Körfubolti

Eiga þessir strákar skilið fleiri mínútur? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristófer Acox.
Kristófer Acox. Mynd/FIBA
Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson eru tveir af framtíðarmönnum íslenska köfuboltalandsliðsins og sýndu í Póllandsleiknum að þeir ná vel saman inn á vellinum.

Flottasta karfa íslenska liðsins var sú sem kom eftir galdrasendingu Elvars á Kristófer í hraðaupphlaupi í fjórða leikhlutanum.

Elvar horfði í allt aðra átt þegar hann fann Kristófer dauðafrían undir körfunni og Kristófer kláraði af öryggi.

Fólkið á FIBA tók eftir tilþrifum íslensku strákanna og setti það inn á Youtube-síðu sína sem eitt af tilþrifum leiksins. Það má sjá þessa frábæru körfu hér fyrir neðan.





Kristófer var með 4 stig á 12 mínútum í leiknum og Elvar gaf 3 stoðsendingar á aðeins 3 mínútum. Þeir hafa samnlagt spilað tæpar 29 mínútum í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins.

Kristófer hefur skorað 11 stig á þeim 23:35 mínútum sem hann hefur spilað og nýtt á þeim 83 prósent skota sinna (5 af 6). Hann er einnig með 2 stolna bolta og 3 fráköst.

Nú er bara spurningin hvort við fáum meira af svons tiltrifum frá Elvari og Kristóferi en þá þurfta þeir auðvitað að vera inn á vellinum.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Kannski barnalegt að hugsa þannig

Jón Arnór Stefánsson missti af nær öllum undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Helsinki og það er augljóst á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer ekki leikmaður í leikæfingu.

Tryggvi Snær: Þeir unnu okkur á hinum og þessum sviðum

"Ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis. Mér fannst þeir vinna okkur á hinum og þessum sviðum," sagði stóri og stæðilegri miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, eftir 30 stiga tap gegn Póllandi á EM í körfubolta í Finnlandi.

Brynjar: Var látinn æfa sig í því að sitja á bekknum

Brynjar Þór Björnsson minnti á sig í lok leiksins á móti Póllandi þegar hann kom inn og setti niður tveir glæsilegar þriggja stiga körfur. Því miður komu þær alltof seint fyrir íslenska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×