Fréttamaður

Gunnar Reynir Valþórsson

Gunnar Reynir er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gular við­varanir tóku gildi í nótt

Gular viðvaranir vegna hvassviðris tóku gildi í nótt á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og einnig á Miðhálendinu. Á Breiðafirði er spáð allt að átján metrum á sekúndu og varir ástandið fram til klukkan ellefu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um vatnsveðrið sem gengur nú yfir en gular viðvaranir eru víða í gildi vegna þess.

Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu

Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um kæru sem samtökin 78 hafa lagt fram gegn vararíkissaksóknara, en ummæli hans á dögunum hafa vakið mikla athygli.

Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og My­kola­iv í nótt

Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag.

Rússar skerða gasútflutninginn á ný

Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað áfram um hugmyndir formanns stjórnar Landspítala um að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni.

Stjórnlausir eldar í Kaliforníu

Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu

Sjá meira