„Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Samantha Smith, ein allra besta knattspyrnukona hér á landi síðustu ár, hefur nú kvatt landið en kveðst að eilífu verða þakklát fyrir tíma sinn hér. 7.12.2025 22:22
Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Real Madrid varð að sætta sig við 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo í kvöld og er fjórum stigum á eftir Barcelona á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. 7.12.2025 22:09
Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Danski framherjinn Rasmus Höjlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið komst á topp ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-1 sigri gegn Juventus. 7.12.2025 21:58
Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7.12.2025 21:40
Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Danmörk vann Ungverjaland í spennandi lokaleik í milliriðli 1 á HM kvenna í handbolta í kvöld, 28-27, og náði þar með toppsætinu. Noregur hélt áfram yfirburðum sínum og vann milliriðil 4. 7.12.2025 21:04
Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn „Ég elska þig mamma, ég elska þig pabbi. Takk fyrir allt,“ sagði grátandi Lando Norris, nýbúinn með síðasta spölinn að sínum fyrsta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Allt það helsta úr lokakeppni ársins má sjá á Vísi. 7.12.2025 19:46
Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Kristall Máni Ingason stimplaði sig út í jólafrí með því að skora seinna mark Sönderjyske á Parken í dag, í sögulegum 2-0 sigri liðsins á FC Kaupmannahöfn, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 7.12.2025 19:33
Tryggvi reif til sín flest fráköst Tryggvi Snær Hlinason var á meðal bestu manna hjá Bilbao þegar liðið vann 79-72 sigur gegn Gran Canaria í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. 7.12.2025 19:21
Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Magdeburg, með sitt tríó af íslenskum landsliðsmönnum, hefur enn ekki tapað leik í þýsku 1. deildinni í handbolta og vann ellefu marka stórsigur gegn Göppingen, liði Ýmis Arnar Gíslasonar, í dag, 37-26. 7.12.2025 19:09
Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Fyrirliðinn Marc Guéhi kom Crystal Palace til bjargar í Lundúnaslagnum við Fulham á Craven Cottage í dag, með sigurmarki í lokin. Þar með situr Palace í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 7.12.2025 18:25