Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press.

„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“

Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 

Eiga tvær heilbrigðar dætur eftir að hafa ættleitt áratugagamla fósturvísa

Molly og Emma eru heilbrigðar, yndislegar dætur Tinu og Ben Gibson. Molly fæddist í október sl. en Emma í nóvember 2017. Og hvað er svona merkilegt við það? Jú, báðar komu í heiminn eftir að Tina og Ben ættleiddu fósturvísa sem höfðu verið frosnir í 24 ár í tilviki Emmu og 27 ár í tilviki Molly.

Níu mánaða barn meðal látnu

Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis.

Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi

Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu.

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum

Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Ellen Page er Elliot Page

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppið“ að vera komið á þann stað sem hán væri á í dag.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.