Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymond Depardon fara fram. Bíó og sjónvarp 29. apríl 2007 08:00
Kate: Sambandsslitin Karli að kenna Karl Bretaprins sagði Vilhjálmi syni sínum að ef hann ætlaði ekki að giftast kærustunni, Kate Middleton, skyldi hann hætta með henni. Þetta er haft eftir samstarfsfélögum Kate í breska blaðinu Daily Mirror. Vilhjálmur mun hafa leitað ráða hjá föður sínum vegna þrýstings um að hann ætti að biðja Kate að giftast sér. Lífið 28. apríl 2007 16:47
Vilja endurreisa Rósenberg Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni Reisum Rósenberg verða haldnir um helgina til að stuðla að uppbyggingu tónleikastaðarins Café Rósenberg, sem skemmdist illa í bruna á dögunum. Tónlist 28. apríl 2007 16:00
Spaugstofan kveður í bili með olíubaði og látum „Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2007 14:00
Nemar í skóla tímans Leikararnir góðkunnu Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason fagna 40 ára leikafmæli sínu um þessar mundir, en þau útskrifuðust bæði frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins í maí 1967 að loknu þriggja ára námi. Af þessu tilefni efna þau til leiklistardagskrár í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og flytja þar brot úr klassískum leikverkum eftir Shakespeare, Edward Albee og Halldór Laxness. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2007 13:00
Ástir og vindmyllur Hin nýstofnaða barokksveit Camerata Drammatica heldur tónleika í Íslensku óperunni í kvöld undir yfirskriftinni „Af ást og vindmyllum“. Sveitin leikur tónlist eftir Händel, Telleman, Gasparini og fleiri í kvöld en markmið hennar er að flytja stærri verk frá barokk- og klassíska tímabilinu, allt frá hljómsveitarverkum til perlna óperutónbókmenntanna. Tónlist 28. apríl 2007 10:00
„Viröldin“ annarlega Meðal viðburða á Listahátíð í vor er tónleikauppfærsla á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja ásamt átta einsöngvurum. Efniviður óperunnar eru margslungnar sögur rússneska fáranleikameistarans Daníil Kharms. Tónlist 28. apríl 2007 09:00
Úrslit hönnunarkeppni ráðast í dag Úrslit í hönnunarkeppni Hagkaupa verða kynnt fyrir framan verslun Hagkaupa í Smáralind klukkan 17 í dag. Þetta er í annað skipti sem verslunin stendur fyrir slíkri keppni, en í fyrra bar hönnuðurinn Sunna Dögg Ásgeirsdóttir sigur úr býtum. Menning 28. apríl 2007 08:00
Baldwin fékk ráð hjá Dr. Phil Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin mun biðjast afsökunar í bandarísku sjónvarpi í dag vegna harðorðra ummæla sem hann viðhafði við dóttur sína. Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil McGraw segir að leikarinn fengið ráðleggingar hans vegna málsins. Skammarræðuna skildi Alec eftir á talhólfi dótturinnar og hún rataði inn á internetið í síðustu viku. Lífið 27. apríl 2007 11:18
Jack Valenti látinn Jack Valenti maðurinn sem var hið opinbera andlit Hollywood í langan tíma lést í dag 85 ára að aldri. Valenti á heiðurinn að stigagjafakerfinu sem notað er í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og var aðstoðarmaður Lyndon Johnson fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bandarísku kvikmyndasamtakanna í 38 ár. Lífið 27. apríl 2007 00:01
Útgáfusamningur í verðlaun Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu. Tónlist 25. apríl 2007 10:30
Jón Ásgeir og Davíð í slag Rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð hefur sent frá sér nýja bók. Í bókinni segir frá afmælisveislu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns. Menning 25. apríl 2007 10:15
Samkeppni um nýtt myndband Aðdáendur Bjarkar Guðmundsdóttur verða í lykilhlutverki við gerð myndbands við lagið Innocence. Lagið er það fyrsta af nýrri plötu Bjarkar, Volta, sem gert verður tónlistarmyndband við. Tónlist 25. apríl 2007 10:00
Skátar: Ghosts Of The Bollocks To Come - fjórar stjörnur Ghosts Of The Bollocks To Come er fyrsta plata Skáta í fullri lengd, en áður höfðu þeir sent frá sér sex laga EP-plötuna Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga? Sú plata kom út í desember 2004 og innihélt m.a. smellinn Halldór Ásgrímsson. Hún sýndi að þarna var efnileg rokksveit á ferð. Með nýju plötunni festa Skátar sig í sessi sem ein af áhugaverðari hljómsveitum landsins. Tónlist 25. apríl 2007 10:00
Sigur Rós með leynitónleika Hljómsveitin Sigur Rós hélt órafmagnaða tónleika á Gömlu Borg í Grímsnesi síðastliðið sunnudagskvöld. Tónleikarnir voru eingöngu fyrir vini og fjölskyldur meðlima Sigur Rósar og strengjasveitarinnar Amiinu sem lék með þeim. Tónlist 25. apríl 2007 09:30
Rúni Júl í Partílandið Rokkarinn Rúnar Júlíusson hefur fallist á að koma fram í Partílandinu, leikriti sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Rúnar verður einn fjölmargra gestaleikara sem koma fram í verkinu en þeir verða allir þjóðþekktir og koma fram sem þeir sjálfir. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 09:30
Íslensk götulist í Englandi Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 09:30
Hvíldu þig, hvíld er góð? Iðjusemi hefur löngum verið álitin með mestu dyggðum hér á landi og letin að sama skapi með verstu löstum enda vofir hún ávallt yfir. Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, ræðir um þann löst og rekur með því smiðshöggið á fyrirlestraröð um dauðasyndirnar sjö í Grófarhúsinu kl. 17.15 í dag. Fyrirlestraröð þessi var flutt í Amtmannsbókasafninu á Akureyri fyrr í vetur og hefur mælst afar vel fyrir bæði norðan heiða og sunnan. Menning 25. apríl 2007 09:15
Sungið til sigurs Hljómsveitakeppni verður haldin í Iðnó á fimmtudag á vegum Ungs Samfylkingarfólks í Reykjavík. Ungar og metnaðarfullar hljómsveitir frá ýmsum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í henni og fær hver sveit um hálftíma til að flytja efni sitt. Tónlist 25. apríl 2007 09:00
Flottar heimildarmyndir fyrir vestan „Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 09:00
Löng leið að langþráðu marki Eitt af stofnfélögum Bandalags íslenskra listamanna, Félag íslenskra listdansara, er statt á tímamótum því um þessar mundir eru sextíu ár liðin síðan frumherjar íslenskrar danslistar komu saman og stofnuðu félagið. Fyrsti formaður þess var Ásta Norðmann en hún leiddi um árabil hóp frumkvöðlanna. Var hún eina konan sem kom að stofnun Bandalags íslenskra listamanna en konur hafa alla tíð verið í forystu listdansins á Íslandi. Menning 25. apríl 2007 08:30
Í þykjustuleik Adam Sandler leikur slökkviliðsmann sem þykist vera samkynhneigður í nýjustu kvikmynd sinni I Now Pronounce You Chuck and Larry. Í myndinni þykjast Sandler og Kevin James, sem leikur í þáttunum The King of Queens, vera par til að svíkja út bætur. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 08:00
Köngulóarmaðurinn mættur Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 07:30
Branson máður út af Casino Royale Breska flugfélagið British Airways sýnir um þessar mundir nýjustu Bond myndina Casiono Royale um borð í vélum sínum. Það vekur athygli að eigandi keppinautarins, Richard Bransons hjá Virgin flugfélaginu, hefur verið máður út af eintökunum. Branson lék lítið hlutverk í myndinni við öryggishlið á flugvelli. Lífið 24. apríl 2007 13:22
Turner og Flip í stuði Rapparinn Prozack Turner úr hljómsveitinni Foreign Legion og Dj Flip, sem er fyrrverandi heimsmeistari ITF í skratsi, halda tónleika á skemmtistaðnum Domo í kvöld. Tónlist 24. apríl 2007 10:00
Fegurðin gerð meira áberandi Franska ofurhljómsveitin Nouvelle Vague heldur tónleika hér á landi næstkomandi föstudagskvöld. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir frumlegar ábreiður sínar en Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi á dögunum við Marc Collin, aðalhugmyndasmið sveitarinnar. Tónlist 24. apríl 2007 09:15
Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. Tónlist 24. apríl 2007 09:00
Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2007 08:00
Producers kveður Söngleikurinn The Producers, sem er byggður á samnefndri kvikmynd Mel Brooks, hefur lokið göngu sinni á Broadway eftir rúmlega 2.500 sýningar. „Þetta hafa verið sex gleðileg ár og þið áhorfendur hafið staðið ykkur frábærlega í því að aðstoða okkur við þessa vel heppnuðu lokasýningu,“ sagði Mel Brooks. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2007 07:00
Grettir - tvær stjörnur Er ástæða til að rifja upp gamla íslenska söngleiki og setja á svið með ærnum tilkostnaði? Víða er það gert í öðrum löndum að gamaldags verk eru endurvakin, oft vegna tónlistarinnar sem kann að geyma sígild númer, ellegar þess að höfundum tal- og söngtexta hefur á sinni tíð tekist að næla tíðaranda, móð, í fléttuna. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2007 00:01