Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Engin niður­staða á annars „gagn­legum“ fundi

Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur.

Hringir viðvörunarbjöllum vegna sam­keppni frá Google

Sam Altman, forstjóri OpenAI, fyrirtækisins sem er hvað þekktast fyrir ChatGPT mállíkanið sagði starfsmönnum sínum í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að hringja viðvörunarbjöllum þar. Búið væri að lýsa yfir neyðarástandi og er það vegna aukinnar samkeppni frá öðrum fyrirtækjum á sviði gervigreindar, sérstaklega vegna samkeppni frá Google.

„Vona að við sjáum eitt­hvað á þessum nótum í kosningunum“

Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum.

Fyrr­verandi for­seti Hondúras laus eftir náðun Trumps

Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna.

Segist til­búinn í stríð við Evrópu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður.

Tónhöfundar spyrja út í notkun gervi­greindar

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti.

Segir Pokrovsk geta orðið stökk­pall lengra inn í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu.

Bjóða Rússum flota­stöð við Rauða­hafið

Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF.

Viður­kenna um­deilda á­rás en fría Hegseth á­byrgð

Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það.

Sjá meira