„Móðir allra samninga“ Nýr fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og Indlands er sagður munu leiða til þess að útflutningur aðildarríkjanna til Indlands mun tvöfaldast fyrir árið 2032. Næstum allir tollar verða afnumdir eða lækkaðir verulega, sem mun spara evrópskum fyrirtækjum fjóra milljarða evra. 27.1.2026 11:46
Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Heilbrigðisstarfsmenn og starfsfólk sjúkrahúsa í Íran segja allt að 30 þúsund hafa verið drepna í aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælendum í landinu. Yfirvöld hafa gefið út að um 3.000 hafi látist, á meðan mannréttindasamtök segja fjöldann að minnsta kosti yfir 6.000 og þá séu 17.000 dauðsföll til viðbótar til rannsóknar. 27.1.2026 08:47
Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Fulltrúar Evrópusambandsins og Indlands hafa lagt lokahönd á fríverslunarsamning sem hefur verið í smíðum, með hléum, í nærri tvo áratugi. Báðir aðilar eru sagðir freista þess að styrkja tengslin sín á milli og við önnur ríki heims, meðal annars vegna óútreiknanlegrar framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu. 27.1.2026 07:42
Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Svo virðist sem gríðarleg reiði og hörð gagnrýni vegna framgöngu innflytjendayfirvalda í Minneapolis sé farin að hafa áhrif á stjórnvöld vestanhafs en erlendir miðlar greina frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að láta Greg Bovino, sem farið hefur fyrir aðgerðum í borginni, snúa aftur til fyrri starfa í Kaliforníu. 27.1.2026 06:48
Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Yfirvöld í Ísrael hafa greint frá því að umfangsmiklar aðgerðir standi yfir á Gasa sem snúa að því að freista þess að finna líkamsleifar lögreglumannsins Ran Gvili. Hann er eini gíslinn sem Hamas-samtökin tóku þann 7. október 2023 sem hefur ekki verið skilað. 26.1.2026 07:27
Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Gríðarleg reiði hefur gripið um sig í Minnesota og víðar í Bandaríkjunum í kjölfar þess að hjúkrunafræðingurinn Alex Pretti, 37 ára, var skotinn til bana af fulltrúum innflytjendayfirvalda í Bandaríkjunum á laugardag. 26.1.2026 06:53
Handtekinn grunaður um íkveikju Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt, grunaður um íkveikju, þegar útkall barst vegna elds í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn reyndist minniháttar en mikill reykur var í íbúðinni þar sem hann kom upp. Slökkvilið annaðist slökkvistarf en lögregla tók við vettvangnum eftir að því lauk og er málið í rannsókn. 26.1.2026 06:13
Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sex særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífaárás á mótmælum í Antwerpen í Belgíu í gærkvöldi. Lögregla handtók tvo einstaklinga í tengslum við árásina en segir ekki um hryðjuverk að ræða. 23.1.2026 07:30
Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. 23.1.2026 06:48
Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu. 23.1.2026 06:27