Jón Arnór ánægður með orð Loga í klefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2017 09:00 Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson með Herði Axeli Vilhjálmssyni. Vísir/Ernir Jón Arnór Stefánsson hrósaði Loga Gunnarssyni fyrir leiðtogahæfileika sína í íslenska búningsklefanum eftir tapið á móti Póllandi á laugardaginn. Íslenska liðið gerði sér vonir um að geta unnið pólska liðið en tapaði leiknum á endanum með 30 stiga mun. Eftir leikinn var að sjálfsögðu mjög þungt yfir öllum íslensku strákunum inn í klefa en Logi tók þá af skarið. „Logi steig fram eftir síðasta leik. Hann sagði: Hey, strákar. Það eru þrír leikir eftir og það er ennþá möguleiki. Við töpuðum öllum leikjunum okkar í Berlín en við áttum þá Tyrkina eftir. Við fórum í framlengingu og unnum nærri því þann leik,“ sagði Jón Arnór og bætti við: „Það voru frábær orð hjá þeim gamla og mótiveraði okkur mjög mikið,“ sagði Jón Arnór eftir Frakkleikinn í gær. Íslenska liðið spilaði mjög vel í fyrri hálfleik á móti einu sterkasta körfuboltalandsliði heims en í seinni hálfleik sýndu Frakkarnir hvað þeir eru öflugir. „Þeir eru bara miklu betri en við. Við áttum ekki möguleika. Við sönnuðum það samt fyrir sjálfum okkur að við gátum komið til baka. Við áttum frábæran hálfleik og börðumst alveg eins og ljón,“ sagði Jón Arnór um leikinn við Frakka. Logi er einu ári eldri en Jón Arnór. Þeir byrjuðu hinsvegar báðir á sama tíma í íslenska A-landsliðinu en Logi hefur leikið mun fleiri landsleiki. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pólverjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið. 4. september 2017 06:00 Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. 3. september 2017 13:27 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Elvar Már: Ég held bara að þetta sé munurinn á milli liðanna Elvar Már Friðriksson fékk að spila mun meira í leiknum á móti Frökkum en í hinum tveimur leikjunum og skoraði meðal annars sína fyrstu þriggja stiga körfu á Eurobasket. 3. september 2017 13:16 Haukur Helgi: Líkurnar í næstu tveimur leikjum miklu betri en gegn Frökkum Haukur Helgi Pálsson sagði að íslenska körfuboltalandsliðið hefði átt við ofurefli að etja gegn því franska í dag. 3. september 2017 13:23 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson hrósaði Loga Gunnarssyni fyrir leiðtogahæfileika sína í íslenska búningsklefanum eftir tapið á móti Póllandi á laugardaginn. Íslenska liðið gerði sér vonir um að geta unnið pólska liðið en tapaði leiknum á endanum með 30 stiga mun. Eftir leikinn var að sjálfsögðu mjög þungt yfir öllum íslensku strákunum inn í klefa en Logi tók þá af skarið. „Logi steig fram eftir síðasta leik. Hann sagði: Hey, strákar. Það eru þrír leikir eftir og það er ennþá möguleiki. Við töpuðum öllum leikjunum okkar í Berlín en við áttum þá Tyrkina eftir. Við fórum í framlengingu og unnum nærri því þann leik,“ sagði Jón Arnór og bætti við: „Það voru frábær orð hjá þeim gamla og mótiveraði okkur mjög mikið,“ sagði Jón Arnór eftir Frakkleikinn í gær. Íslenska liðið spilaði mjög vel í fyrri hálfleik á móti einu sterkasta körfuboltalandsliði heims en í seinni hálfleik sýndu Frakkarnir hvað þeir eru öflugir. „Þeir eru bara miklu betri en við. Við áttum ekki möguleika. Við sönnuðum það samt fyrir sjálfum okkur að við gátum komið til baka. Við áttum frábæran hálfleik og börðumst alveg eins og ljón,“ sagði Jón Arnór um leikinn við Frakka. Logi er einu ári eldri en Jón Arnór. Þeir byrjuðu hinsvegar báðir á sama tíma í íslenska A-landsliðinu en Logi hefur leikið mun fleiri landsleiki.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pólverjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið. 4. september 2017 06:00 Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. 3. september 2017 13:27 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Elvar Már: Ég held bara að þetta sé munurinn á milli liðanna Elvar Már Friðriksson fékk að spila mun meira í leiknum á móti Frökkum en í hinum tveimur leikjunum og skoraði meðal annars sína fyrstu þriggja stiga körfu á Eurobasket. 3. september 2017 13:16 Haukur Helgi: Líkurnar í næstu tveimur leikjum miklu betri en gegn Frökkum Haukur Helgi Pálsson sagði að íslenska körfuboltalandsliðið hefði átt við ofurefli að etja gegn því franska í dag. 3. september 2017 13:23 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pólverjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið. 4. september 2017 06:00
Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16
Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. 3. september 2017 13:27
Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17
Elvar Már: Ég held bara að þetta sé munurinn á milli liðanna Elvar Már Friðriksson fékk að spila mun meira í leiknum á móti Frökkum en í hinum tveimur leikjunum og skoraði meðal annars sína fyrstu þriggja stiga körfu á Eurobasket. 3. september 2017 13:16
Haukur Helgi: Líkurnar í næstu tveimur leikjum miklu betri en gegn Frökkum Haukur Helgi Pálsson sagði að íslenska körfuboltalandsliðið hefði átt við ofurefli að etja gegn því franska í dag. 3. september 2017 13:23