Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. 23.12.2025 13:33
„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. 22.12.2025 20:01
„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu. 22.12.2025 15:33
Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Breskt félag hefur stefnt Samherja fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu um hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna og verður dæmt í málinu í Bretlandi. Forstjóri fyrirtækisins segir að þegar hafi verið gripið til varnar í Bretlandi. Upphæðin sé súrealísk og hærri en eigið fé Samherja. 22.12.2025 13:01
Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. 19.12.2025 20:15
Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. 18.12.2025 21:01
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18.12.2025 13:18
Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. 17.12.2025 21:30
„Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Það er ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur segir settur varahéraðssaksóknari í málinu. Hún var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið benti á að það væru lagaskilyrði fyrir lengri dómi. Lögmaður hálfbróður hennar segir samfélagslega óttækt að kröfu um brottfall erfðaréttar hafi verið vísað frá. Haldið verði áfram með málið. 17.12.2025 13:00
Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin. 9.12.2025 21:09