Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni

Grínistinn Björn Bragi Arnarsson segist hafa tekið sér pásu frá áfengi sem hefur nú staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár. Hann sakni ekki kvíðans og þunglyndisins sem fylgdu gjarnan dagana eftir drykkju.

Von­laust í víkinni

Ekki tekst að vekja nægilega spennu eða samúð hjá áhorfendum í spennutryllinum Víkinni, nýjustu kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar. Sagan er þunn, endurtekningasöm og stendur ekki undir lengd myndarinnar. Leikarar fá úr litlu að moða og það sem á að vera hræðilegt verður hálf kjánalegt.

Óhuggulegt fall fegurðar­drottningar

Ungfrú Jamaíka fékk harkalegan skell þegar hún datt af sviðinu í undankeppni Ungfrúar alheims í Taílandi í gær. Hún var borin á sjúkrabörum af vettvangi og flutt á sjúkrahús.

Opnar sig um dulið fóstur­lát

„Við lentum í þeirri leiðinlegu reynslu að ganga í gegnum fósturlát núna fyrir rétt rúmum tveimur vikum,“ skrifar listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir í Instagram-færslu um dulið fósturlát sem hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, gengu í gegnum. 

Fram­leiða keflvískan krimma sem gerist á há­punkti kalda stríðsins

Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið.

Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans

Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst.

Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í mál­verkum“

„Þá er ég að labba að einu fjalli sem ég hélt ég myndi aldrei fara upp á. Ég er í Aðalvík, mínum uppáhalds stað á Íslandi og hingað hef ég komið sem barn síðan ég var þriggja ára gamall, mjög reglulega og flest sumur ævi minnar. Oftast er maður að fara upp á sömu fjöllin hérna og sum fjöllin horfir maður á fullur aðdáunar, eins og fjallið sem blasir við núna.“

Kessler-tvíburarnir fengu að­stoð við að deyja

Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð.

Sjá meira