Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Halldór Orri með fingurinn á lofti

    Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar var til umfjöllunar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar vakti Magnús Gylfason athygli á því að Halldór hafi gefið stuðningsmönnum FH „fingurinn“ þegar hann fór útaf í síðari hálfleik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Mögnuð tilþrif í vítaspyrnunni hjá Alexander

    Alexander Magnússon leikmaður Grindavíkur skoraði frábært mark úr vítaspyrnu í gær í 4-1 sigri liðsins gegn nýliðumm Þórs frá Akureyri. Alexander sýndi tilþrif sem hafa sjaldan sést í fótboltaleik á Íslandi og myndbandið hér fyrir ofan segir allt sem segja þarf um þessi tilþrif frá hægri bakverðinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Öll mörkin úr 6. umferð

    Frábær tilþrif sáust í 6. umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem fram fór á sunnudag og mánudag. Öll mörkin og helstu atvikin voru sýnd í gær í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport og David Bowie sá um tónlistina að þessu sinni - Suffragette City frá árinu 1972.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bjarni: Vítaspyrnudómurinn kálaði leiknum

    „Upphaf leiksins var mjög gott hjá okkur og við sleppum einir í gegn tvisvar sinnum og ég geri kröfu um að nýta í það minnsta annað færið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið gegn FH í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir: Nú kom liðsheildin

    „Stjarnan er með sterkt lið og við lentum í basli með löngu boltana í fyrri hálfleik. En heilt yfir var þetta góður leikur hjá FH og sanngjarn sigur," sagði Heimir sáttur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Þórsarar áhorfendur gegn Grindvíkingum

    Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valur fimm stigum á undan Íslandsmeisturunum - myndir

    Valsmenn héldu hreinu í fjórða sinn á tímabilinu í gærkvöldi þegar þeir unnu 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Vodafone-vellinum. Valsmenn hafa nú fimm stigum meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks sem hafa fengið á sig 12 mörk í fyrstu sex leikjunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þorvaldur: Menn eru svekktir og sárir

    Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var niðurlútur í leikslok eftir 1-2 tap gegn KR-ingum í kvöld. Framara sitja einir á botninum með eitt stig og ljóst er að Þorvaldur þarf að blása lífi í lið Framara ef ekki á illa að fara.

    Íslenski boltinn