Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Skipuleggjendur reikna með mikilli þátttöku í kvennaverkfallinu í dag þegar haldið er upp á það að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. Vísir verður í beinni útsendingu og vakt frá sögugöngu eftir Sóleyjargötu þar sem leikkonur bregða sér í gervi kvenskörunga og svo frá Arnarhóli þar sem reiknað er með múgi og margmenni. 24.10.2025 12:54
Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar. 24.10.2025 12:23
Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Kynningarfundur Vegagerðarinnar um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar hefst klukkan 9 og er áætlað að hann standi í eina og hálfa klukkustund. 24.10.2025 08:16
Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Landsréttur hafnaði í dag kröfu nokkurra landeigenda um að ógilda ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnets til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í Sveitarfélaginu Vogum. 23.10.2025 16:34
Húsleit hjá Terra Samkeppniseftirlitið lét framkvæma húsleit hjá Terra í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. Þar segir að málið varði rannsókn eftirlitsins á meintum brotum á samkeppnislögum í tengslum við útboð sveitarfélaga á sorphirðu. 23.10.2025 16:00
Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Gervigreindarmyndband af kennara og nemanda í Víðistaðaskóla í sleik fór í dreifingu meðal nemenda við skólann. Nemandi á unglingastigi stóð á bak við myndbandið. Persónuvernd segir það að líkja eftir fólki með notkun gervigreindar geta falið í sér brot gegn persónuverndarlögum eða öðrum lögum svo sem um ærumeiðingar. 23.10.2025 15:31
Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu. 23.10.2025 13:03
Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Fulltrúar meirihlutans í Grímsnes- og Grafningshreppi segja hættu á að íbúar í hreppnum glati trausti á því sem haldi samfélaginu saman gefist fólki kostur á að hringla með lögheimilisskráningu sína korteri fyrir kosningar. Sumarhúsaeigendur í hreppnum hafa verið hvattir til að breyta skráningu sinni tímabundið nú þegar sjö mánuðir í kosningar. 23.10.2025 11:10
Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Halla Tómasdóttir forseti Íslands ætlar að taka sér frí á morgun til að standa með systrum sínum og bræðum gegn ofbeldi. Hún segir brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. 23.10.2025 10:30
Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt. 22.10.2025 16:19