Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Bíl Starkaðs Péturssonar var stolið og fannst hann þremur vikum síðar þegar vinkona leikarans rambaði á ólæstan bílinn. Það eina sem fannst í bílnum var lögfræðibók og pennaveski. Spurningin er hvort þjófurinn hafi stolið hlutunum úr öðrum bíl eða eigi þá sjálfur. 23.4.2025 23:51
„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun. 23.4.2025 22:03
Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Lögreglan á Suðurlandi fékk aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld við rannsóknaraðgerð. Aðgerðinni er lokið en hún var liður í máli sem er áfram til rannsóknar. 23.4.2025 21:20
Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi. 23.4.2025 21:03
Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. 23.4.2025 20:49
Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. 23.4.2025 20:25
Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23.4.2025 19:43
Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi. 23.4.2025 18:25
Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21.4.2025 23:50
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21.4.2025 23:26