fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Átök um hvort byggja eigi í hrauninu

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni.

Telja Hjalt­eyrar­hjón hafa byrlað börnum ó­lyfjan í Garða­bæ

Starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum árið 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu, jafnvel allan daginn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum frá árinu 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar segjum við frá heimilisofbeldi, dulbúnum orgíum og stjórnlausum ofskynjunartrippum sem séu meðal þess sem sett er í búning sjálfsvinnu þegar kemur að hinum sístækkandi andlega heimi hér á landi. Ekkert eftirlit er með starfseminni. Eftir fréttatímann verður kafað ofan í þessi mál í Kompás.

Íslandsbanki hafi ekki hækkað vexti eins hratt og Seðlabankinn

Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn hafi ekki hækkað vexti í takt við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu misseri. Hún er bjartsýn á að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum húsnæðislána en um sextíu prósent þeirra eru á föstum vöxtum til nokkurra ára. 

„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“

Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt.

Sögulegt ávarp í þingsal

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða.

Kærir Landlækni fyrir lygar og telur þær valda útilokun frá störfum

Lyfjafræðingur sem starfaði tímabundið hjá Landlækni hefur kært embættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að ljúga til um störf sín. Lyfjafræðingurinn sem benti á alvarlegar villur í lyfjagagnagrunni Landlæknis var sagður hafa rofið þagnarskyldu embættisins.

Hörð barátta um meirihlutann í Eyjum

Bæjarstjóri Vestmannaeyja sem hefur starfað með Eyjalistanum síðustu fjögur ár er sátt við samstarfið en gengur óbundin til næstu sveitastjórnarkosninga. Oddviti Sjálfstæðisflokksins er afar ánægður með nýafstaðið prófkjör en ætlar að ráða í bæjarstjóraembættið komist flokkurinn á ný í meirihluta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við formann Eflingar sem segir brýnt að fólk standi saman.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.