Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sagður til­búinn að yfir­gefa Venesúela með frið­helgi

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í samtali við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum, í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn til að yfirgefa ríki sitt. Hann og fjölskylda hans þyrftu þó að fá almenna friðhelgi frá lögsókn.

Hóta að koma fram við Belga eins og Ung­verja

Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna.

Spíg­sporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins

Sigurvegari Nikon Comedy Wildlife Photography Awards 2025 hefur verið valinn. Þetta árið var það Mark Meth-Cohn sem bar sigur úr býtum með myndinni „High Five“ sem sýnir unga górillu spígspora um frumskóginn, að virðist, í mjög góðu skapi.

Fall­hlífin flæktist í stélið

Ástralskur fallhlífarstökkvari komst í hann krappann í haust þegar hann losaði óvart varafallhlíf sína, þegar hann stökk út úr flugvél. Fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar og þar hékk maðurinn um tíma, áður en honum tókst að losa sig og féll hann þá aftur til jarðar.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns

Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu.

Heimila nú birtingu gagna úr rann­sókn á Epstein

Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins.

Sel­foss dreginn til hafnar á Hjalt­lands­eyjum

Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík.

Telur það land­ráð að skrifa um heilsu sína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir engan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafa unnið jafn mikið og hann hafi gert. Hann vinni lengri daga en allir aðrir og hann hafi skilað meiri árangri en flestir aðrir forsetar.

Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna

Tölvuárás hefur verið gerð á kerfi Grundarheimila og gætir áhrifa hennar hvað helst á símkerfi og tölvupóst. Þá hefur aðgengi íbúa að netinu verið takmarkað í varúðarskyni vegna árásarinnar og á meðan verið er að vinna úr henni.

Vilja skoða samfélagsmiðla ís­lenskra ferða­manna

Íslendingar á leið til Bandaríkjanna í frí gætu bráðum þurft að veita Bandaríkjamönnum aðgang að samfélagsmiðlafærslum sínum fimm ár aftur í tímann. Einnig gætu ferðamenn frá Íslandi og öðrum ríkjum þurft að senda inn myndir af sér, ýmis sýni og mikið af upplýsingum um fjölskyldumeðlimi, svo eitthvað sé nefnt.

Sjá meira