Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Getur alveg leikið illmenni

Ólafía Hrönn Jónsdóttir er kona ekki einhöm. Hún er jafnvíg á að leika konur og karla, syngur, málar og semur tónlist, skýtur hreindýr og eldar ofan í börnin sín.

Menning
Fréttamynd

Æfir sig í að breytast

Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur. Hún segist hafa skrifað ljóð alla ævi en farið með það eins og mannsmorð, það hafi ekki þótt töff í Neðra-Breiðholtinu.

Menning
Fréttamynd

Fönixinn rís enn á ný úr öskunni

Dansleikhúskonsertinnn Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný verður sýndur á Álandseyjum í á laugardaginn. María Ellingsen, sem fer fyrir hópnum sem að sýningunni stendur, segir áhorfendur hrífast mjög af verkinu.

Menning
Fréttamynd

Sverðið vísar til sæmdar og hugrekkis

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges.

Menning
Fréttamynd

Ragnar með gjörning í Tate Modern-safninu

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörninginn Variation of Meat Joy í Tate Modern-safninu í London í kvöld. Áhorfendur um heim allan geta fylgst með í rauntíma á netinu, spjallað og spurt listamanninn spurninga.

Menning