Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Enn spenna í toppbaráttunni - myndir

    KR og Valur gerðu 1-1 jafntefli í toppslagnum í Pepsi-deild karla í gærkvöldi en Valsmenn tryggðu sér jafntefli á lokamínútu leiksins eftir að hafa orðið fyrir því óhappi að skora sjálfsmark nokkrum mínútum fyrr.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hrakfarir FH-inga halda áfram - myndir

    FH-ingar urðu að sætta sig við 2-2 jafntefli á móti Fylki í Pepsi-deild karla í gærkvöldi þrátt fyrir að vera komnir 2-0 yfir eftir 17 mínútna leik. Fylkismenn unnu sig inn í leikinn í seinni hálfleik og tókst að jafna leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Matthías: Ég er sturlaður

    Matthías Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Val í kvöld en liðið gerði þá jafntefli við KR í Frostaskjólinu, 1-1. Hann var ósáttur við að hafa ekki fengið víti þegar virtist brotið á honum í teig KR-inga.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur: Svekktur að hafa ekki tekið öll stigin

    Ólafur Þórðarson var í svekktur að hafa ekki náð að krækja í öll 3 stigin gegn FH-ingum núna í kvöld en að sama skapi ánægður með þá baráttu sem sínir menn sýndu í síðari hálfleiknum þegar þeir unnu upp tveggja marka forskot bikarmeistaranna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: FH missti niður 2-0 forystu í jafntefli á móti Fylki

    FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Grindavík vann mikilvægan sigur á ÍBV

    Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eyjamenn, 2-0, í nokkuð bragðdaufum leik sem fram fór á Grindavíkurvelli. Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik úr vítaspyrnu, en þar var á ferðinni Jamie McCunnie. Scott Ramsey innsiglaði sigurinn í blálokinn með frábæru marki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bjarni: Ætlum okkur að vera í efri hlutanum

    "Þetta gefur manni svakalegt kick að skora sigurmarkið svona í lokin í virkilega jöfnum leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag. Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, gegn Breiðabliki með marki á lokaandartökum leiksins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Elfar var seldur á 21 milljón króna

    Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er kaupverðið á Elfari Frey í kringum 21 milljón íslenskra króna. Þá fá Blikar 40 prósent af söluverði verði hann seldur frá félaginu í framtíðinni.

    Íslenski boltinn