Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Átta særðir eftir sprengingu í Lyon

Grunur leikur á að um pakkasprengju hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að þetta hafi verið "árás“.

Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum

Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra.

Corbyn vill kosningar

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn.

Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill.

Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi

Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist.

Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort

Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.