Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye

Óhætt er að segja að mögnuð tilþrif hafi sést á fjórða og síðasta stigasöfnunarkvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, á Bullseye í gær. Sjö af átta keppendum voru með bakið uppi við vegg svo hver píla og hver leggur skipti máli.

„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“

Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn.

Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika

Íslandsmeistarar Breiðabliks eiga níðþungt verkefni fyrir höndum í Danmörku á miðvikudaginn, í seinni leik sínum við Fortuna Hjörring í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta.

Úti er ævin­týri hjá Elínu Klöru en HM tekur við

Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki í Evrópudeildinni í handbolta í vetur eftir að lið hennar, Svíþjóðarmeistarar Sävehof, féll úr leik með tapi gegn Viborg í Danmörku í dag.

Tólfan boðar til partýs í Var­sjá

Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu.

Lofar að fara spar­lega með Isak

Graham Potter hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, fyrir leikinn við Sviss í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Flestar helstu stjörnur Svía vantar í liðið.

Sjá meira