Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Niðri fyrir vegna Út­laganna

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af.

Farsímatekjur undir væntingum

Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra.

Kín­versk ferða­skrif­stofa mátti sín lítils gegn TM

Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar.

Komu litlum fiski­báti til bjargar

Lítill fiskibátur missti vélarafl í mynni Seyðisfjarðar í hádeginu í dag og rak hægt til suðurs. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út vegna málsins.

Al­var­legt um­ferðar­slys í Eyja­firði

Umferð um Eyjafjarðarbraut eystri hefur verið lokað á milli Syðri Tjarna og Ytri Tjarna vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Tveir voru í bílnum.

Vöknuðu fyrir allar aldir til að gera aðra at­lögu

Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi gerði í morgun aðra atlögu að því að stökkva yfir 300 metra í Hlíðarfjalli í dag. Mikil leynd hvílir yfir viðburðinum sem er hluti af markaðssetningu Red Bull drykkjarins.

Freista þess að halda veitinga­manninum bak við lás og slá

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður.

Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana

Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær.

Sjá meira