Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. 3.6.2025 08:46
Frakklandsforseti heimsækir Grænland Emmanuel Macron Frakklandsforseti fer í heimsókn til Grænlands í boði landstjórnarinnar í sumar. Utanríkisráðherra landstjórnarinnar heimsótti París í maí og bauð þar frönskum ráðamönnum til Grænlands. 3.6.2025 08:29
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3.6.2025 08:17
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2.6.2025 15:34
Brottvísun Oscars frestað Brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til hefur staðið að senda úr landi, verður frestað þar til búið er að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. 2.6.2025 14:21
Kaffibarinn til sölu í smækkaðri mynd Kaffibarinn á Bergstaðastræti er ein elsta og þekktasta stærð næturlífsflórunnar í Reykjavík. Hann er nú til sölu, sem fuglahús. 2.6.2025 13:03
Söknuðurinn bar Skoppu og Skrítlu ofurliði Skoppa og Skrítla snúa aftur eftir nokkurra ára hlé og efna til tónleikasýningar á aðventunni. Skoppa segir ýmislegt skemmtilegt á teikniborðinu og að söknuðurinn eftir sviðinu og krökkunum hafi borið þær ofurliði. 2.6.2025 11:25
„Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. 2.6.2025 09:32
Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld. 25.5.2025 23:47
Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki þjóna neinum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Milliríkjasamtalið þurfi að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gasa.“ 25.5.2025 22:06