Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann

Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum.

Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó

Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi.

Í lífstíðarbann fyrir að hagræða úrslitum

Sílemaðurinn Sebastián Rivera, fyrrum tennismaður og nú þjálfari, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá íþróttinni. Hann var fundinn sekur um að hafa hagrætt úrslitum í 64 tennisleikjum.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.