Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikil spenna í Minneapolis eftir bana­skot ICE-liða

Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær.

Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins Í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps.

Enn mót­mælt í Íran og á­tök að aukast

Víða í Íran kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu undanfarnar tæpar tvær vikur en útlit er fyrir að tíðni átaka sé að aukast.

Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu ör­lögum eða dauða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa talað fyrir því að stjórnvöld í Venesúela verði friðsamir vinir Bandaríkjanna. Einn maður þykir líklegastur til að geta komið í veg fyrir að það raungerist. Sá maður heitir Diosdado Cabello.

„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin.

Tóku einnig skuggaskip í Karíba­hafinu

Bandarískir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningskip sem bendlað hefur verið Venesúela á Karíbahafinu. Bandaríkjamenn tóku því yfir tvö slík skip sem sögð eru hafa verið notuð til að brjóta á viðskiptaþvingunum.

Allra augu á Ís­landi og At­lants­hafinu

Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar.

Víða truflanir í Evrópu vegna snjó­komu

Flugferðum hefur verið frestað vegna veðurs nokkuð víða í Vestur-Evrópu en óveðrið Goretti hefur leitt til ýmissa truflana á svæðinu. Vegum hefur verið lokað og þá hafa truflanir orðið á lestarferðum, svo eitthvað sé nefnt.

„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra.

Sjá meira