Tillögur enn í mótun en býst við að afhenda ráðherra minnisblað í dag Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra endanlegt minnisblað í dag þar sem hann mun gera tillögur að næstu afléttingum takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 21. febrúar 2021 15:25
Ísraelar byrja að opna hagkerfið og búið að bólusetja þriðjung þjóðarinnar Ráðamenn í Ísrael felldu í dag niður stóran hluta aðgerða sem ætlað hefur verið að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Fyrirtæki voru opnuð í massavís en búið er að bólusetja rúman þriðjung þjóðarinnar eða um þrjár milljónir manna. Erlent 21. febrúar 2021 14:59
Slökkviliðsmenn féllust í faðma á vaktaskiptum eftir marga mánuði í sundur Tímamót urðu hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar útkallslið slökkviliðsins varð að einum sóttvarnahóp á nýjan leik. Í marga mánuði hafa vaktaskipti hjá slökkviliðinu farið fram með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins þar sem gætt var að því að vaktir hittust ekki. Innlent 21. febrúar 2021 12:20
Von á tilslökunum á næstu dögum Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir. Innlent 21. febrúar 2021 11:58
Einn greindist smitaður í sóttkví Einn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær en viðkomandi var í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Innlent 21. febrúar 2021 11:29
„Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. Atvinnulíf 21. febrúar 2021 08:01
Öllum fullorðnum verði boðin bólusetning fyrir 31. júlí Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lofað því að öllum fullorðnum einstaklingum í Bretlandi standi til boða að láta bólusetja sig fyrir 31. júlí næstkomandi. Hann vill hraða bólusetningum svo hægt sé að grípa til frekari tilslakana. Erlent 20. febrúar 2021 23:45
Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. Erlent 20. febrúar 2021 23:19
Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. Innlent 20. febrúar 2021 20:01
Enginn greindist innanlands og einn á landamærunum Enginn greindist smitaður af Covid-19 hér innanlands í gær og einn greindist á landamærunum. Innlent 20. febrúar 2021 11:10
Úr penna hjúkrunarfræðings Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Skoðun 20. febrúar 2021 09:00
Reyndu að fá bólusetningu í dulargervi eldri kvenna Tveimur konum í Flórída-ríki í Bandaríkjunum var vísað frá bólusetningu á miðvikudag eftir að í ljós kom að þær voru ekki eldri borgarar. Konurnar höfðu reynt að klæða sig upp sem eldri konur og voru með sólgleraugu, hanska og silkihúfur. Erlent 19. febrúar 2021 22:03
Sektirnar verði alltaf hærri en kostnaður við að útvega sér vottorð Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi við komuna ásamt því að fara í tvöfalda skimun. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir vinnuna tímafreka en dagurinn í dag hafi gengið vel. Innlent 19. febrúar 2021 19:23
Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. Innlent 19. febrúar 2021 19:21
Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. Erlent 19. febrúar 2021 16:18
Loka öllum skólum í Kolding og senda alla eldri en tólf ára í skimun Ríkisstjórn Danmerkur hefur fyrirskipað að loka skuli öllum skólum og stofnunum í bænum Kolding á Jótlandi eftir að mikill fjöldi fólks hefur greinst með kórónuveiruna síðustu daga. Erlent 19. febrúar 2021 14:56
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu. Smitið er það fyrsta sem greinist hér á landi í eina viku. Innlent 19. febrúar 2021 10:36
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. Innlent 19. febrúar 2021 10:23
Þórólfur segir ósanngjarnt að sekta próflausa fyrst um sinn Hertar aðgerðir á landamærunum sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði í vikunni taka gildi í dag. Farþegar sem koma til landsins næstu daga án PCR-prófs verða þó ekki sektaðir fyrst um sinn. Innlent 19. febrúar 2021 07:58
Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. Erlent 19. febrúar 2021 07:33
Ísland áfram eina græna land Evrópu Fjórðu vikuna í röð er Ísland eina græna landið á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 19. febrúar 2021 06:33
Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. Innlent 18. febrúar 2021 21:01
Heimir með kórónuveiruna Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hefur greinst með kórónuveiruna. Fótbolti 18. febrúar 2021 15:30
Dæmdur fyrir að hósta á lögreglu og hrópa „kóróna“ Hæstiréttur í Danmörku hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa hóstað á tvo lögreglumenn og hrópað „kóróna“. Maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, en sömuleiðis fyrir að hafa flúið frá lögreglustöð. Erlent 18. febrúar 2021 14:54
Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. Innlent 18. febrúar 2021 12:34
„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. Innlent 18. febrúar 2021 12:17
Á ferðinni um Ísafjörð en átti að vera í skimunarsóttkví Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meint sóttkvíarbrot manns, sem handtekinn var á Ísafirði í síðustu viku. Maðurinn var nýkominn til landsins og átti að vera í skimunarsóttkví en var handtekinn við akstur bifreiðar í bænum. Innlent 18. febrúar 2021 11:51
Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi. Innlent 18. febrúar 2021 11:37
Enginn greindist innanlands sjötta daginn í röð Sjötta daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. Tveir greindust með veiruna á landamærum, þar sem annar reyndist vera með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilvikum hins. Innlent 18. febrúar 2021 10:54
Svona var 163. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Þar munu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Innlent 18. febrúar 2021 10:33