Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Virðist ekki vera hægt á Ís­landi

„Ég er hundfúll af því að maður bíður og vonar eftir því að verðbólgan sigi hér niður og við förum að búa hér við eðlilegt vaxtaumhverfi. En það virðist bara vera eins og sá draumur sé svo fjarlægur að þetta virðist ekki vera hægt hér á landi. Einfaldlega vegna þess að græðgisvæðingin út um allt samfélagið er svo taumlaus að það eru ekki allir aðilar tilbúnir til þess að róa í sömu átt.“

Hiti geti mest náð á­tján stigum

Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. 

Hyggst kæra dyra­verði Auto til lög­reglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás.

Vara við hættu á skriðu­föllum og krapa­flóðum

Auknar líkur eru á skriðuföllum næstu daga og er sér í lagi varað við hættu á grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Spáð er mikilli rigningu og hlýindum á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Slökkvi­lið kallað út vegna ammoníak­leka

Slökkvilið var kallað út að iðnaðarfyrirtæki í Hafnarfirði þegar ammoníak lak úr kælikerfi innandyra. Enginn þurfti aðhlynningu að sögn varðstjóra en nokkur hætta getur fylgt slíkum atvikum þar sem ammoníak er hættulegt heilsu fólks í miklu magni.

MAST búið að snúa hnífnum

MAST hefur frestað fyrirhugaðri aflífun hundsins Úlfgríms um mánuð til að gefa eigenda hans færi á að sýna að hann hljóti viðeigandi meðferð. Í kjölfarið verður ákvörðunin endurskoðuð ef hann sýnir batamerki.

Björk beinir skila­boðum til stjórnar RÚV

Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári.

Sjá meira