Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

GKR boðar endur­komu í öllum skilningi þess orðs

Rapparinn Gaukur Grétu­son, betur þekktur sem GKR, hyggst snúa aftur til landsins um helgina og troða upp á Iceland Airwa­ves tón­listar­há­tíðinni í Kola­portinu næsta föstu­dags­kvöld. Hann hyggst spila nýtt efni, lög af nýrri plötu sem er væntan­leg snemma á nýju ári.

Tónlist
Fréttamynd

Syngja um sam­farir á eld­hús­borðinu

Lista- og poppteymið Kvikindi var að senda frá sér glænýtt lag sem ber þann ögrandi titil Ríða mér. Kvikindi hreppti nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins og kemur fram á tónlistarhátíðinni Airwaves í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Frum­sýning: Tón­listar­mynd­band frá Nylon

Hljómsveitin Nylon átti stóra endurkomustund á Menningarnótt í ágúst þegar þær gáfu út lagið Einu sinni enn og fluttu það saman á Arnarhóli. Þær voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér að neðan og fagna því sömuleiðis að vera í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar. 

Tónlist
Fréttamynd

Jóla­stöðin komin í loftið

Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síðasta lag Bítlanna kemur út

Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk fimm­tíu dollara og hand­­­skrifað bréf frá Adele

Alexander Aron Guðjónsson er enn að ná áttum eftir tónleika með Adele í Vegas á dögunum. Hann upplifði ekki aðeins einstakan flutning heldur fór hann heim með dýrmæta minjagripi. Hann tók stóran hluta tónleikanna upp á símann fyrir fylgjendur sína. 

Lífið
Fréttamynd

Enginn drauma­prins sjáan­legur í firðinum

Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var hans ein­læga ósk“

„Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október.

Lífið
Fréttamynd

„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“

„Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Áskorun
Fréttamynd

„Nenni ekki að dvelja í dramakasti”

Leikkonuna Katrínu Halldóru Sigurðardóttur þarf varla að kynna. Hún sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellýjar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu. 

Lífið
Fréttamynd

Skrúfa niður í djamminu á Prikinu

Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefán Reynir er látinn

Stefán Reynir Gíslason kórstjóri og organisti er látinn 68 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 17. október síðastliðinn. Stefán hafði verið í fararbroddi í tónlistarlífinu í Skagafirði um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Lasse Berghagen er látinn

Lasse Berghagen, einn ástsælasti söngvari og sjónvarpsþáttastjórnandi Svíþjóðar, er látinn, 78 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því

Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist kemur við sögu. Ung kona með afskaplega hallærislega hárgreiðslu þess tíma, 1984, er að útbúa sér nætursnarl. Hún er í skýjunum eftir að hafa stundað villt kynlíf með kærasta sínum.

Gagnrýni