Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Gegnum tíðina hafa verslunarmenn yfirleitt lokað verslunum sínum á frídegi verslunarmanna en sú venja virðist á undanhaldi. Bónus lokar öllum verslunum sínum í dag en flestar aðrar matvöruverslanir eru með venjulegan opnunartíma. 4.8.2025 10:49
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4.8.2025 10:08
Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Saga Garðarsdóttir hvetur gesti og gangandi til að taka mynd af sér með klofi hennar sem prýðir auglýsingaskilti víða um borgina í tilefni af nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar. 3.8.2025 17:15
„Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Fjöldi Þjóðhátíðargesta lenti í því að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudagskvöld. Allir símar seldust upp í kjölfarið hjá raftækjaversluninni Heimaraf. 3.8.2025 16:04
Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Hryssan Atorka féll frá fjögurra vikna folaldinu Tígli sem tók að horast í kjölfarið. Á nálægum bæ hafði hryssan Hermína misst folaldið sitt í köstun. Þau voru kynnt hvort fyrir öðru og hefur myndast með þeim fallegt mæðginasamband. 3.8.2025 14:24
Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3.8.2025 14:14
Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Stúlkan sem lést eftir að hafa farið í sjóinn við Reynisfjöru í gær var níu ára og frá Þýskalandi. 3.8.2025 12:44
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. 3.8.2025 12:17
Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós. 3.8.2025 11:59
Herjólfur siglir í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Fella þurfti niður síðustu tvær ferðir ferjunnar síðdegis í gær vegna „aðstæðna í höfninni“. 3.8.2025 09:37
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent