Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Innan við þriðjungur svarenda í skoðanakönnun hefur miklar áhyggjur af því að tollar Bandaríkjastjórnar hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Svipað hlutfall hefur litlar eða engar áhyggjur af tollunum. 29.4.2025 11:55
Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29.4.2025 11:29
Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. 29.4.2025 10:33
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29.4.2025 09:30
Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28.4.2025 15:02
Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28.4.2025 14:12
Páfakjör hefst í næstu viku Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa ákveðið að páfakjörsfundur til þess að velja eftirmann Frans páfa hefjist miðvikudaginn 7. maí. Þeir vilja ná að kynnast betur og ná samhljómi um nýjan páfa áður en kjörið hefst. 28.4.2025 12:18
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28.4.2025 11:32
Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Stúlka á leikskólaaldri og móðir hennar eru alvarlega særðar eftir að sprengingu á heimili þeirra í Tumba, úthverfi Stokkhólms í gærkvöldi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengingarinnar en ekki er talið að mæðgurnar hafi verið skotmark hennar. 28.4.2025 11:06
Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28.4.2025 10:17