Diddy selur svörtu einkaþotuna Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi. 13.1.2026 12:33
Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Fótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur undir listamannsnafninu Gummi Tóta, og unnusta hans, rekstrarverkfræðingurinn Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, eiga von á öðru barni sínu. 13.1.2026 10:19
Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni milli jóla og nýárs og hefur legið á spítala í Málaga síðan. Hún kemur heim til Íslands í læknisfylgd í dag og hefur í kjölfarið endurhæfingu. 13.1.2026 10:04
„Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Almannatengillinn Ólöf Skaftadóttir hafði það náðugt með Magnúsi sínum Ragnarssyni, formanni Tennissambands Íslands, á Trump National Doral í Miami í Flórída yfir hátíðarnar. Rúmlega 25 ára aldursmunurinn á þeim tveimur var ekkert í líkingu við aldursmun annarra para á hótelinu. 12.1.2026 14:33
Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Snyrtifræðingurinn Gurrý Jónsdóttir hélt upp á 35 ára afmæli sitt á Tenerife á laugardag og tróðu þar upp Ingó veðurguð, Prettyboitjokkó og Himpsumhaps. Fjöldi góðra gesta mætti en athygli vakti að áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem heldur úti hlaðvarpinu Spjallinu með Gurrýju og Línu Birgittu, mætti ekki. 12.1.2026 11:32
Magnús Eiríksson er látinn Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. 9.1.2026 16:25
„Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlistarkonan Britney Spears segist aldrei munu stíga á svið aftur í Bandaríkjunum. Ástæðurnar gefur hún ekki upp, málið sé viðkvæmt. Hún segist þó spennt fyrir því að koma fram erlendis á næstunni og nefnir þar bæði Bretlandseyjar og Ástralíu. 9.1.2026 15:23
Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Lagið „Reykjavík“ eftir Halla Reynis kom út í dag, rúmum sex árum frá andláti tónlistarmannsins. Sonur Halla fann lagið á gömlum geisladiski eftir andlát föður síns 2019 og fannst það of gott til að liggja ósnert. Lagið súmmeri upp það sem gerði Halla að góðum tónlistarmanni og sé einföld en djúp frásagnarlist við gítarspil. 9.1.2026 11:26
Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Helvíti Emmsjé Gauta í Breiðholtinu, leiðinlegir þættir á Rúv og mislukkaðar sýningar á stóra sviðinu voru meðal þess sem vöktu athygli í gagnrýni á Vísi á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman mest lesnu gagnrýnina, þá bestu og þá hörðustu á síðasta ári auk þess að stikla á fjölda þeirra dóma sem birtust á vefnum. 9.1.2026 06:30
Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Nýtt boðskerfi sem embætti forseta Íslands tók til notkunar í ár olli því að að fólk sem átti að fá boð í nýársboð forseta fékk það ekki. Meðal þeirra eru Katrín Jakobsdóttir og Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Forsetaritara þykir ákaflega miður að svo hafi farið og biður hlutaðeigandi afsökunar. 8.1.2026 15:22