Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Græna gímaldið ljótast

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta.

Idris Elba sleginn til riddara fyrir bar­áttu gegn hnífaburði

Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation.

Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn

Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk.

Melanie Watson er látin

Barnastjarnan Melanie Watson, sem lék í gamanþáttunum Diff'rent Strokes, er látin, 57 ára að aldri.

Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“

Jólin, jólin alls staðar. Allar halda heilög jól, sérstaklega áhrifavaldar. En það er misjafnt hvort fólk stillir sér upp við hefðbundið jólatré, birtir bíkinimyndir frá sólarlöndum eða skellir sér á skíði.

Frægir fjölguðu sér árið 2025

Hvað veitir okkur meiri gleði en nýtt líf? Fátt, ef eitthvað. Blessuð börnin eru það besta sem við vitum og það er alltaf gaman að lesa fréttir af barnaláni og nýjum Íslendingum.

Óléttan upp­götvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans

Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll.

Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar

Áhugakona um smurbrauð og tölfræði rýndi í opna reikninga ríkisins til að sjá hve mikið ríkisstofnanir hafa eytt á Jómfrúnni síðastliðin tvö ár. Háskóli Íslands er smurbrauðsóðasta stofnunin bæði árin en svo voru nokkur ráðuneyti ansi öflug í fyrra.

Cooper bað móðurina um hönd Hadid

Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. 

Sjá meira