Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gætu þurft að endur­skoða auka­störf lög­reglu­manna

Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum.

Grunar að fleiri lög­reglu­menn hafi verið við­riðnir njósnirnar

Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. 

Býst ekki við að verð­bólgan hafi á­hrif á vaxtalækkunarferlið

Aukning verðbólgu um 0,4 prósentustig á milli mánaða þýðir ekki að verðbólga sé farin aftur á skrið. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka sem segir mælinguna í takti við væntingar og að hún búist ekki við því að hún hafi áhrif á vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. 

Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa

Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. 

„Prófið að plokka og sjáið árangurinn“

Stóri Plokkdagurinn er haldinn í dag áttunda árið í röð en um er að ræða stærsta hreinsunarátak á Íslandi. Dagurinn var settur í Breiðholti í morgun af eiginmanni forseta Íslands en verðlaunaplokkari frá Eyrarbakka segir plokkið vera það skemmtilegasta sem hún geri.

Sjá meira