Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Tónlistarmaðurinn Prakazrel „Pras“ Michel hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að taka við peningum frá erlendum aðila og nota þá í pólitískum tilgangi. 21.11.2025 08:20
Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur markað stefnu sem gerir það að verkum að ríki sem setja jafnrétti í fyrirrúm og framfylgja aðgerðum í þágu jafnrétti kynjanna og minnihlutahópa, eiga það á hættu að vera álitin brjóta gegn mannréttindum. 21.11.2025 07:57
Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21.11.2025 06:55
Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn frá Rúmeníu, sem eru grunaðir um vasaþjófnað. Mennirnir komu hingað til lands í fyrradag og sterkur grunur leikur á að þeir hafi komið hingað eingöngu til þess að fremja auðgunarbrot. Málið er í rannsókn. 21.11.2025 06:27
Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. 20.11.2025 08:49
Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Bæjarstjórn Árborgar mótmælir því að þungaflutningar vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Búfellshólum austan Búrfells fari í gegnum þéttbýlið á Selfossi. 20.11.2025 07:43
Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja. 20.11.2025 07:02
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. 20.11.2025 06:44
Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Umboðsmaður Alþingis hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um það hvort einhverjar reglur séu til staðar um notkun svokallaðra „hrákagríma“. 19.11.2025 08:40
Merz í vandræðum með ungliðana Ungliðahreyfing Kristilegra demókrata á þýska þinginu er sögð halda stjórnarbandalaginu í gíslingu vegna fyrirhugaðra breytinga á eftirlaunakerfinu. 19.11.2025 07:52