Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi hafa komið sér saman um aðgerðir sem miða að því að efla herafla landsins. Allir 18 ára karlar verða nú látnir svara spurningalista um getu þeirra til að þjóna í hernum og þá verða þeir, frá árinu 2027, látnir gangast undir heilbrigðisskoðun. 14.11.2025 08:47
Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Embættismenn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eru sagðir uggandi yfir sölu F-35 herþota til Sádi Arabaíu, þar sem líkur séu á að Kínverjar gætu nýtt sér tækifærið til að komast yfir tæknina sem vélarnar byggja á. 14.11.2025 07:43
Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Eldar kviknuðu víða um borgina og að minnsta kosti ellefu særðust. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahús, þeirra á meðal þunguð kona og einn í lífshættu. 14.11.2025 06:46
Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem einn er grunaður um líkamsárás. 14.11.2025 06:27
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13.11.2025 11:03
Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Tillaga Sjálfstæðismanna í Reykjavík um að falla frá bílastæðasektum á messutíma var felld í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar greiddu atkvæði með tillögunni en fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalista á móti. 13.11.2025 08:40
Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur látið dómsmálaráðherrann Herman Halushchenko og orkumálaráðherrann Svitlönu Grynchuk fjúka en bæði hafa verið ásökuð um aðild að umfangsmiklu spillingarmáli. 13.11.2025 08:08
Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Gengið var frá kaupum Sendafélagsins ehf. á 4G og 5G dreifikerfum Sýnar hf. og Nova hf. Kaupverðið nemur samtals 2,6 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að formlegu framsali fjarskiptabúnaðarins ljúki í árslok. 13.11.2025 06:53
Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. 12.11.2025 08:20
Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Loftmengun í Delí á Indlandi mælist nú 30 sinnum meiri en öryggisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Yfirvöld hafa fyrirskipað skólum að taka um fjarkennslu og þá hefur ýmis starfsemi verið takmörkuð. 12.11.2025 07:48