Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Bónus-deild karla í körfubolta verður áberandi á sportrásum Sýnar í kvöld en þar má einnig finna fótbolta, golf og íshokkí. 14.11.2025 06:00
Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til eins fræknasta sigurs í sögu írskrar knattspyrnu í kvöld, með 2-0 sigri gegn Portúgals, og tókst um leið að reita stórstjörnuna Cristiano Ronaldo til reiði. Heimir sagði rauða spjaldið sem Ronaldo fékk fyllilega verðskuldað. 13.11.2025 23:13
Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Eftir að hafa skorað eitt marka U21-landsliðs Íslands í Lúxemborg í kvöld er Eggert Aron Guðmundsson á leið til móts við A-landsliðið, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu á sunnudaginn um sæti í HM-umspilinu. 13.11.2025 22:53
Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Viktor Gísli Hallgrímsson fagnaði sigri með Barcelona gegn Wisla Plock, 30-24, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Félagi hans úr landsliðinu, Orri Freyr Þorkelsson, varð hins vegar að sætta sig við naumt tap með Sporting gegn Füchse Berlín, 38-37 í Portúgal. 13.11.2025 22:30
Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Englendingar urðu í síðasta mánuði fyrstir Evrópuþjóða til að tryggja sig inn á HM í fótbolta næsta sumar en þeir slaka hins vegar ekkert á og unnu enn einn sigurinn í kvöld. 13.11.2025 22:16
Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Frakkar voru í miklum erfiðleikum með að brjóta öflugt lið Úkraínu á bak aftur í kvöld, í riðli Íslands í undankeppni HM í fótbolta, en unnu á endanum 4-0 og hjálpuðu Íslendingum fyrir sunnudaginn. 13.11.2025 22:01
Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Cristiano Ronaldo fór reiður í átt að Heimi Hallgrímssyni og lét nokkur vel valin orð falla í átt til íslenska þjálfarans, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írum í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Írarnir hans Heimis unnu frábæran sigur, 2-0. 13.11.2025 21:49
Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Haukar eru einir á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir 35-30 útisigur gegn Selfossi í kvöld. Valsmenn eru tveimur stigum á eftir þeim, eftir 33-24 sigur gegn HK í Kórnum, en Stjarnan og ÍR gerðu 27-27 jafntefli í Garðabæ. 13.11.2025 21:36
Meistararnir stungu af í seinni Eftir jafnan fyrri hálfleik áttu Íslandsmeistarar Stjörnunnar ekki í vandræðum með að leggja nýliða Ármanns að velli í kvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta, 114-88. 13.11.2025 21:25
Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann Lúxemborg í annað sinn á mánuði, í undankeppni EM í dag. Mörkin úr leiknum, sem lauk með 3-1 sigri Íslands, má sjá á Vísi. 13.11.2025 21:07