Algjör alþýðuskemmtun Lýðræðið er mörgum ofarlega í huga þessi misserin, ekki síst félögum í leikfélaginu Gilligogg sem á rannsóknarstofu sinni hafa lagst í krufningu á heilbrigði þess og kröfum. Bíó og sjónvarp 26. maí 2007 08:00
Afturelding verður kvikmynduð Glæpasagan Afturelding, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, verður kvikmynduð. Reykjavík Films samdi í gær við Viktor Arnar og Eddu útgáfu um kvikmyndaréttindi á bókinni og stendur til að gera þáttaröð fyrir sjónvarp. Bíó og sjónvarp 25. maí 2007 07:03
Danspönksveitin the Rapture á leið til landsins Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. Tónlist 24. maí 2007 16:39
Einstakir hljóðskúlptúrar og nýr hljóðheimur Það er engin leið að lýsa því sem tónleikagestir eiga von á í Hallgrímskirkju í kvöld. Þar sameinast kraftar tveggja af voldugustu hljóðfærum landsins, Klais-orgelsins og slagverkssafns Gunnars Kristinssonar, að viðbættum raddböndum Egils Ólafssonar og annarlegum gítartónum. Menning 23. maí 2007 08:00
Kryddpíur á leynifundi Orðrómurinn um að stúlkurnar í Spice Girls ætli að koma saman á ný fékk byr undir báða vængi í gær þegar sást til þeirra Geri Halliwell og Emmu Bunton yfirgefa heimili Richards Stannard í Brighton, en hann var helsti upptökustjóri hljómsveitarinnar þegar hún var sem vinsælust. Tónlist 23. maí 2007 06:30
Lay Low boðið á tvær hátíðir Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi. Tónlist 23. maí 2007 05:00
Leikur í nýjum SATC Brooke Shields fer með eitt aðalhlutverka í nýjum þáttum sem heita Lipstick Jungle. Þættirnir eru byggðir á bók eftir Candace Bushnell, sem flestir kannast við sem höfund Sex and the City. NBC tekur Lipstick Jungle til sýninga í janúar 2008, en aðdáendur Sex and the City hafa þegar útnefnt þáttaröðina sem arftaka hennar. Bíó og sjónvarp 23. maí 2007 03:00
Hinsegin flamingóar ættleiða unga Tveir samkynhneigðir flamingóar í Bretlandi eru orðnir stolir fósturforeldrar eftir að þeir tóku munaðarlausan unga undir verndarvængi sína. Carlos og Fernando hafa verið saman í sex ár. Þeir voru orðnir svo örvæntingarfullir að stofna fjölskyldu að þeir fóru að stela eggjum. Lífið 22. maí 2007 11:03
Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert „Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Tónlist 22. maí 2007 10:15
Lordi lék við hvern sinn fingur í Cannes „Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 22. maí 2007 10:00
Af reynsluheimi rauðhærðra Myndlistarkonan Nína Gautadóttir gerir rauðhærðum konum skil á forvitnilegri sýningu sem var nýverið opnuð í vesturbæ Reykjavíkur. Myndum af tæplega þrjú þúsund rauðhærðum konum er varpað á vegg á Ásvallagötunni. Menning 22. maí 2007 10:00
Spila á Mini-Airwaves Hljómsveitirnar GusGus og FM Belfast troða upp á sérstöku Iceland Airwaves-kvöldi í Kaupmannahöfn föstudaginn 1. júní undir yfirskriftinni Mini-Airwaves. Einnig koma fram frönsku raftónlistarmennirnir Spitzer, DJ Nil + Paral-lel og plötusnúðarnir Kasper Björke, Jack Schidt, Teki & Orgasmx. Tónlist 22. maí 2007 09:30
Coen-bræður eru einn maður með tvö höfuð Það var mikil spenna í salnum þegar nýjasta mynd Coen-bræðranna No Country for Old Men var frumsýnd í Cannes en hún tekur þátt í keppninni um Gullpálmann eftirsótta. Bíó og sjónvarp 22. maí 2007 09:30
Ertu með Gertrude í eyrunum? Fara ætti varlega að fólki sem stendur eða situr í andakt með heyrnartól í hlustum sínum, viðkomandi gæti ekki aðeins verið að hlýða á nýjasta poppfroðuvellinginn heldur gæti meira en verið að það sem ómar úr tólunum sé rödd Gertrude Stein, William Carlos Williams eða Norman Mailer. Nú er nefnilega ekkert mál að sækja ljóðaflutning þeirra ókeypis á netinu. Menning 22. maí 2007 09:15
Hrátóna verk Nú stendur yfir sýning á tréristum eftir Elías B. Halldórsson í Kaffistofu Hafnarborgar. Tréristurnar eru úr myndröðinni Hrátónar frá 1990 og eru úr safni Hafnarborgar. Menning 22. maí 2007 08:30
Cortes syngur fyrir heimilislausa Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London. Tónlist 22. maí 2007 08:00
Vortónar af Digranesinu Samkór Kópavogs heldur vortónleika sína í Digraneskirkju í kvöld og annað kvöld. Þar flytur kórinn fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra alþýðu- og þjóðlaga, þar á meðal verk eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Tónlist 22. maí 2007 07:30
Bach-sónötur og margfaldur frumflutningur Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði. Tónlist 22. maí 2007 06:00
Zodiac - fjórar stjörnur Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Bíó og sjónvarp 22. maí 2007 00:01
Mínus - The Great Northern Whalekill: Fjórar stjörnur Þó að The Great Northern Whalekill jafnist ekki á við meistaraverkið Halldór Laxness er þetta rokkplata yfir meðallagi sem ætti að falla í kramið hjá Mínus-aðdáendum. Gagnrýni 21. maí 2007 04:30
Hvaladráp kemur út Nýjasta breiðskífa Mínus, The Great Northern Whalekill, kemur út á mánudag á vegum Smekkleysu. Þetta er fjórða hljóðversskífa Mínus, sem síðast sendi frá sér Halldór Laxness árið 2003, sem var valin besta plata ársins af tónlistarspekúlöntum. Tónlist 20. maí 2007 08:30
Tina Turner söng á Baugsdegi Hún var alveg geggjuð kellingin, segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Tónlist 19. maí 2007 03:30
Plötusamningur við 8MM Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum. Tónlist 18. maí 2007 10:00
Mögnuð tónlistarblanda Goran Bregovic leikur ásamt Wedding & Funeral Band í Laugardalshöllinni annað kvöld. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Vorblóts og Listahátíðar í Reykjavík. Trausti Júlíusson leit yfir fjölbreyttan feril Gorans sem spannar yfir 30 ár. Tónlist 18. maí 2007 09:00
Lög níunda áratugarins Safnplatan „100 íslensk 80’s lög á 5 geislaplötum“ kemur út mánudaginn 4. júní. Plöturnar eru fimm saman í einum pakka með hundrað lögum frá níunda áratugnum og eru öll með íslenskum flytjendum. Tónlist 18. maí 2007 08:45
Sýnir þungarokksþætti á Youtube Gunnar Guðbjörnsson gerir reglulega þætti um íslenskar þungarokkshljómsveitir og setur þá á heimasíðuna Youtube, einn í hverri viku. Changer reið á vaðið og á eftir henni kom hljómsveitin Severed Crotch. Næst á dagskrá eru síðan Momentum og I Adapt. Tónlist 18. maí 2007 08:45
Listasetur Steinunnar opnað um hvítasunnu Athafnakonan Steinunn Jónsdóttir hyggst bjóða nánustu fjölskyldu og vinum til Skagafjarðar á einkaopnun listasetursins á Hofsósi um hvítasunnuhelgina en starfsemi þess kemst bráðum á fullt skrið. Menning 18. maí 2007 08:00
Mælt með stofnun Flugminjasafns Íslands Fyrir rúmu ári skipaði menntamálaráðherra nefnd til að kanna stöðu flugminjasafna á landinu. Nefndinni var falið að sinna eftirfarandi verkefnum sérstaklega: Menning 18. maí 2007 08:00
Laugardagsstefna um CoBrA Málþing í tengslum við CoBrA-sýningu Listasafns Íslands verður haldið í safninu á morgun. Fróðleiksfúsum listunnendum gefst þar kostur á að hlýða á erindi og ræða áhrif CoBrA-hreyfingarinnar á Íslandi. Sýningin er liður Listahátíðar í Reykjavík og var opnuð í síðustu viku. Menning 18. maí 2007 07:30
Höfðuðu mál vegna Brokeback Tólf ára bandarísk stúlka hefur ásamt afa sínum og ömmu höfðað mál gegn menntamálaráði Chicago eftir að aðstoðarkennari sýndi myndina Brokeback Mountain í skólastund. Bíó og sjónvarp 18. maí 2007 07:30