Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. 27.11.2025 16:51
Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. 27.11.2025 15:35
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27.11.2025 14:42
Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. 27.11.2025 11:46
Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum. 27.11.2025 11:08
Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan. 27.11.2025 10:12
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26.11.2025 16:39
Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Enn eitt valdaránið hefur verið framið á vesturströnd Afríku. Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist í dag hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni í dag. Tveir æðstu herforingjar landsins og innanríkisráðherra munu einnig hafa verið handteknir en skothríð heyrðist í Bissaú, höfuðborginni, fyrr í dag. 26.11.2025 15:12
Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu. 26.11.2025 13:51
Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Nokkur fjölbýlishús standa í ljósum logum í Hong Kong. Að minnsta kosti þrettán eru látnir og fimmtán særðir vegna eldhafsins. Hvernig eldurinn kviknaði er ekki ljóst en hann mun hafa dreifst hratt milli húsa með stillönsum úr bamus og netum sem búið var að reisa við húsin. 26.11.2025 10:52