Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk

Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær.

Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimm­tán klukku­stundir

Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni.

Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði

Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði.

Fyrr­verandi drottning Taí­lands er látin

Sirikit, fyrrverandi drottning Taílands, er látin. Hún var mjög vinsæl í Taílandi vegna vinnu hennar í þágu fátækra og umhverfisverndar svo eitthvað sé nefnt. Konungsfjölskyldan tilkynnti andlát drottningarinnar fyrrverandi í morgun.

Segir Trump vilja nýtt  „eilífðarstríð“

Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins.

Fundu verk­smiðju fyrir ó­lög­leg þyngdarstjórnunarlyf

Yfirvöld í Bretlandi hafa lagt hald á heimsins stærsta farm af ólöglegum þyngdarstjórnarlyfjum. Rúmlega tvö þúsund skammtar fundust í ólöglegri verksmiðju í Northampton en þar fundust einnig tugir þúsunda tómra sprautupenna og reiðufé.

Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða her­mönnum laun

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna.

Grímu­klæddur og ofur­ölvi í slags­málum

Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa.

Sjá meira