Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trump sagður hafa lofað ó­háðum rann­sóknum í Minnesota

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að senda Tom Homan, svokallaðan „landamærakeisara“ sinn, til Minnesota. Þar á hann að ræða við Tim Walz, ríkisstjóra, og aðra embættismenn um ástandið þar og aðgerðir alríkisútsendara. Gífurlega spenna er í ríkinu eftir að útsendarar þessir skutu aðra manneskju til bana um helgina.

Einn lifði flug­slys í Maine af en sjö dóu

Sjö létu lífið en einn lifði af þegar einkaþota endaði á hvolfi í flugtaki í Maine í Bandaríkjunum í dag. Mikil snjókoma var á Bangor-flugvellinum þar sem slysið varð og var honum lokað eftir slysið.

„Eftir þetta getur enginn treyst honum“

Útlit er fyrir að ákveðinn vendipunktur hafi orðið á sambandi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þjóðarleiðtogar og embættismenn í Evrópu eru sagðir líta á tilraunir Trumps til að kúga Evrópu með tollum og hótunum til að eignast Grænland marka tímamót.

Grinch siglt til hafnar í Marseille

Franskir saksóknarar eru að rannsaka olíuflutningaskip sem stöðvað var á Miðjarðarhafinu í gær. Skipið, sem ber nafnið Grinch er talið tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ sem notaður er til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Áhlaupið í gær var í fyrsta sinn Evrópuþjóð stöðvar skip á siglingu með þessum hætti og tekur stjórn á því.

Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir ára­tug á flótta

Kanadamaðurinn Ryan Wedding, sem keppt hefur á Vetrarólympíuleikunum fyrir hönd Kanada, hefur verið handtekinn en hann var einn af þeim tíu mönnum sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja mest koma höndum yfir. Wedding hefur verið ákærður fyrir morð, smygl og peningaþvætti og hefur verið á flótta frá 2015.

Bein út­sending: Þor­gerður á­varpar mannréttindaráðið vegna Íran

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpar í dag mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á sérstökum aukafundi. Hann er haldinn að frumkvæði Íslendinga og verður fjallað um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran og mótmælin þar í landi undanfarnar vikur.

Viður­kenna loks, fyrir mis­tök, að Úkraínu­menn hafi sökkt Moskvu

Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug.

Repúblikanar leita aftur á náðir Musks

Elon Musk, auðugasti maður heims, er að snúa sér aftur að stjórnmálum í Bandaríkjunum eftir að hann lappaði upp á samband sitt við Donald Trump, forseta. Auðjöfurinn ætlar sér að opna veski sitt á nýjan leik fyrir þingkosningarnar í nóvember en háttsettir Repúblikanar eru sagðir hafa leitað á náðir Musks og beðið hann um aðstoð.

Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa

Franskir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningaskip sem talið er tilheyra Skuggaflota Rússlands. Skipið var undan ströndum Spánar á Miðjarðarhafinu þegar hermennirnir fóru um borð en það var vegna gruns um að skipið væri ekki skráð löglega og mun sá grunur hafa reynst réttur.

Sjá meira