Fréttir Sanna hið gagnstæða Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum. Erlent 13.10.2005 19:41 Mótmæltu andstöðu við kjarnorku Um það bil þrjú hundruð íranskir námsmenn á harðlínukantinum fleygðu bæði tómötum og grjóti í breska sendiráðið í Teheran fyrr í dag. Einnig hrópuðu þeir slagorð gegn bresku ríkistjórninni. Erlent 13.10.2005 19:41 Mannrán í Írak Ekkert lát virðist á mannránum í Írak. Framkvæmdastjóra írakska Seðlabankans, Hasib Juwaid, var rænt í dag. Að sögn vitna réðist hópur vopnaðra manna að honum fyrir utan heimili hans í austurhluta Bagdad, þröngvaði honum inn í bíl og ók á brott á ofsahraða. Erlent 13.10.2005 19:41 Teikningar varpa ljósi á hörmungar Teikningar barna í Darfur-héraði staðfesta að súdanska ríkisstjórnin hafi staðið á bak við herferðina þar undanfarin misseri, að mati tveggja starfsmanna mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa unnið með börnum í héraðinu. Erlent 13.10.2005 19:41 Yfirtökuskylda könnuð Yfirtökunefnd er nú að kanna hvort nýir hluthafar í Icelandair, eða FL Group, séu svo tengdir Baugi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fjárhagslega, að yfirtökuskylda hafi myndast. Yfirtökunefnd hefur fjallað um málefni FL Group á nokkrum fundum sínum og skipað sérstaka nefnd til þess að kanna hvort nokkrir hluthafar í fyrirtækinu væru svo efnahagslega tengdir að yfirtökuskylda hafi myndast. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:41 Bílvelta í Fljótsdal Þrítugur maður slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðuklaustur í Fljótsdal um klukkan sex í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabíl á flugvöllinn á Egilsstöðum þaðan sem hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn sem var einn í bílnum er grunaður um ölvun. Innlent 13.10.2005 19:41 Enn talsverður fjöldi strandaglópa Enn er fjöldi farþega British Airways strandaður víðvegar um heiminn og segja talsmenn félagsins hætt við því að ekki verði hægt að koma öllum á áfangastað fyrr en næstkomandi fimmtudag, viku eftir skæruverkfall starfsfólks á Heathrow. Nokkuð er um að strandaglóparnir séu ósáttir við að njóta ekki forgangs fram yfir aðra farþega flugfélagsins. Erlent 13.10.2005 19:41 Beðið eftir enska boltanum Hundruðir bíða enn eftir því að fá enska boltann heim í stofu. Síminn vonast til að sá listi verði hreinsaður upp á næstu dögum. Stjórn Arsenalklúbbsins hélt fund á Players í dag og horfu í leiðinni á leik Arsenal og Newcastel sem fór tvö núll fyrir þeim fyrrnefndu. Innlent 13.10.2005 19:41 Lögregla tekur á mótmælendum Einn erlendur mótmælandi var í haldi lögreglu í rúmlega hálfan sólarhring eftir að hafa verið tekinn höndum fyrir utan Mál og menningu í gærkvöld. Tveir mótmælendur, karlmaður og kona, voru handtekinn í gærkvöld þar sem þau voru á gangi á Laugaveginum. Innlent 13.10.2005 19:41 Breytingar í utanríkismálum Kurmanbek Bakijev, forseti Kirgisistan, hefur verið vígður í embætti. Í innsetningarræðu sinni sagði forsetinn að Kirgisistan myndi halda áfram að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Í landinu eru nú bæði bandarískar og rússneskar hersveitir og hefur það valdið nokkurri togstreitu vegna þess að Kirgisistan er sérstaklega vel staðsett frá hernaðarlegu sjónarmiði. Erlent 13.10.2005 19:41 Níræð skákkona sigurviss Níræð kona sem tók þátt í fjöltefli við Friðrik Ólafsson í dag, æfði sig á skáktölvu áður en hún lagði til atlögu við stórmeistarann. Innlent 13.10.2005 19:41 Litlar líkur á yfirtöku Markaðssérfræðingar Sunday Times spá í líkurnar á yfirtökutilboði FL-Group, sem á Icelandair, í easyJet. Bent er á að gengi bréfa í easyJet hafi verið hærra fyrir helgi en allt árið á undan og er sú hækkun rakin til hugsanlegrar yfirtöku. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:41 Brottfluttir flóttamenn snúa aftur Írakskir flóttamenn með dvalarleyfi í Danmörku, hafa eins árs umhugsunarfrest eftir að þeir fara heim. Ef þeir vilja snúa aftur til Danmerkur innan árs, er þeim það heimilt. Í danska dagblaðinu Politiken segir í dag að frá stríðslokum vorið 2003 hafa um tvö hundruð og fimmtíu Írakar flutt til baka til Írak. Erlent 13.10.2005 19:41 Miðborgin í nótt Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Kona var flutt á slysadeild eftir að maður hafði slegið hana í Austurstræti. Áverkarnir voru ekki taldir alvarlegir. Innlent 13.10.2005 19:41 R-listaflokkar leita allra leiða R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Innlent 13.10.2005 19:41 Áætlun á réttan kjöl Flugáætlun breska flugfélagsins British Airways er loks að komast á réttan kjöl eftir að starfsmenn þess fóru í verkfall fyrir helgi. Þó eru enn farþegar sem bíða eftir að komast á áfangastaði sína og hafa sumir nú beðið í fjóra daga eftir flugi. Erlent 13.10.2005 19:41 Fjórir færðir í fangageymslur Danskir dagar í Stykkishólmi um helgina fóru að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglu. Talsverð ölvun var þó í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum mönnum vegna óláta. Innlent 13.10.2005 19:41 Á gjörgæslu eftir umferðarslys Maður um þrítugt var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að pallbíll sem hann ók valt við Skriðuklaustur í Fljótsdal snemma í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:41 Vinstri grænir ósammála Það hriktir í stoðum R-listans. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur hann einu leiðina til að hindra valdatöku Sjálfstæðisflokksins í borginni, og segist aldrei munu standa að samþykkt sem leiði það af sér. Innlent 13.10.2005 19:41 Gæti fleiri tilefni til skoðunar "Ég tel að hægt væri að gera alla stjórnendur og fyrirtækjaeigendur á Íslandi að glæpamönnum ef fyrirtæki þeirra væru skoðuð ofan í kjölinn," segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa. Innlent 13.10.2005 19:41 Andfélgsleg hegðun nudduð á brott Yfirvöld í Gorton í Bretlandi bjóða uppá nýstárlega aðferð við að koma reglu og skikki á vandræðaunglinga í borginni. Unglingarnir sem búa í alræmdu fátækrahverfi, hafa flestir sýnt andfélagslega hegðun og komist í kast við lögin með einhverjum hætti.Nú hefur stór hópur þeirra verið skyldaður til þess að læra handa og handleggjanudd. Erlent 13.10.2005 19:41 Flug BA enn í ólagi Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag. Erlent 13.10.2005 19:40 Náðu flakinu upp Flaki þyrlunnar sem hrapaði undan ströndum Eistlands í vikunni var híft upp í gær. Kafarar höfðu þá þegar náð upp líkum þrettán þeirra sem voru um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði. Lík annars flugmannsins hefur ekki enn fundist en alls létust fjórtán í slysinu. Erlent 13.10.2005 19:41 Ítalir tínast frá Írak Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska. Erlent 13.10.2005 19:40 Haldið upp á afmæli Castro Mikið var um hátíðahöld á Kúbu í dag þegar haldið var upp á 79 ára afmæli Fidels Castro. Forsíður dagblaða voru helgaðar leiðtoga landsins til 46 ára og heimildarþættir um hann voru sýndir í sjónvarpi. Erlent 13.10.2005 19:41 Réðist á andstæðinga sína Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð. Erlent 13.10.2005 19:41 Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. Erlent 13.10.2005 19:41 Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Innlent 13.10.2005 19:40 Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Kynþáttafordómar dýraverndarsinna Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma. Erlent 13.10.2005 19:41 « ‹ ›
Sanna hið gagnstæða Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum. Erlent 13.10.2005 19:41
Mótmæltu andstöðu við kjarnorku Um það bil þrjú hundruð íranskir námsmenn á harðlínukantinum fleygðu bæði tómötum og grjóti í breska sendiráðið í Teheran fyrr í dag. Einnig hrópuðu þeir slagorð gegn bresku ríkistjórninni. Erlent 13.10.2005 19:41
Mannrán í Írak Ekkert lát virðist á mannránum í Írak. Framkvæmdastjóra írakska Seðlabankans, Hasib Juwaid, var rænt í dag. Að sögn vitna réðist hópur vopnaðra manna að honum fyrir utan heimili hans í austurhluta Bagdad, þröngvaði honum inn í bíl og ók á brott á ofsahraða. Erlent 13.10.2005 19:41
Teikningar varpa ljósi á hörmungar Teikningar barna í Darfur-héraði staðfesta að súdanska ríkisstjórnin hafi staðið á bak við herferðina þar undanfarin misseri, að mati tveggja starfsmanna mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa unnið með börnum í héraðinu. Erlent 13.10.2005 19:41
Yfirtökuskylda könnuð Yfirtökunefnd er nú að kanna hvort nýir hluthafar í Icelandair, eða FL Group, séu svo tengdir Baugi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fjárhagslega, að yfirtökuskylda hafi myndast. Yfirtökunefnd hefur fjallað um málefni FL Group á nokkrum fundum sínum og skipað sérstaka nefnd til þess að kanna hvort nokkrir hluthafar í fyrirtækinu væru svo efnahagslega tengdir að yfirtökuskylda hafi myndast. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:41
Bílvelta í Fljótsdal Þrítugur maður slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðuklaustur í Fljótsdal um klukkan sex í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabíl á flugvöllinn á Egilsstöðum þaðan sem hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn sem var einn í bílnum er grunaður um ölvun. Innlent 13.10.2005 19:41
Enn talsverður fjöldi strandaglópa Enn er fjöldi farþega British Airways strandaður víðvegar um heiminn og segja talsmenn félagsins hætt við því að ekki verði hægt að koma öllum á áfangastað fyrr en næstkomandi fimmtudag, viku eftir skæruverkfall starfsfólks á Heathrow. Nokkuð er um að strandaglóparnir séu ósáttir við að njóta ekki forgangs fram yfir aðra farþega flugfélagsins. Erlent 13.10.2005 19:41
Beðið eftir enska boltanum Hundruðir bíða enn eftir því að fá enska boltann heim í stofu. Síminn vonast til að sá listi verði hreinsaður upp á næstu dögum. Stjórn Arsenalklúbbsins hélt fund á Players í dag og horfu í leiðinni á leik Arsenal og Newcastel sem fór tvö núll fyrir þeim fyrrnefndu. Innlent 13.10.2005 19:41
Lögregla tekur á mótmælendum Einn erlendur mótmælandi var í haldi lögreglu í rúmlega hálfan sólarhring eftir að hafa verið tekinn höndum fyrir utan Mál og menningu í gærkvöld. Tveir mótmælendur, karlmaður og kona, voru handtekinn í gærkvöld þar sem þau voru á gangi á Laugaveginum. Innlent 13.10.2005 19:41
Breytingar í utanríkismálum Kurmanbek Bakijev, forseti Kirgisistan, hefur verið vígður í embætti. Í innsetningarræðu sinni sagði forsetinn að Kirgisistan myndi halda áfram að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Í landinu eru nú bæði bandarískar og rússneskar hersveitir og hefur það valdið nokkurri togstreitu vegna þess að Kirgisistan er sérstaklega vel staðsett frá hernaðarlegu sjónarmiði. Erlent 13.10.2005 19:41
Níræð skákkona sigurviss Níræð kona sem tók þátt í fjöltefli við Friðrik Ólafsson í dag, æfði sig á skáktölvu áður en hún lagði til atlögu við stórmeistarann. Innlent 13.10.2005 19:41
Litlar líkur á yfirtöku Markaðssérfræðingar Sunday Times spá í líkurnar á yfirtökutilboði FL-Group, sem á Icelandair, í easyJet. Bent er á að gengi bréfa í easyJet hafi verið hærra fyrir helgi en allt árið á undan og er sú hækkun rakin til hugsanlegrar yfirtöku. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:41
Brottfluttir flóttamenn snúa aftur Írakskir flóttamenn með dvalarleyfi í Danmörku, hafa eins árs umhugsunarfrest eftir að þeir fara heim. Ef þeir vilja snúa aftur til Danmerkur innan árs, er þeim það heimilt. Í danska dagblaðinu Politiken segir í dag að frá stríðslokum vorið 2003 hafa um tvö hundruð og fimmtíu Írakar flutt til baka til Írak. Erlent 13.10.2005 19:41
Miðborgin í nótt Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Kona var flutt á slysadeild eftir að maður hafði slegið hana í Austurstræti. Áverkarnir voru ekki taldir alvarlegir. Innlent 13.10.2005 19:41
R-listaflokkar leita allra leiða R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Innlent 13.10.2005 19:41
Áætlun á réttan kjöl Flugáætlun breska flugfélagsins British Airways er loks að komast á réttan kjöl eftir að starfsmenn þess fóru í verkfall fyrir helgi. Þó eru enn farþegar sem bíða eftir að komast á áfangastaði sína og hafa sumir nú beðið í fjóra daga eftir flugi. Erlent 13.10.2005 19:41
Fjórir færðir í fangageymslur Danskir dagar í Stykkishólmi um helgina fóru að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglu. Talsverð ölvun var þó í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum mönnum vegna óláta. Innlent 13.10.2005 19:41
Á gjörgæslu eftir umferðarslys Maður um þrítugt var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að pallbíll sem hann ók valt við Skriðuklaustur í Fljótsdal snemma í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:41
Vinstri grænir ósammála Það hriktir í stoðum R-listans. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur hann einu leiðina til að hindra valdatöku Sjálfstæðisflokksins í borginni, og segist aldrei munu standa að samþykkt sem leiði það af sér. Innlent 13.10.2005 19:41
Gæti fleiri tilefni til skoðunar "Ég tel að hægt væri að gera alla stjórnendur og fyrirtækjaeigendur á Íslandi að glæpamönnum ef fyrirtæki þeirra væru skoðuð ofan í kjölinn," segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa. Innlent 13.10.2005 19:41
Andfélgsleg hegðun nudduð á brott Yfirvöld í Gorton í Bretlandi bjóða uppá nýstárlega aðferð við að koma reglu og skikki á vandræðaunglinga í borginni. Unglingarnir sem búa í alræmdu fátækrahverfi, hafa flestir sýnt andfélagslega hegðun og komist í kast við lögin með einhverjum hætti.Nú hefur stór hópur þeirra verið skyldaður til þess að læra handa og handleggjanudd. Erlent 13.10.2005 19:41
Flug BA enn í ólagi Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag. Erlent 13.10.2005 19:40
Náðu flakinu upp Flaki þyrlunnar sem hrapaði undan ströndum Eistlands í vikunni var híft upp í gær. Kafarar höfðu þá þegar náð upp líkum þrettán þeirra sem voru um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði. Lík annars flugmannsins hefur ekki enn fundist en alls létust fjórtán í slysinu. Erlent 13.10.2005 19:41
Ítalir tínast frá Írak Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska. Erlent 13.10.2005 19:40
Haldið upp á afmæli Castro Mikið var um hátíðahöld á Kúbu í dag þegar haldið var upp á 79 ára afmæli Fidels Castro. Forsíður dagblaða voru helgaðar leiðtoga landsins til 46 ára og heimildarþættir um hann voru sýndir í sjónvarpi. Erlent 13.10.2005 19:41
Réðist á andstæðinga sína Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð. Erlent 13.10.2005 19:41
Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. Erlent 13.10.2005 19:41
Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Innlent 13.10.2005 19:40
Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Kynþáttafordómar dýraverndarsinna Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma. Erlent 13.10.2005 19:41