Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. 1.12.2025 12:16
Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Íslandsmeistara Víkings í fótbolta, segir Arsenal hafa skorað „dæmigert Víkingsmark“ þegar Mikel Merino jafnaði metin gegn Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. 1.12.2025 11:33
Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Keyshawn Woods á afar kærar minningar af fjölunum á Hlíðarenda og nú er þessi bandaríski körfuboltamaður búinn að semja um að snúa aftur til Íslands og spila fyrir Val. 1.12.2025 11:02
Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina. 1.12.2025 10:36
„Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Ísbjörninn Kolbeinn Kristinsson fór illa með andstæðing sinn í boxhringnum um helgina og er enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli, eftir nítján bardaga. Nú gætu stórar dyr verið að opnast. 1.12.2025 10:07
Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Norðmenn eru á leið á HM karla í fótbolta í fyrsta sinn á þessari öld og því fylgja ákveðnar skyldur. 1.12.2025 09:35
Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Kallað hefur verið eftir því að Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV, fái eitthvað meira en tveggja mínútna brottvísunina sem hann fékk fyrir að fella Ágúst Guðmundsson, leikmann HK, í leik í Olís-deildinni í handbolta um helgina. 1.12.2025 09:04
Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði engan þurfa að velkjast í vafa um hversu mikilvægur Mohamed Salah hefði verið fyrir liðið og yrði áfram, þó að hann væri settur á varamannabekkinn í gær. 1.12.2025 08:36
Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, lýsti verkfræðingi Red Bull liðsins sem „heilalausum“ eftir ásakanir um svindl í lokin á næstsíðustu keppni tímabilsins í gær. 1.12.2025 08:08
Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Aitana Bonmatí, sem hlotið hefur Gullboltann síðustu þrjú ár í röð, missir af seinni úrslitaleik Þjóðadeildar kvenna í fótbolta á morgun eftir að hafa fótbrotnað á æfingu spænska landsliðsins. Meiðslin gætu komið í veg fyrir að hún mæti Íslandi í undankeppni HM. 1.12.2025 07:27