
Leðurklædd Madonna opnaði MTV verðlaunahátíðina í nótt
MTV VMA (Video music awards) hátíðin fór fram með pompi og prakt í New York í nótt. MTV sjónvarpsstöðin fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og voru allar helstu stjörnur úr tónlistarheiminum samankomnar til þess að uppskera eða samgleðjast. Söngkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins.