Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kyn­fræðsla ekki endi­lega for­gangs­at­riði í fermingar­fræðslu

Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju segir kynfræðslu geta verið hluta af fermingarfræðslu, en þó ekki með þeim hætti sem hún var í Glerárkirkju á Akureyri í höndum Siggu Daggar. Í forgangi í fermingarfræðslu eigi að vera fræðsla um grundvallargildi trúarinnar.

Fleiri stöðu­gildi sjúkra­þjálfara muni fara í skrif­finnsku

Félag sjúkraþjálfara fagnar því í yfirlýsingu að afnumin hafi verið tilvísanaskylda fyrir þjónustu sjúkraþjálfara en telur að í útfærslunni sem kynnt var af ráðuneytinu sé verið að færa vinnu vegna tilvísanna frá læknum á sjúkraþjálfara. 

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Ekki sé gagn­legt að etja Krabba­meins­félaginu og Ljósinu saman

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir Krabbameinsfélagið ekki hafa neina leið til að hafa samband við fólk sem veikist af krabbameini beint. Hún segir félagið ekki rekið á fjárframlögum frá ríkinu og því hafi það alltaf verið markmið að eiga góða sjóði til að geta tryggt meðferð og þjónustu hafi eitthvað áhrif á fjáröflun.

Úrvinnslusjóður svarar Sorpu

Úrvinnslusjóður segir í tilkynningu að gjaldskrá þeirra sé opinber og aðgengileg öllum samningsaðilum. Það hafi því alveg átt að vera Sorpu ljóst að eitt gjald væri fyrir pappa- og pappírsumbúðir og að ekki væri gert ráð fyrir sérmeðhöndlun á drykkjarfernum. Sorpu hefði átt að vera kunnugt um það.

Eig­andi Remax á­kærður fyrir markaðsmisnotkun

Héraðssaksóknari hefur ákært Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Remax fyrir markaðsmisnotkun. Héraðssaksóknari ákærir einnig félagið IREF en Þórarinn Arnar var prókúruhafi í félaginu.

„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upp­lifa svona rosa­legt bak­slag“

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. 

Brennur fyrir borgar­hönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari

Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu.

Nóa-Siríus fjöl­skyldan fyrr­verandi selur súkkulaðihöll

Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus.

Sjá meira