Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 26.10.2025 09:22
Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26.10.2025 08:56
Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. 26.10.2025 08:12
Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði. 26.10.2025 07:30
Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Miklar deilur urðu á félagsfundi Sósíalistaflokksins í dag eftir að fundargestir vildu að haldinn yrði auka aðalfundur. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir fundarstjóra hafa ekki fylgt eigin lýðræðisreglum og einnig stöðvað kosningu um fundarstjóra og ritara. 25.10.2025 14:35
Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sirikit, fyrrverandi drottning Taílands, er látin. Hún var mjög vinsæl í Taílandi vegna vinnu hennar í þágu fátækra og umhverfisverndar svo eitthvað sé nefnt. Konungsfjölskyldan tilkynnti andlát drottningarinnar fyrrverandi í morgun. 25.10.2025 11:29
Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. 25.10.2025 09:55
Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Yfirvöld í Bretlandi hafa lagt hald á heimsins stærsta farm af ólöglegum þyngdarstjórnarlyfjum. Rúmlega tvö þúsund skammtar fundust í ólöglegri verksmiðju í Northampton en þar fundust einnig tugir þúsunda tómra sprautupenna og reiðufé. 25.10.2025 08:18
Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna. 25.10.2025 07:44
Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa. 25.10.2025 07:19