Fréttir Skrúfa af kanadískum tundurspilli Landhelgisgæslan kom með skrúfu af kanadíska tundurspillinum Skeenu að Reykjavíkurhöfn í dag. Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar í nóvember árið 1944. Innlent 13.10.2005 19:12 Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn. Innlent 13.10.2005 19:12 Sjö friðargæsluliðar særðust Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 19:12 20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:12 Börnin gætu ráðið ferðinni Menntamálaráðuneytið býður nú nemendum í 10. bekk í fyrsta skipti upp á að sækja um framhaldsskóla rafrænt á netinu. Öllum útskriftarnemum úr grunnskólunum er sendur heim veflykill og leiðbeiningar sem þeir geta notað til að skrá sig inn á þar til gerða vefsíðu og þar sótt um þann framhaldsskóla sem þeim hugnast. Innlent 13.10.2005 19:12 Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 13.10.2005 19:12 Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 13.10.2005 19:12 Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 13.10.2005 19:12 Persónuupplýsingar gegn greiðslu Smartkort hf. hefur fengið einkaleyfi á tækjum og ferlum sem gera möguleg skipti á persónuupplýsingum gegn greiðslu, hvort sem hún er í formi fjármuna, afsláttar, bónuspunkta eða annarra fríðinda. Innlent 17.10.2005 23:41 Róstur í Írak í gær Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 19:12 Mærir Íslendingasögur í bók Hinn heimskunni tékknesk-franski rithöfundur Milan Kundera fer fögrum orðum um íslenska sagnaarfinn í bók sem nýverið kom út í Frakklandi. Innlent 13.10.2005 19:12 Öcalan fái réttláta málsmeðferð Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 19:12 Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks. Innlent 13.10.2005 19:11 5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru. Innlent 13.10.2005 19:11 Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:11 Búlgarar samþykkja skilyrði ESB Búlgarska þingi samþykkti með miklum meirihluta í morgun skilyrðin sem Evrópusambandið setti fyrir inngöngu landsins í sambandið. Þar með getur þetta fátæka land gengið í hóp hinna auðugu Evrópuþjóða. Búist er við að það gerist árið 2007. Innlent 13.10.2005 19:11 Sekur um fyrstu gráðu morð Maður sem skaut til bana hina hálfíslensku Lucille Mosco og særði Jón Atla Júlíusson, son hennar, alvarlega í Flórída fyrir tveimur árum var í gær fundinn sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Jón Atli vonar að maðurinn verði dæmdur til dauða. Innlent 13.10.2005 19:11 Sakaði stjórnarflokkana um svik Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:12 Ákært vegna Dettifosssmygls Á mánudag var gefin út ákæra á hendur fimm mönnum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp, að því er fram kemur í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna. Innlent 13.10.2005 19:11 Hættuástandi aflýst í Washington Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél. Erlent 13.10.2005 19:11 Óánægja með ávaxtareglur Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti. Innlent 13.10.2005 19:11 Vilja herða vinnutímatilskipun Evrópuþingið samþykkti í fyrradag að í uppfærðri vinnutímatilskipun sambandsins yrði kveðið á um að löglegur hámarksvinnutími launþega yrðu 48 stundir á viku. Þar með yrði fallið frá undanþágu frá tilskipuninni, sem að ákveðnum skilyrðum uppfylltum heimilar að launþegi vinni lengri vinnuviku, semji hann um það sérstaklega við vinnuveitandann. Erlent 13.10.2005 19:11 Atkvæði greidd í dag Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11 Stórskotalið til Kína Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni. Innlent 13.10.2005 19:11 Barði mann með flösku Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur. Innlent 13.10.2005 19:11 Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. Innlent 13.10.2005 19:12 Kópavogur 50 ára í dag Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í dag en bærinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli. Hátíðardagskrá verður í Salnum þar sem flutt verða fjölmörg tónlistaratriði, heiðurslistamaður bæjarins verður útnefndur, ræður verða haldnar og kvikmynd sem spannar fimmtíu ára sögu Kópavogs verður sýnd. Innlent 13.10.2005 19:11 Maðurinn fundinn Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann. Innlent 13.10.2005 19:11 42 milljónir takk Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er í Bandaríkjunum og kostar hingað kominn litlar 42 milljónir. Innlent 13.10.2005 19:11 Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11 « ‹ ›
Skrúfa af kanadískum tundurspilli Landhelgisgæslan kom með skrúfu af kanadíska tundurspillinum Skeenu að Reykjavíkurhöfn í dag. Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar í nóvember árið 1944. Innlent 13.10.2005 19:12
Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn. Innlent 13.10.2005 19:12
Sjö friðargæsluliðar særðust Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 19:12
20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:12
Börnin gætu ráðið ferðinni Menntamálaráðuneytið býður nú nemendum í 10. bekk í fyrsta skipti upp á að sækja um framhaldsskóla rafrænt á netinu. Öllum útskriftarnemum úr grunnskólunum er sendur heim veflykill og leiðbeiningar sem þeir geta notað til að skrá sig inn á þar til gerða vefsíðu og þar sótt um þann framhaldsskóla sem þeim hugnast. Innlent 13.10.2005 19:12
Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 13.10.2005 19:12
Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 13.10.2005 19:12
Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 13.10.2005 19:12
Persónuupplýsingar gegn greiðslu Smartkort hf. hefur fengið einkaleyfi á tækjum og ferlum sem gera möguleg skipti á persónuupplýsingum gegn greiðslu, hvort sem hún er í formi fjármuna, afsláttar, bónuspunkta eða annarra fríðinda. Innlent 17.10.2005 23:41
Róstur í Írak í gær Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 19:12
Mærir Íslendingasögur í bók Hinn heimskunni tékknesk-franski rithöfundur Milan Kundera fer fögrum orðum um íslenska sagnaarfinn í bók sem nýverið kom út í Frakklandi. Innlent 13.10.2005 19:12
Öcalan fái réttláta málsmeðferð Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 19:12
Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks. Innlent 13.10.2005 19:11
5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru. Innlent 13.10.2005 19:11
Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:11
Búlgarar samþykkja skilyrði ESB Búlgarska þingi samþykkti með miklum meirihluta í morgun skilyrðin sem Evrópusambandið setti fyrir inngöngu landsins í sambandið. Þar með getur þetta fátæka land gengið í hóp hinna auðugu Evrópuþjóða. Búist er við að það gerist árið 2007. Innlent 13.10.2005 19:11
Sekur um fyrstu gráðu morð Maður sem skaut til bana hina hálfíslensku Lucille Mosco og særði Jón Atla Júlíusson, son hennar, alvarlega í Flórída fyrir tveimur árum var í gær fundinn sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Jón Atli vonar að maðurinn verði dæmdur til dauða. Innlent 13.10.2005 19:11
Sakaði stjórnarflokkana um svik Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:12
Ákært vegna Dettifosssmygls Á mánudag var gefin út ákæra á hendur fimm mönnum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp, að því er fram kemur í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna. Innlent 13.10.2005 19:11
Hættuástandi aflýst í Washington Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél. Erlent 13.10.2005 19:11
Óánægja með ávaxtareglur Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti. Innlent 13.10.2005 19:11
Vilja herða vinnutímatilskipun Evrópuþingið samþykkti í fyrradag að í uppfærðri vinnutímatilskipun sambandsins yrði kveðið á um að löglegur hámarksvinnutími launþega yrðu 48 stundir á viku. Þar með yrði fallið frá undanþágu frá tilskipuninni, sem að ákveðnum skilyrðum uppfylltum heimilar að launþegi vinni lengri vinnuviku, semji hann um það sérstaklega við vinnuveitandann. Erlent 13.10.2005 19:11
Atkvæði greidd í dag Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11
Stórskotalið til Kína Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni. Innlent 13.10.2005 19:11
Barði mann með flösku Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur. Innlent 13.10.2005 19:11
Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. Innlent 13.10.2005 19:12
Kópavogur 50 ára í dag Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í dag en bærinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli. Hátíðardagskrá verður í Salnum þar sem flutt verða fjölmörg tónlistaratriði, heiðurslistamaður bæjarins verður útnefndur, ræður verða haldnar og kvikmynd sem spannar fimmtíu ára sögu Kópavogs verður sýnd. Innlent 13.10.2005 19:11
Maðurinn fundinn Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann. Innlent 13.10.2005 19:11
42 milljónir takk Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er í Bandaríkjunum og kostar hingað kominn litlar 42 milljónir. Innlent 13.10.2005 19:11
Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11