Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skjálftinn í Bárðar­bungu 5,3 að stærð

Jarðskjálfti að stærð 5,3 mældist í norðvestanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 11:54 í dag. Fyrsta stærð var metin 4,1 og hún síðar uppfærð í 5,3 eftir að skjálftinn var yfirfarinn. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 

„Koma ein­hverjir strákar og svo fer allt í háa­loft“

Tvenn ungmenni réðust á karlmann á fimmtugsaldri við strætóbiðstöð við Hafnarfjarðarveg til móts við Aktu taktu skömmu fyrir miðnætti í gær. Málið er rannsakað sem stórfelld líkamsárás. Brotaþoli var fluttur á slysadeild en lítið er vitað um líðan mannsins.

Má búast við skúrum eða éljum

Í dag er útlit fyrir fremur hæga austlæga eða breytilega vindátt og þrjá til átta metra á sekúndu. Bjart með köflum en sums staðar má búast við skúrum eða éljum á sveimi við ströndina.

„Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“

„Þetta er vonandi tímabundið ástand í Bandaríkjunum og við þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg. Og það er gömul saga og ný hvernig á að umgangast slíka. Alltaf er viss hætta á því að meðvirkni láti á sér kræla og allir fari að tipla á tánum í kringum hann.“

Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjöl­býlis­húsi

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar komust út og er búið að slökkva eldinn. 

Náttúru­verndar­samtök fjar­lægðu stíflu

Stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal var fjarlægð í desember á síðasta ári í því augnamiði að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska. Einnig á aðgerðin að gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp ána.

Loðna fundist á stóru svæði

Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum.

Sjá meira