Körfubolti

Martin: Mér finnst við vera að brotna alltof auðveldlega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Mynd/FIBA
Martin Hermannsson og strákarnir okkar hafa fengið tvo skelli í upphafi Evrópumótsins og liðið hefur varla getað keypt sér körfu í þessum tapleikjum á móti Grikklandi og Póllandi.

„Það er roslega svekkjandi þegar við náum ekki allir að blómstra. Það er erfitt þegar Jón er búinn að vera meiddur allan undirbúninginn en svo kemur hann inn núna og við erum ekki búnir að æfa allir saman. Vonandi detta þessi skot á morgun (í dag) því við finnum að þetta er þarna,“ sagði Martin eftir leikinn við Pólland í gær.

„Í fyrsta leikhlutanum fannst mér við vera miklu betra lið og þá fannst mér eins og við myndum taka þennan leik. Mér finnst við vera að brotna allof auðveldlega og það má ekki á móti svona sterkum þjóðum,“ sagði Martin.

„Við erum að fá galopin skot og við erum ekki að hitta. Við þurfum svolítið að treysta á þessi þriggja stiga skot. Þegar þau er ekki að detta þá er þetta erfitt. Það er ekki eins og við séum með einhverja yfirhöndina þarna inn í teig,“ sagði Martin.

„Vonandi fara eitt, tvö skot að detta í röð en þá fá menn sjálfstraustið og þá breytist leikurinn,“ sagði Martin.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×