Fréttir

Fréttamynd

Discovery sveimar enn skýjum ofar

Geimferjan Discovery lenti ekki á Canaveral-höfða í morgun eins og til stóð. Skýjahula og þrumuveður í leiddi til þess að stjórnendur NASA ákváðu að fresta lendingunni um heilan sólarhring. Taugatitringur er mikill í herbúðum þeirra vegna bilana í Discovery og allt er gert til að koma í veg fyrir að eitthvað fari úrskeiðis í aðflugi ferjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Rollur við Reykjanesbraut

Sex kindur sáust á beit í mosavöxnu hrauninu við Reykjanesbrautina á dögunum. Þetta er í þriðja skiptið í sumar sem lögreglunni í Keflavík berast kvartanir vegna þessa. Kindurnar virtust ekkert kippa sér upp við umferðina.

Innlent
Fréttamynd

Búið að ráðstafa söfnunarfé

Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Hjálparstarfið þakkar öllum sem lögðu málefninu lið en söfnunin er enn í gangi.

Erlent
Fréttamynd

Fengu 5.000 krónur í laun á viku

Fulltrúar frá stéttarfélagi Vökuls á Hornafirði höfðu fyrir nokkru afskipti af störfum fjögurra þýskra stúlkna sem unnu á kaffihúsi á Breiðdalsvík á mun lægri töxtum en íslenskir kjarasamningar segja til um. Hættu stúlkurnar allar störfum í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarkreppa í Japan

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sleit þingi og boðaði til kosninga í morgun. Ástæðan er sú að þingmenn neituðu að styðja hugmyndir Koizumis um að einkavæða japanska póstinn.

Erlent
Fréttamynd

Aukning farþega um Leifsstöð

Rétt liðlega ein milljón farþega fór um Leifsstöð fyrstu sjö mánuði ársins, sem er aukning um tíu prósent frá sama tímabili í fyrra og er þetta mesti farþegafjöldi til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Húsvagnar þurfa sérstaka tryggingu

Það er algengur misskilningur að kaskótrygging bíls bæti tjón sem verður á húsvagni við óhapp líkt og í ofsaveðrinu í gær. Sérstaka kaskótryggingu þarf fyrir húsvagna.

Innlent
Fréttamynd

Barnatælari á rauðum bíl

Lögreglan í Kópavogi rannsakar hvort barnaníðingur hafi reynt að tæla þrjá unga drengi út í bíl til sín í Smáralindinni á föstudaginn. Hringt var í almenningssíma í verslunarmiðstöðinni og drengjunum lofað sælgæti ef þeir kæmu út í rauðan bíl á bílastæðinu. Þetta er þriðja sinn á síðustu tíu mánuðum þar sem rauður bíll kemur við sögu í slíkum málum.

Innlent
Fréttamynd

Barnaníðings leitað í Smáralind

Lögreglan í Kópavogi rannsakar hvort barnaníðingur reyni að lokka til sín unga drengi í gegnum símasjálfsala í Smáralindinni. Málið kom upp á föstudag og vinna öryggisverðir verslunarmiðstöðvarinnar með lögreglu að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Kosið í 61 sveitarfélagi

Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða samþykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um tillögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán.

Innlent
Fréttamynd

Koizumi boðar til kosninga

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í gær eftir að efri deildin felldi stjórnarfrumvarp um einkavæðingu póstþjónustunnar. Búist er við afar spennandi haustkosningum.

Erlent
Fréttamynd

Jennings fallinn frá

Einhver þekktasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og aðalfréttaþulur sjónvarpsstöðvarinnar ABC, Peter Jennings, lést í nótt úr lungnakrabbameini. Hann var sextíu og sjö ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Setja ofan í við KEA

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á heimasíðu sinni í dag um viðbrögð KEA við því að framkvæmdastjóri fyrirtækisins hyggðst taka sér fæðingarorlof.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni gegn fuglaflensu

Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að þróa bóluefni handa fólki til að sporna gegn fuglaflensu að því er talsmenn bandaríska heilbrigðisráðuneytisins segja.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir tilræðin 21.júlí

Bresk yfirvöld hafa ákært Yasin Omar, einn fjórmenninganna sem stóðu að misheppnuðum sprengjutilræðum í þremur jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí síðastliðinn. Omar var handtekinn viku eftir árásirnar í Birmingham og er sá fyrsti af mönnunum fjórum sem ákærður er fyrir tilræðin.

Erlent
Fréttamynd

Fagna yfirlýsingu ráðherra

Forysta Samtakanna 78 fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra um að hann styðji aukinn rétt homma og lesbía til að stofna fjölskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Hörð mótmæli í Samava í Írak

Hundruð manna gengu berserksgang í smábænum Samava í Írak í dag. Fólkið var að mótmæla lélegri opinberri þjónustu, en þar hefur verið skortur á vatni, rafmagni og öðrum lífsnauðsynjum. Kveikt var í bílum og önnur skemmdarverk unnin. Lauk þessu ekki fyrr en lögregla hóf skothríð á mannfjöldann og er sagt að að minnsta kosti átta manns hafi orðið fyrir byssukúlum.

Erlent
Fréttamynd

Vakin af birni í útilegu

Hópur fólks í útilegu í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum þegar bjarndýr tók að klóra hann. Fólkið var fljótt að koma sér fram úr.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um námuverkamenn í Kína

103 námuverkamenn eru fastir neðanjarðar í námu í Guangdong-héraði í Kína. Miklar rigningar á svæðinu eru sagðar hafa valdið því að það flæddi inn ío námuna með fyrrgreindum afleiðingum. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur eftir yfirvöldum á staðnum að björgunarstarf sé hafið en ekki hefur verið greint frá því hvernig aðstæður mannanna séu.

Erlent
Fréttamynd

Talinn hafa myrt 30 ungar stúlkur

Úkraínska lögreglan hefur handtekið Rússa sem grunaður er um að hafa myrt um þrjátíu ungar stúlkur í landinu á síðustu tveimur áratugum. Maðurinn var gripinn í kjölfar morðs á 10 ára stúlku í síðustu viku og játaði á sig fjölda morða við yfirheyrslur.

Erlent
Fréttamynd

Réðust þrír gegn einum

Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt.

Innlent
Fréttamynd

Mjög hvasst undir Hafnarfjalli

Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti prófasturinn

Fyrsti prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis sem stofnað var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis.

Innlent
Fréttamynd

Varað við stormi suðvestanlands

Það blæs hressilega í höfuðborginni, nóg til að velta um bárujárni og sópa ryðgaðri þakrennu af húsi í Hafnarfirði svo að dæmi sé tekið. Varar Veðurstofan við stormi suðvestanlands, suðaustanátt og austanátt, allt að 23 metrum á sekúndu. Spáin gerir ráð fyrir að það lægi talsvert um og eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Discovery lendir í dag

Áætlað er að geimferjan Discovery lendi við Canaveralhöfða í Flórída dag. Áhöfnin lauk undirbúningi sínum fyrir ferðina til jarðar í gærmorgun og æfðu lendinguna ítrekað í tölvuhermi.

Erlent
Fréttamynd

Árekstur á Þingvöllum

Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir harðan árekstur fólksbíls og vörubíls á Þingvöllum um miðjan dag í gær. Meiðsl þeirra eru þó ekki lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir áform um árásir

Dómstólar í Jemen hófu í dag að rétta yfir fjórum Írökum sem sakaðir eru um að hafa ætlað að sprengja bæði sendiráð Breta og Bandaríkjamanna í Jemen í loft upp. Aðeins þrír mannanna eru viðstaddir réttarhöldin en þeir voru handteknir árið 2003 með sprengiefni í fórum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Styður kröfur samkynhneigðra

Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir, lýsir því yfir að samkynhneigðir eigi að njóta nákvæmlega sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar. Það eitt að til séu sérstök lög um réttindi samkynhneigðra sýni að pottur sé brotinn í íslenskum lögum. Í lýðræðissamfélagi er það lágmarkskrafa að einstaklingar njóti sömu réttinda óháð séreinkennum þeirra, segir í yfirlýsingu Siðmenntar.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamt hjá björgunarsveitum

Umhleypingasamt var víða á suðvesturhorni landsins í gær og fengu lögregla og björgunarsveitir ærin starfa við að bjarga lausum hlutum í verstu hviðunum. Mikill vindstrengur var fyrir Hafnarfjall í Borgarfirði með þeim afleiðingum að þrír bílar með hjólhýsi og einn með tjaldvagn í eftirdragi fuku útaf. Eitt hjólhýsið gjöreyðilagðist.

Innlent