Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Eftir þetta hvass­viðri í þinginu í gær heldur lífið á­fram“

Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Ójafn­rétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barn­eigna

Mannauðsstjóri hjá Advania segir vísbendingar um breytingar á starfsmannaveltu eftir að þau innleiddu aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Fyrirtækið hlaut í vikunni tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif [e. Social Impact] fyrir þennan aukna stuðning.

Tekur önnur Ís­lendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi

Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár.

Vilja herða reglur um frá­gang rafhlaupahjóla í Reykja­vík

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga.

Nóróveira lík­leg or­sök hópsýkingar á Laugar­vatni

Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis.

Markús nýr safn­stjóri Lista­safns Reykja­víkur

Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017.  Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Kaffi heldur á­fram að hækka í verði

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins, sem mælir breytingar á mikilvægustu daglegu innkaupum heimilanna í matvöruverslunum, hækkaði um 0,31 prósent í júní miðað við maí. Þetta er talsvert minni hækkun en mánuðina á undan, þar sem hækkunin hefur verið yfir hálfu prósenti á mánuði. Frá þessu er greint í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Sjá meira