Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum „Ég er almennt ekki vanur að svara einhverju svona sem fólk segir um félagið okkar út um bæinn. Maður hefði þá ekki annað að gera. En þetta tal í þessum manni var svo yfirgengilegt að það var nú ekki hjá því komist að bregðast við.“ 3.9.2025 09:37
Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Elísabet II Englandsdrottning var á móti Brexit og vildi vera áfram innan Evrópusambandsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Valentine Low, sem fjallaði um konungsfjölskylduna fyrir The Times. 3.9.2025 07:47
Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl „Mannkynið stendur í dag frammi fyrir valinu milli friðar eða stríðs, samtals eða átaka, ávinnings eða taps beggja aðila,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, þegar hann ávarpaði 50 þúsund manns á Torgi hins himneska friðar í gær. 3.9.2025 06:58
Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórfellda líkamsárás sem átti sér stað í Seljahverfinu í gærkvöldi eða nótt. Gerendur flúðu af vettvangi eftir að tilkynnt var um árásina. 3.9.2025 06:21
Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Maxime Prévot, utanríkisráðherra Belgíu, segir þarlend stjórnvöld munu viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki á allsherjarríki Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum. 2.9.2025 08:56
Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Laurent Freixe, framkvæmdastjóri Nestlé, hefur verið látinn taka pokann sinn í kjölfar ástarsambands sem hann átti í við undirmann sinn. 2.9.2025 08:00
„Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. 2.9.2025 07:19
Eftirlýstur náðist á nöglunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt, eftir að hann flúði lögreglumenn sem hugðust sekta hann fyrir notkun nagladekkja. 2.9.2025 06:21
Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Stjórnvöld í Frakklandi hafa skilað hauskúpu konungsins Toera til Madagaskar. Toera var myrtur og afhöfðaður af frönskum hermönnum árið 1897. 27.8.2025 09:36
Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun. 27.8.2025 07:59