Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. 17.10.2025 06:46
Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Æðsti dómstóll Ítalíu stöðvaði í dag framsal á Úkraínumanni sem er grunaður um að hafa tekið þátt í skemmdarverkum á Nord Stream-gasleiðsunum í Eystrasalti til Þýskalands. Málinu var vísað aftur til lægra dómstigs. 16.10.2025 15:42
Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Eftirlitsstofnun í Sviss hefur hafið frumkvæðisskoðun á því hvort að Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) stundi ólöglega veðmálastarfsemi með sölu á sýndareignum í aðdraganda að heimsmeistaramóti á næsta ári. Eignirnar veita möguleika á að kaupa miða á leiki á mótinu og ganga kaupum og sölum dýrum dómum. 16.10.2025 11:39
Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni. 15.10.2025 12:05
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14.10.2025 15:39
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. 14.10.2025 14:19
Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Hlutfall þeirra sem segja að alls ekki ætti að leita að olíu í íslenskri lögsögu hefur aldrei mælst lægra frá því að byrjað var að kanna það fyrir rúmum áratug. Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun er jákvæður gagnvart olíuleit við Ísland. 14.10.2025 08:57
Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafnaði kæru starfsmanns Vestmannaeyjabæjar á hendur blaðamanni DV vegna umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans í bænum til þess að rannsaka mál starfsmannsins vegna fjölskyldutengsla. 13.10.2025 15:56
Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga. 13.10.2025 14:07
Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. 13.10.2025 10:13