Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vega­gerðin sann­færð um kosti brúar um­fram göng

Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku.

Rann­saka hvort bíl­stjórinn hafi dottað

Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar.

Bein út­sending: Dagur land­búnaðarins

Dagur landbúnaðarins er málþing sem Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) halda árlega. Markmið málþingsins er að vekja athygli á landbúnaðarmálum og skapa vettvang fyrir uppbyggilegar umræður milli fólks, framleiðenda og hagaðila í landbúnaði. Hægt er að fylgjast með því í beinni á Vísi.

Myndir: Há­grátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi

Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni.

Leit að meintum brennuvargi engu skilað

Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.

Lagði við Hverfis­götu eftir allt saman

Kona sem taldi sig hafa verið rukkaða að ósekju fyrir að hafa lagt í Hverfisgötu lagði eftir allt saman í stæði við götuna. Hún kennir athyglisbresti um misskilning sinn. Hún segist þó standa við gagnrýni sína á bílastæðafyrirtæki, stæðið hafi auk þess verið einstaklega illa merkt.

Hitnar undir feldi Lilju

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún bjóði sig fram til formanns flokksins. Hún tók þátt í pallborði í gær í Iðnó um bókun 35 og er nú á leið út á land að hitta flokksmenn í Framsókn.

Fékk að­svif og missti bílinn yfir á annan vegar­helming

Betur fór en á horfðist nú fyrir stimdi þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Sæbraut í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann endaði á röngum vegarhelming. Maðurinn var á ferð ásamt dóttur sinni og sluppu þau með minniháttar meiðsli.

Ballið bráðum búið á Brewdog

Brewdog Reykjavík verður lokað þann 25. október. Staðurinn hefur selt skoskan bjór á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur síðastliðin sjö ár.

Sjá meira