Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Íslensk málnefnd ánægð með körfuboltastrákana

Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Martin: Það er hans verkefni að pæla í því

Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket.

Körfubolti
Fréttamynd

Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður

Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pólverjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Brynjar: Geri það sem ég er bestur í

Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru.

Körfubolti
Fréttamynd

KKÍ fær þrettán milljónir í viðbótarstyrk

Körfuknattleikssamband Íslands ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands héldu í morgun blaðamannafund í keppnishöllinni í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska á eftir á Evrópumótinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór: Kannski barnalegt að hugsa þannig

Jón Arnór Stefánsson missti af nær öllum undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Helsinki og það er augljóst á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer ekki leikmaður í leikæfingu.

Körfubolti