Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Ragna yfir­gefur Alþingi mánuði fyrr en á­ætlað var

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sig­ríður tekur við for­mennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017.

Innlent
Fréttamynd

Stólaleikur í Svörtu­loftum

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgar­stjóra

Aðstoðarmaður borgarstjóra hætti um miðjan maí eftir aðeins um tveggja mánaða störf. Hann segir brotthvarf sitt í góðu samstarfi við borgarstjóra. Rétt væri að pólitískari fulltrúi tæki við starfinu nú þegar aðeins ár er til borgarstjórnarkosninga.

Innlent
Fréttamynd

Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna

Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn.

Lífið
Fréttamynd

Fann sér ekki stað hjá for­setanum eftir breytingar

Una Sighvatsdóttir, sem gegnt hefur stöðu sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands undanfarin ár, segir að það hafi verið mikill heiður og ánægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir tvo forseta lýðveldisins. Hún hafi ákveðið að róa á ný mið vegna þess að hún hafi ekki fundið sér stað í breytingum sem hafa verið boðaðar á skrifstofunni.

Innlent