fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Saumuðu hundrað sinnum út: „Ég er að deyja“

Hópur kvenna sameinaðist um það í dag að sauma endurtekið setninguna "Ég er að deyja“ sem er hluti af listaverki sem vísar í harmleik frá nítjándu öld en um leið í grábroslega tilveru manneskjunnar.

Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður

Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði.Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður.

Mikið rennsli í ám landsins

Vegna mikils vatnselgs og leysingar varð að loka við Dettifoss í morgun um óákveðinn tíma og er því Dettifossvegur lokaður þar til talið verður óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Þá er mjög mikið rennsli í flestum ám á landinu vegna hlýinda og leysinga. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að ferðamenn sýni aðgát í nágrenni við þær.

Lögregla í eftirlitsferð slökkti eld í heimahúsi

Eldur kom upp í húsi á Ísafirði í nótt. Lögreglumenn í eftirlitsferð urðu varir við mikinn reyk sem lagði frá húsinu og ræstu út slökkvilið. Í ljós kom að eldur logaði í sólpalli og í timburklæðningu hússins.

Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi

Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni.

Segir nýtt áhættumat ekki taka afstöðu til einangrunar hunda

Engin afstaða er tekin til hversu lengi gæludýr þurfa að vera í sóttkví í nýju áhættumati sem Hundaræktarfélag Íslands lét gera að sögn fræðslustjóra Matvælastofnunar. Stofnuninni var falið að koma með álitsgerð um hvort breyta eigi verklagsreglum um innflutning á hundum og köttum og skilar henni til atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins í lok maí.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.