Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna. 15.1.2026 16:34
Tóku enn eitt skipið Bandarískir landgönguliðar og sjóliðar í Strandgæslu Bandaríkjanna gerðu í morgun áhlaup um borð í olíuflutningaskip. Þetta er í sjötta skipti sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn taki yfir stjórn olíuflutningaskips sem bendlað hefur verið við Venesúela. 15.1.2026 14:05
Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ef ráðamenn í Minnesota, sem hann kallar spillta, fylgi ekki lögum og stöðvi mótmæli gegn útsendurum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE), muni hann taka yfir stjórn þjóðvarðliðs ríkisins eða mögulega senda þangað hermenn. 15.1.2026 13:34
Kennir Selenskí enn og aftur um Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, standi í vegi friðar í Úkraínu en ekki Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Trump heldur því fram að Pútín vilji binda enda á innrás sína í Úkraínu, sem hefur staðið yfir í tæp fjögur ár, en Selenskí vilji það ekki. 15.1.2026 11:28
Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu. 15.1.2026 09:59
Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands, auk varaforseta Bandaríkjanna, hafa sammælst um að stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands. 14.1.2026 11:40
Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft. 14.1.2026 10:47
Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Yfirvöld í Kína opinberuðu í gær að viðskiptaafgangur ríkisins í fyrra var um 150 billjónir króna. Það er langmesti skráði viðskiptaafgangur sögunnar, jafnvel þó tillit sé tekið til verðbólgu, og um tuttugu prósenta aukning frá árinu 2020. 14.1.2026 09:44
Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu. 13.1.2026 21:16
Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Að minnsta kosti þrjú þúsund manns hafa látið lífið í mótmælunum í Íran. Þetta á bæði við mótmælendur og meðlimi öryggissveita, samkvæmt embættismönnum, sem kenna hryðjuverkamönnum um öll dauðsföllin. 13.1.2026 14:18