Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kallar Demó­krata land­ráða­menn og ýjar að hengingu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í dag mikinn á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annars eftir því að sex þingmenn Demókrataflokksins yrðu hengdir. Er það eftir að umræddir þingmenn birtu ávarp þar sem þeir hvöttu bandaríska hermenn til að fylgja ekki skipunum frá Hvíta húsinu, ef þær skipanir væru ólöglegar.

Vilja fá Selenskí til að sam­þykkja „óska­lista“ Pútíns

Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna.

Breski rað­nauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn

David Carrick, breski raðnauðgarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn, hefur fengið enn einn lífstíðardóminn. Að þessu sinni var hann dæmdur fyrir að brjóta á tólf ára stúlku og fyrrverandi kærustu. Hinn fimmtugi síbrotamaður fékk í kjölfarið sinn 37. lífstíðardóm en hann hefur áður verið dæmdur fyrir að brjóta á tólf konum yfir sautján ára tímabil.

Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjár­festa

Fyrirtækið Nvidia, sem er verðmætasta félag heimsins, setti nýtt sölumet á síðasta ársfjórðungi en uppgjör félagsins er talið hafa dregið úr áhyggjum fjárfesta varðandi mögulega bólumyndun á sviði gervigreindar.

Viður­kenndu að kvið­dóm­endur sáu ekki ákæruskjalið

Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“.

Reiði í Hvíta húsinu: „Demó­kratar munu sjá eftir þessu“

Starfsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að snúa vörn í sókn eftir að forsetanum og hans fólki virðist hafa mistekist að koma í veg fyrir birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Demókrötum verði refsað fyrir að þvinga Repúblikana.

Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu

Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni.

Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa

Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á.

Stefna Jóni Þor­grími vegna Rauða heftarans

Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur höfðað mál gegn Jóni Þorgrími Stefánssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins á Íslandi. Hann er sakaður um að hafa stolið hugverki NetApp og notað það til að undirbúa rekstur í samkeppni við NetApp á meðan hann var enn í vinnu hjá fyrirtækinu.

Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rúss­lands

Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á þó nokkur skotmörk í Rússlandi, á sama tíma og Rússar létu sprengjum rigna yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Meðal annars var notast við nýja gerð Neptune-stýriflauga sem sagðar eru drífa allt að þúsund kílómetra.

Sjá meira