Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku

Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans.

Björk á for­síðu Vogue í fyrsta sinn

Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi.

Knattspyrnufólk og bransastjörnur fjöl­menntu í bíó

Goðsagnir úr heimi knattspyrnunnar í bland við þjálfara, leikmenn og bransastjörnur úr auglýsingageiranum sameinuðust í Smárabíó í gær þar sem árleg auglýsing fyrir Bestu-deildirnar var frumsýnd. Góð stemning var á sýningunni líkt og myndirnar bera með sér.

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson

Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Chess After Dark strákarnir boða til ein­vígis aldarinnar

Knattspyrnuáhugamenn og skákáhugamenn ættu að taka Skírdag frá. Heimir Guðjónsson, einn allra fremsti þjálfari Íslands í knattspyrnu og núverandi þjálfari FH, og Hörður Magnússon, betur þekktur sem Höddi Magg, fyrrverandi knattspyrnumaður og ástkærasti lýsir landsins, mætast í epísku hraðskákeinvígi.

Vill komast aftur í vinnuna

Karl Bretakonungur er orðinn þreyttur á krabbameinsmeðferðinni og þrýstir nú á lækna sína og starfsfólk sitt um að fá grænt ljós til þess að mæta aftur í vinnu. Þetta segir frændi hans Peter Phillips í sjaldgæfu viðtali við ástralska miðla.

„Hann er með svona Connery áru yfir sér“

Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery.

Sjá meira