„Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. 29.4.2025 20:34
Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. 29.4.2025 20:00
„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. 28.4.2025 21:36
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar. 28.4.2025 21:10
„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ „Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö. 27.4.2025 21:30
Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin. 27.4.2025 18:31
„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. 27.4.2025 16:30
Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. 27.4.2025 16:00
Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Tvö mjög ólík framboð til forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins bárust áður en fresturinn til að tilkynna framboð rann út á föstudag. 27.4.2025 09:02
Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26.4.2025 17:06
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent