Tryggvi reif til sín flest fráköst Tryggvi Snær Hlinason var á meðal bestu manna hjá Bilbao þegar liðið vann 79-72 sigur gegn Gran Canaria í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. 7.12.2025 19:21
Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Magdeburg, með sitt tríó af íslenskum landsliðsmönnum, hefur enn ekki tapað leik í þýsku 1. deildinni í handbolta og vann ellefu marka stórsigur gegn Göppingen, liði Ýmis Arnar Gíslasonar, í dag, 37-26. 7.12.2025 19:09
Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Fyrirliðinn Marc Guéhi kom Crystal Palace til bjargar í Lundúnaslagnum við Fulham á Craven Cottage í dag, með sigurmarki í lokin. Þar með situr Palace í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 7.12.2025 18:25
Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Ekkert virðist ætla að trufla titilvörn Bayern München, í efstu deild kvenna í fótbolta í Þýskalandi. Í dag vann liðið 5-0 stórsigur á liðinu í 5. sæti, Frankfurt. 7.12.2025 18:09
Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Fjórða deildarleikinn í röð varð landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Panathinaikos í dag, í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta. 7.12.2025 17:33
Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Tómas Bent Magnússon og félagar í liði Hearts hafa nú unnið bæði Glasgow-veldin, Celtic og Rangers, á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur. 7.12.2025 17:00
Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Everton er komið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum. Tottenham vann sinn fyrsta sigur í rúman mánuð og Newcastle skellti Burnley. 6.12.2025 17:01
Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Chelsea varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Bournemouth í dag og er því án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 6.12.2025 16:45
Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður hjá Köln í dag þegar liðið varð að sætta sig við sárgrætilegt jafntefli í þýsku 1. deildinni í fótbolta, 1-1 gegn St. Pauli á heimavelli. 6.12.2025 16:30
Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Skelfilegt gengi Fiorentina hélt í dag áfram í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið tapaði á útivelli gegn Sassuolo, 3-1. Fiorentina hefur ekki enn unnið leik í deildinni, í fjórtán umferðum. 6.12.2025 15:53