Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Ölgerðin segist ekki vera í samstarfi við Bjórkastið eða stjórnanda þess, Sverri Helgason, í tengslum við orkudrykkinn Egils Orku. Sverrir lýsti drykknum sem opinberum drykk „íslenska öfgahægrisins“ og hafa aðrir gantast með að hann tengist hvítri kynþáttahyggju. 13.11.2025 13:35
Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Hvernig dettur maður niður stiga? Grínistinn Kjartan Logi lærði það sem partýtrikk á unglingsaldri og nýtti svo á dögunum við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið „Taking My Time“ með Flesh Machine. Hann er blár og marinn á rassinum eftir ótal föll en telur það hafa verið þess virði. 13.11.2025 11:04
„Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi. 12.11.2025 15:42
Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Nýstofnaða metal-hátíðin Hellfoss fer fram í Sviðinu í nýjum miðbæ Selfoss helgina 6. til 7. febrúar 2026. Meðal hljómsveita sem koma þar fram eru Misþyrming, Volcanova og Forgarður helvítis auk fjölda annarra. 12.11.2025 14:33
Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðventuna reyna mest á hjónabandið. Hann segist því ganga í Votta Jehóva á hverju hausti til að losna við jólaundirbúninginn og skrái sig svo aftur í Þjóðkirkjuna eftir áramót. 12.11.2025 13:59
Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Veitingastaðurinn Saffran auglýsti nýverið eftir starfsfólki en í auglýsingunni var gerð krafa um betri kunnáttu í ensku en íslensku. Innt eftir svörum um þessar áherslur gekkst Saffran við því að um mistök væri að ræða og leiðréttu auglýsinguna. 12.11.2025 12:16
„Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét hlaðvarpsstjórnandann Þórarin Hjartarson heyra það fyrir að sitja þegjandi undir úreldu tali um að konur væru að eyða bestu árum sínum í skyndikynni og að afneita sínu kveneðli. Viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum væru eins og aftur úr fornöld og hvatti hún þær til að víkka sjóndeildarhringinn. 12.11.2025 10:41
Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar. 11.11.2025 15:42
Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ. 11.11.2025 10:37
Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11.11.2025 07:01