fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir

Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag.

Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum

Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum.

„Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál“

Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur. 

Telur konur fá harðari gagnrýni þegar þær brjóta jafnréttislög

Menntamálaráðherra ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar. Hún bendir á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á meðan  formaður flokksins sé systir umsækjanda um stöðuna. 

Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni

Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár.

Óli Maggadon bjó í 20 ár á Arnarholti og fór á tónleika með Kjarval

Þrír læknar sem sögðu engra aðgerða þörf á Arnarholti töldu einangrunarvist í svokallaðri sellu eðlilega eftir yfirheyrslur á starfsfólki. Ólafur Magnússon, sem var þekktur í borgarlífinu sem Óli Maggadon, var meðal vistamanna á Arnarholti en þar bjó hann í 20 ár.

„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“

Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi.

„Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“

Borgarstjóri ætlar að láta rannsaka starfsemi Arnarholts og jafnvel fleiri vistheimili sem borgin rak vegna upplýsinga um illa meðferð á vistmönnum. Forsætisráðherra fagnar rannsókn og býður fram aðstoð. 

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.