Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18.5.2025 23:35
Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. 18.5.2025 21:12
Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. 18.5.2025 16:32
Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. 18.5.2025 12:03
Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Klúróvision fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem elska Eurovision en elska mannréttindi meira. 17.5.2025 19:33
Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17.5.2025 19:00
Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um róttækar breytingar á byggingareftirliti. Grundvallaratriði sé að tryggja rétt kaupenda sem kaupi fasteignir í gölluðum nýbyggingum. 17.5.2025 12:01
Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. 16.5.2025 21:04
Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Óhefðbundni stefnumótaviðburðurinn Pitch or Ditch fer fram á Loft hostel í kvöld þar sem fólk getur komið einhleypum vinum sínum í samband með glærusýningum. 16.5.2025 19:34
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16.5.2025 12:01