Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Fótboltamaður sem lék með enska landsliðinu á öðrum áratug þessarar aldar, sem og í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar. 2.12.2025 10:07
„Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Arnar Gunnlaugsson og Adda Baldursdóttir segja allt útlit fyrir að eitthvað meira en þörf á hvíld liggi að baki því að Mohamed Salah var á varamannabekk Liverpool allan leikinn í sigrinum á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 2.12.2025 08:30
Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Leikmenn sænska landsliðsins hafa ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu og spila þar fótbolta fyrir góð laun, líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands, og hin þýska Dzsenifer Marozsán hafa gert. 2.12.2025 08:02
Stór hópur Íslands á EM Ísland á fjölmenna sveit sundfólks á Evrópumótinu í 25 metra laug sem hefst í Lublin í Póllandi á morgun. 1.12.2025 16:00
Hótað lífláti eftir mistökin Forráðamenn Formúlu 1 liðs Red Bull hafa beðist afsökunar á sínum þætti í þeirri reiðiöldu sem beindist að Kimi Antonelli, ökuþór Mercedes, sem fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Katar um helgina. 1.12.2025 15:17
Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Brasilíski fótboltaþjálfarinn Abel Braga ákvað að snúa aftur í þjálfun um helgina, í von um að bjarga sínu gamla liði Internacional frá falli úr efstu deild Brasilíu. Hann olli hins vegar óánægju með ósmekklegum ummælum um bleikar æfingatreyjur liðsins strax á fyrsta blaðamannafundi. 1.12.2025 14:32
Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. 1.12.2025 12:16
Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Íslandsmeistara Víkings í fótbolta, segir Arsenal hafa skorað „dæmigert Víkingsmark“ þegar Mikel Merino jafnaði metin gegn Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. 1.12.2025 11:33
Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Keyshawn Woods á afar kærar minningar af fjölunum á Hlíðarenda og nú er þessi bandaríski körfuboltamaður búinn að semja um að snúa aftur til Íslands og spila fyrir Val. 1.12.2025 11:02
Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina. 1.12.2025 10:36