Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 8.10.2025 18:58
Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Landsliðstríóið Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson átti ríkan þátt í öruggum sigri Magdeburg gegn GOG í Danmörku í kvöld, 39-30, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 8.10.2025 18:40
Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8.10.2025 18:24
Salah sendi Egypta á HM Mohamed Salah og félagar hans í egypska landsliðinu verða með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir 3-0 sigur gegn Djibútí í dag. 8.10.2025 18:05
Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Byrjunin hjá Elínu Klöru Þorkelsdóttur í atvinnumennsku hefur gengið eins og í sögu. Sænska handboltaliðið Sävehof hefur nú fagnað sigri í öllum tíu leikjum sínum eftir komu Haukakonunnar sem er í algjöru aðalhlutverki. 8.10.2025 17:38
Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. 8.10.2025 07:01
Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Bónus-deild kvenna í körfubolta á sviðið á sportrásum Sýnar í dag en þar má einnig finna pílukast í beinni, íshokkí og golf. 8.10.2025 06:02
Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu. 7.10.2025 23:13
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7.10.2025 22:42
McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu MMA bardagakappinn Conor McGregor hefur verið dæmdur í átján mánaða bann frá keppni í UFC vegna brota á reglum um lyfjaeftirlit. Hann mun þó geta byrjað að keppa aftur á næsta ári, vel tímanlega fyrir bardagakvöldið á afmæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta fái hann að keppa þar. 7.10.2025 21:51