Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vand­ræða“

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. 

„Við erum með betri menn í öllum stöðum“

Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Jón Páll að­stoðar Einar

Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum.

„Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“

Eldsumbrotin og náttúruhamfarirnar í nágrenni Grindavíkur hafa gjörbreytt öllu íþróttastarfi hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Stelpur sem spiluðu saman á Símamótinu í fyrra eru nú í þeirri stöðu að þurfa að spila á móti vinkonum sínum og fyrrum liðsfélögum. Faðir einnar stelpunnar segir það mjög erfitt fyrir þær.

„Kom okkur dá­lítið á ó­vart hvernig þeir pressuðu“

Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum.

„Þetta var bara byrjunin“

Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja.

Elvis snúinn aftur

Elvis Bwonomo er mættur aftur til Vestmannaeyja og búinn að skrifa undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið.

Sjá meira