bók

Hinn heimskunni tékknesk-franski rithöfundur Milan Kundera fer fögrum orðum um íslenska sagnaarfinn í bók sem nýverið kom út í Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Öcalan fái réttláta málsmeðferð

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks.

Innlent
Fréttamynd

5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar yfirgefur frjálslynda

Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Búlgarar samþykkja skilyrði ESB

Búlgarska þingi samþykkti með miklum meirihluta í morgun skilyrðin sem Evrópusambandið setti fyrir inngöngu landsins í sambandið. Þar með getur þetta fátæka land gengið í hóp hinna auðugu Evrópuþjóða. Búist er við að það gerist árið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Sekur um fyrstu gráðu morð

Maður sem skaut til bana hina hálfíslensku Lucille Mosco og særði Jón Atla Júlíusson, son hennar, alvarlega í Flórída fyrir tveimur árum var í gær fundinn sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Jón Atli vonar að maðurinn verði dæmdur til dauða.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði stjórnarflokkana um svik

Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Ákært vegna Dettifosssmygls

Á mánudag var gefin út ákæra á hendur fimm mönnum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp, að því er fram kemur í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna.

Innlent
Fréttamynd

Hættuástandi aflýst í Washington

Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél.

Erlent
Fréttamynd

Óánægja með ávaxtareglur

Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja herða vinnutímatilskipun

Evrópuþingið samþykkti í fyrradag að í uppfærðri vinnutímatilskipun sambandsins yrði kveðið á um að löglegur hámarksvinnutími launþega yrðu 48 stundir á viku. Þar með yrði fallið frá undanþágu frá tilskipuninni, sem að ákveðnum skilyrðum uppfylltum heimilar að launþegi vinni lengri vinnuviku, semji hann um það sérstaklega við vinnuveitandann.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæði greidd í dag

Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stórskotalið til Kína

Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Barði mann með flösku

Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Halldór Blöndal hættir sem forseti

Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogur 50 ára í dag

Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í dag en bærinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli. Hátíðardagskrá verður í Salnum þar sem flutt verða fjölmörg tónlistaratriði, heiðurslistamaður bæjarins verður útnefndur, ræður verða haldnar og kvikmynd sem spannar fimmtíu ára sögu Kópavogs verður sýnd.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn fundinn

Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann.

Innlent
Fréttamynd

42 milljónir takk

Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er í Bandaríkjunum og kostar hingað kominn litlar 42 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar

Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b />

Innlent