Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið. 23.10.2025 22:25
Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn. 23.10.2025 21:18
Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Landsbankinn hagnaðist um 29,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður 11,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hreinar þjónustutekjur 9,2 milljarðar króna. 23.10.2025 19:35
Síminn kaupir Motus og Pei Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. 23.10.2025 18:51
Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim. 20.10.2025 20:40
Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. 20.10.2025 18:49
Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Nokkuð öflug skjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli um klukkan 10:30 í dag og mældust nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð. Sá stærsti, sem var 4,4 að stærð, var öflugasti skjálfti á svæðinu frá því í maí 2023 þegar skjálfti að stærð 4,8 mældist þar. 20.10.2025 16:48
Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. 20.10.2025 15:12
Bubbi sendir út neyðarkall Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi. 17.10.2025 23:37
Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 17.10.2025 23:31