Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. 19.10.2025 21:18
Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19.10.2025 19:47
Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að kennarar hafi þurft að leita læknisaðstoðar og einn starfsmaður hafi sagt upp störfum innan við viku frá því hann byrjaði vegna daglegra barsmíða. 19.10.2025 18:56
„Málið er fast“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist opinn fyrir öllum hugmyndum sem væru til þess að leysa deilu flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir flókið hvert næsta skref eigi að vera. 19.10.2025 13:19
„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. 19.10.2025 12:08
Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Af 16.892 vinningshöfum voru það tveir spilarar sem skiptu með sér sjöfalda pottinum og hlýtur hvor um sig rúmlega 86,2 milljónir í vinning. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að annar lukkumiðinn hafi verið keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og hinn á vefnum lotto.is. 18.10.2025 21:04
Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. 18.10.2025 18:09
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18.10.2025 14:44
Allt bendir til verkfalls Allt bendir til að flugumferðarstjórar fari í verkfall annað kvöld. Engin niðurstaða fékkst á fundi í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. 18.10.2025 12:42
Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Íbúi í Fossvogi segir að strætóumferð í gegnum hverfið úr Kópavogi geri það að umferðareyju. Hann segir að sextán strætisvagnar muni keyra í gegnum hverfið á hverri klukkustund verði strætó að ósk sinni að opna þar leið á milli Kópavogs og Reykjavíkur. 16.10.2025 19:31