Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar aðgerðir til þess að afla gagna og upplýsinga vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu á samkeppnislögum. Fyrirtækin eru Terra og Kubbur. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru sex starfsmenn fyrirtækjanna handteknir í aðgerðunum. Framkvæmdar voru húsleitir á níu stöðum. Alls tóku 30 starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. 23.10.2025 17:46
Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Lúkas Geir Ingvarsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða. Lúkas Geir var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir aðild sína að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í mars. Stefán Blackburn, sem einnig var dæmdur í sautján ára fangelsi, og Matthías Björn Erlingsson, hafa einnig áfrýjað sínum dómi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, staðfestir það. 23.10.2025 16:59
Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. 22.10.2025 23:31
Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. 22.10.2025 23:02
Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald TM mun endurgreiða viðskiptavinum sínum einn mánuð í iðgjald sjúkdómatrygginga fari þeir í brjóstaskimun. Um er að ræða nýtt átak sem unnið er í samstarfi við Krabbameinsfélagið í þeim tilgangi að hvetja konur til að fara í skimun. 61 prósent kvenna á Íslandi mætti í brjóstaskimun í fyrra. 22.10.2025 20:28
„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í. 22.10.2025 19:58
Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22.10.2025 18:03
Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. 21.10.2025 23:42
Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju segir kynfræðslu geta verið hluta af fermingarfræðslu, en þó ekki með þeim hætti sem hún var í Glerárkirkju á Akureyri í höndum Siggu Daggar. Í forgangi í fermingarfræðslu eigi að vera fræðsla um grundvallargildi trúarinnar. 21.10.2025 23:30
Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Félag sjúkraþjálfara fagnar því í yfirlýsingu að afnumin hafi verið tilvísanaskylda fyrir þjónustu sjúkraþjálfara en telur að í útfærslunni sem kynnt var af ráðuneytinu sé verið að færa vinnu vegna tilvísanna frá læknum á sjúkraþjálfara. 21.10.2025 22:31