Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Norðmenn eru á leið á HM karla í fótbolta í fyrsta sinn á þessari öld og því fylgja ákveðnar skyldur. 1.12.2025 09:35
Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Kallað hefur verið eftir því að Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV, fái eitthvað meira en tveggja mínútna brottvísunina sem hann fékk fyrir að fella Ágúst Guðmundsson, leikmann HK, í leik í Olís-deildinni í handbolta um helgina. 1.12.2025 09:04
Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði engan þurfa að velkjast í vafa um hversu mikilvægur Mohamed Salah hefði verið fyrir liðið og yrði áfram, þó að hann væri settur á varamannabekkinn í gær. 1.12.2025 08:36
Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, lýsti verkfræðingi Red Bull liðsins sem „heilalausum“ eftir ásakanir um svindl í lokin á næstsíðustu keppni tímabilsins í gær. 1.12.2025 08:08
Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Aitana Bonmatí, sem hlotið hefur Gullboltann síðustu þrjú ár í röð, missir af seinni úrslitaleik Þjóðadeildar kvenna í fótbolta á morgun eftir að hafa fótbrotnað á æfingu spænska landsliðsins. Meiðslin gætu komið í veg fyrir að hún mæti Íslandi í undankeppni HM. 1.12.2025 07:27
„Okkar konur eiga meira skilið“ Formaður þýska handknattleikssambandsins segir það reginhneyksli að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ARD og ZDF skuli ekki ætla að gera HM kvenna góð skil fyrr en komi að átta liða úrslitum. 28.11.2025 16:33
Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á hópi Íslands fyrir leikinn við Serbíu í kvöld, á HM kvenna í handbolta. 28.11.2025 14:14
Dáður en umdeildur kylfingur látinn Bandaríski kylfingurinn Fuzzy Zoeller, sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, er látinn, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu skugga á glæstan feril. 28.11.2025 14:03
Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? 28.11.2025 13:16
Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Aðeins fjórir keppendur standa eftir í Úrvalsdeildinni í pílukasti og keppa þeir á Bullseye við Snorrabraut annað kvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport, um sæti á lokakvöldinu. 28.11.2025 12:31