Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. 1.11.2025 22:03
Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs. 1.11.2025 19:15
Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn 1.11.2025 14:02
Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tango Travel segist vera í áfalli eftir að fyrirtækið þurfti að hætta starfsemi vegna áhrifa af gjaldþroti Play. Hann er ósáttur við reglugerð um Ferðamálastofu og telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið. 1.11.2025 12:30
Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni. 29.10.2025 20:03
Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. 29.10.2025 12:16
Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. 28.10.2025 19:47
Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 28.10.2025 11:11
Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur. 27.10.2025 23:31
Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. 27.10.2025 12:53