Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Atvinnuvegaráðherra segir að hvergi, hvorki hérlendis né erlendis finnist eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi og í fiskeldisfrumvarpi hennar. Núgildandi lög séu löngu úrelt og mikil vinna verið lögð í drögin, meðal annars í tíð Svandísar Svavarsdóttur sem ráðherra. 30.1.2026 11:21
Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. 29.1.2026 15:54
Svona mun Suðurlandsbraut líta út Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komin í auglýsingu. Skipulagssvæðið nær utan um breytta götumynd Suðurlandsbrautar milli Skeiðarvogar og Lágmúla og hefur borgin birt myndir sem sýna hvernig gatan mun líta út eftir breytingarnar. 29.1.2026 14:50
Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Hagar hafa ráðið Sesselíu Birgisdóttur til að leiða nýtt svið innan samstæðunnar, viðskiptavild, upplifun og miðlun. Í tilkynningu segir að með stofnun sviðsins sé stigið mikilvægt skref í áframhaldandi þróun Haga með aukinni áherslu á upplifun viðskiptavina, nýjar tekjuleiðir og markvissa miðlun. 29.1.2026 12:44
Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Maður sem ákærður var fyrir meint ofbeldi gagnvart barnabarni sínu með því að rasskella strákinn var sýknaður í héraðsdómi. Maðurinn var talinn hafa sýnt af sér varnarviðbragð vegna hegðunar drengsins. 29.1.2026 12:34
Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian segist hafa eytt myndum af Meghan Markle og Harry Bretaprinsi á samfélagsmiðlum eftir afmælisveislu móður hennar Kris Jenner í nóvember. Ástæðan er sú að afmælisveisluna bar upp á sama dag og minningardag í Bretlandi um fallna hermenn. 29.1.2026 10:54
Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Miklar hækkanir urðu á gosdrykkjum og brauðmeti um áramótin, að því er verðlagseftirlit ASÍ leiðir í ljós. Samkvæmt því hækkaði Bónus og Krónan verð talsvert meira en Prís en þó Prís sé langódýrasta matvöruverslunin þá hækkaði verðlag þar meira árið 2025 en í Bónus og Krónunni. Segir að hækkanirnar komi fyrr fram en í janúar í fyrra. 29.1.2026 10:28
Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld. 28.1.2026 21:56
Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. 28.1.2026 20:09
Dómsdagsklukkan færð fram Hin svokallaða dómsdagsklukka hefur verið færð fram og stendur nú í 85 sekúndum frá miðnætti, sem er met. Í fyrra var hún í 89 og færðist því fjórum sekúndum nær endalokunum milli ára. Dómsdagsklukkan er tæki vísindamanna til að sýna fram á það hve nálægt mannkynið er heimsendi. 28.1.2026 17:02